Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 6. A P R Í L 2 0 2 0 Stofnað 1913  89. tölublað  108. árgangur  ÓTTAST EKKI INNILOKUNINA Á SPÁNI VASKIR VERZLINGAR TÓNLEIKAR HELSTA LIFIBRAUÐIÐ DAGLEGT LÍF 12 HELGI BJÖRNS 25ÓTTAR NORÐFJÖRÐ 56 ALLT TIL ALLS Í NÆSTU NETTÓ! Blandaðar lambalærissneiðar 1.559KR/KG ÁÐUR: 2.599 KR/KG Laxaflök Beinlaus með roð 1.889 ÁÐUR: 2.699 KR/KG -40% i KR/KG -30% -50% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 16. - 19. apríl Lime 270KR/KG ÁÐUR: 539 KR/KG Sítrónur 165KR/KG ÁÐUR: 329 KR/KG Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sennilega nemur vikulegt tjón af völdum kórónuveirunnar um 15 millj- örðum króna fyrir íslenskt þjóðarbú. Þetta er mat Kristrúnar Frostadótt- ur, aðalhagfræðings Kviku banka. Segir hún að samdráttur hagkerfisins meðan á samkomubanni stendur jafn- gildi 20-25% en að það komi harðast fram í höggi á ferðaþjónustuna en einnig miklum samdrætti eftirspurn- ar á fjölmörgum öðrum sviðum efna- hagslífsins. „Það er ekki ósennilegt að sam- dráttur landsframleiðslunnar á þessu ári muni nema 8-10%. Það er svipaður samdráttur og gert er ráð fyrir í Evr- ópu, í Bandaríkjunum er rætt um 6%. Sú staðreynd að íslenskt hagkerfi er mjög háð tekjum af ferðaþjónustu þýðir að við gætum verið í efri end- anum á þessu bili. Þá mun það einnig hafa mikil áhrif hversu lengi áhrifa veirunnar gætir og ef framlengja þarf samkomubannið eða setja það á í ein- hverri mynd aftur, þegar líður á árið, geta áhrifin hæglega orðið meiri.“ Kristrún segir ástandið nú án for- dæma og hæpið að hefðbundin hags- tjórnartæki komi að nægilegu gagni til að varðveita þrótt hagkerfisins. Þá kunni það að reynast skeinuhætt að breyta bankakerfinu í einskonar hamfarasjóð sem láni fyrst og fremst til fyrirtækja til að brúa algjört hrun í tekjum. „Það gæti veikt kerfið sem er ekki byggt upp til að mæta áföllum sem þessum. Ef þróttur kerfisins er nýtt- ur til að bæta tekjutap fyrirtækja verður svigrúmið til að lána til fjár- festinga mun minna og viðspyrnu- kraftur kerfisins því veikari en ella,“ segir Kristrún. Um 15 milljarða tjón á viku  Varasamt að nýta bankakerfið sem einskonar hamfarasjóð að mati hagfræðings MKórónuveiran »4, 6, 10, 28-32 Nokkrir af fremstu óperusöngvurum landsins komu saman fyrir utan heimili Vigdísar Finnbogadóttur, fyrr- verandi forseta Íslands, við Aragötu í Reykjavík í gær og sungu fyrir hana í tilefni af 90 ára afmæli hennar. Með þessu vildu söngvararnir þakka Vigdísi fyrir stuðning hennar við sönglistina og störf fyrir þjóðina. Vigdísar var víða getið í gær í tilefni afmælisins, svo sem í blöðum og ljósvaka, þar sem fjallað var um líf hennar og störf. Þá voru myndir og minningar fólksins í landinu tengdar hinum ástsæla forseta áber- andi á síðum samfélagsfélagsmiðla, auk þess sem veitt voru verðlaun í hennar nafni í fyrsta sinn. »8 Morgunblaðið/Eggert Sungu fyrir Vigdísi níræða í gær  Fyrrverandi framkvæmda- stjóri Eyþings fékk tæplega 15 milljónir kr. í bætur fyrir það sem hann taldi ólögmæta upp- sögn, þegar gerð var dómsátt í máli hans. Í heild kostaði upp- sögnin sveitarfélögin nokkuð á fjórða tug milljóna. Eyþing óskaði eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin og ákvarðanir yrðu færðar í trún- aðarmálabækur sveitarstjórna. »24 Uppsögn kostaði á fjórða tug milljóna Pétur Þór Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.