Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 58

Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 58
AF TINNABÓKUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég var ekki gamall þegar égfyrst slóst í för með Tinna íævintýraleiðöngrum hans. Fimm ára og orðinn læs og ein- hverra hluta vegna barst í hendur mér bókin Dularfulla stjarnan, um þennan unga hugdjarfa blaðamann (sem skrifar nánast aldrei neitt) sem heldur norður í höf, með við- komu á frekar ótrúverðugri Akur- eyri, í leit að leifum loftsteins sem átti að hafa fallið þar. Þennan sama vetur sá ég hjá Gumma vini mínum ekki síður æsilegt teiknað ævintýri með sömu hetju, Svaðilför í Surtsey, þar sem Tinni eltist við peningafalsara út í hálfhruninn kastala á skoskri eyju. Og með fölsurunum í liði er illilegur gór- illuapi sem allir óttast. Árið eftir að teiknimynda- sögubylgjan skall á Íslandi með þessum tveimur bókum eftir belg- íska teiknarann sem kallaði sig Hergé hófst skólaganga mín og ég óx að viti og þroska, eins og geng- ur. En Tinnabækurnar voru orðnar einn af föstu punktunum í tilver- unni. Ég las þær aftur og aftur og þegar leið að jólum ár hvert var von á nýjum; Vindlar faraós kom 1972 og sama ár Eldflaugastöðin – ég varð að bíða í heilt ár eftir seinni hluta ævintýrisins, Í myrk- um mánafjöllum, og oft velti ég vöngum það ár yfir hvernig í ósköpunum færi fyrir hetjunum, Tinna og vinum hans. Og eins var þegar Sjö kraftmiklar kristalls- kúlur kom út 1974 – ég man eftir að hafa ári síðar lesið frétta- tilkynningu í Morgunblaðinu um að framhaldið, meistaraverkið Fang- arnir í Sólhofinu, væri komið út og dag eftir dag kom ég við eftir skóla í Bókabúð Keflavíkur til að athuga hvort bókin væri komin. Og ég man enn hvað mér brá að sjá hana loksins uppi í hillu. Svona var tilhlökkun æskunnar og endurtók sig ár eftir ár. Sumar bókanna fékk ég í afmælisgjöf seint í októ- ber, aðrar í jólagjöf eða las þær hjá Tinni lærir að tala upp á nýtt Fruss Kolbeinn kafteinn hellir sér yfir Boris liðþjálfa í tunglflaugini, í upphaflegri þýðingu Lofts Guðmundssonar. Gumma vini mínum ef ég eignaðist þær ekki sjálfur, þá strax. En auð- vitað átti ég eftir að eignast allar þessar 24 bækur – og miklu fleiri til um Tinna, vini hans og höfund- inn. Því ég slóst ungur í för með þeim og þótt ég sé fyrir löngu orð- inn miðaldra er ferðalagi okkar saman ekki lokið. Ég tek bækurnar af og til fram, einkum þær seinni og vandaðri, en lesturinn tekur ekki langan tíma – ég kann hvert orð, hverja hreyfingu á síðunum 62 í hverri bók utanað. Og ég gengst fúslega við Tinnablætinu – klæðist iðulega Tinnabolum, er með Tobba, hund Tinna, á lyklakipp- unni, og bregð á tyllidögum fyrir mig frösum úr bókunum. Í fylgd með söguhetjunum Þegar ég horfi til baka fagna ég því láni að hafa alist upp með Tinna, frá því ég varð læs og fram á unglingsárin þegar fyrstu útgáfu Fjölva á öllum bókunum lauk. Ég sá sams konar samfylgd jákvæðra söguhetja hjá dætrum mínum, en flokkurinn um Harry Potter hóf göngu sína á íslensku þegar þær voru fimm og átta ára og við for- eldrarnir lásum sögurnar með þeim, þegar þær komu út, þar til dæturnar tóku sjálfar við – og lesa bækurnar enn sér til ánægju. Tinni á enn erindi og er alltaf vinsæll, skiljanlega. Og Tinnabæk- urnar hafa verið endurprentaðar mörgum sinum fyrir nýja íslenska lesendur, eins og vera ber. Alltaf hef ég verið sannfærður um að ein ástæðanna fyrir vinsældunum hér hafi verið meistaraleg þýðing Lofts Guðmundssonar. Hún er einstak- lega lipur og flæðir vel í knöppu forminu. Og sæhetjan hrjúfa en hugdjarfa, Kolbeinn kafteinn, ber þar af með einstaklega fjöl- breytilegu lýsinga- og blóts- yrðasafni, sem Loftur spinnur meistaralega úr íslensku sjóara- máli, með sýnilega endalausum vís- unum í alls kyns sjávarfang sem hann tengir gjarnan með stuðlun: „fari það í fimm milljón fúlar flyðr- ur!“; „heilagar hafmeyjar“; „fari það í milljón myglaða molbúa- marhnúta“̧„fari það í tannlausa túnfiska og vitlausa vöðuseli“; „trilljón trítilóðir trosfiskar“; og „mér líður eins og þorski og það er verið að hala inn trollið“ – hver einasti Íslendingur ætti að skilja hvað það er hræðileg tilfinning. Nema að tengsl okkar við hafið séu farin að trosna. Ætli ég hafi ekki verið ellefu ára þegar ég áttaði mig á því hvað orðfæri Kolbeins væri miklu litrík- ara og auðugara en í öðrum þýð- ingum, til að mynda á dönsku og ensku (þar sem hann heitir Had- dock – ýsa! Hversu máttlaust er það?) Ég skrifaði þá upp öll blóts- yrði Kolbeins í þeim Tinnabókum sem Loftur hafði þá þýtt og bar saman við erlendar útgáfur, þar sem sömu fáu blótsyrðin voru endurtekin máttleysislega sí og æ. Og ég dáði þýðingar Lofts. Búið að leggja Lofti Hver kynslóð þarf sínar Tinnaútgáfur. Og það má færa fyr- ir því rök að Tinna þurfi að þýða reglulega eins og aðra klassík – samanber nýjar Shakespeare- þýðingar þótt Helgi Hálfdanarson hafi þýtt öll leikritin meistaralega áður. Froskur Útgáfa hefur undan- farin ár staðið sig vel í því að færa klassískar evrópskar teiknimynda- sögur á íslensku, af umtalsverðum metnaði. Og það gladdi þennan gamla Tinnaaðdáanda að sjá að Froskur væri tekinn við Tinna og fyrstu tvær komnar út með myndarlegum hætti – og það „Tunglbækurnar“, sjötíu árum eft- ir að sagan byrjaði að koma á prent í Belgíu. En mér þótti undar- legt að sjá að Eldflaugastöðin heit- ir nú Á leið til tunglsins – Í myrk- um mánafjöllum er enn með sama heiti. Og svo hitt, að búið er að leggja þýðingu Lofts og Anita K. Jónsson þýðir nú sögurnar. Í fréttabréfi Frosks útskýrir útgefandinn Jean Posocco ástæð- una. Segir að nútímamálið sem var talað 1970 sé ekki það sama og sé talað í dag og sum orðanna í eldri útgáfunum séu börn síns tíma. Og: „Á köflum uppfylltu þýðingarnar hjá Fjölva ekki kröfurnar okkar og erfitt var að flytja gömlu þýðing- arnar yfir á nútíma íslensku. Því var að lokum tekin sú ákvörðun að fara alla leið og endurþýða bæk- urnar. Enda höfðu rétthafar Lofts og Þorsteins [Thorarensen, útgef- enda Fjölva en nafni hans var bætt við sem þýðanda með Lofti í seinni útgáfum] ekki leyft okkur að hræra í upprunalegu þýðing- unum.“ Það er skemmtilegt að sjá að Jean gerir lesendum ljóst með glettnislegum hætti að ekki sé víst að við gamlir lesendur Tinna verð- um ánægðir. Hann vonar að sín bíði ekki „fjaðrir og tjara“ þegar hann fer næst á kaffihús. Hann segir það áhættusama iðju að gefa út bækur en þetta hafi verið ákvörðun sem þurfti að taka. Gott og vel. Ég get fallist á það – þótt ég sakni orðkynnginnar sem Loftur færir Kolbeini; þýðing Anitu er ekki jafn litrík hvað skip- stjórann sæblauta varðar. Og mun- ar mestu að lesandinn finnur að tengslin við heim sjómanna vantar. En á móti kemur að textinn er ítar- legri, og fer líklega nær frumtext- anum, sem Jean segir hafa verið kröfu rétthafa í Belgíu. Ég hvet því foreldra til að færa börnum sínum þennan nýíslenskaða Tinna; þetta eru sömu ævintýrin, sömu skraut- legu persónurnar. Og ég hyggst ná mér í næstu Tinnabækur Frosks, en æskuverk Hergés Tinni í Am- eríku og Tinni í Kongó munu væntanlegar. Svo get ég alltaf leit- að í þýðingar Lofts ef þær kalla á mig – ég á þær nefnilega allar uppi í hillu. »Hver kynslóð þarfsínar Tinnaútgáfur. Og það má færa fyrir því rök að Tinna þurfi að þýða reglulega eins og aðra klassík. Úr Í myrkum mánafjöllum, Froskur Útgáfa, 2019. Slef Þýðing Anitu K. Jónsson er nokkuð frábrugðin en Kolbeinn frussar enn á Boris, sem heitir nú Jörgen. Kápurnar Fyrstu íslensku útgáfur „Tunglbókanna“ og þær nýju. Skyrslettur Klassískur brandari um Kolbein í Eldflaugastöðinni breytist nokkuð í nýju þýðingunni en sagan heitir þar Á leið til tunglsins. Úr Í myrkum mánafjöllum, Fjölvi útgáfa, 1973. 58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 LC02 hægindastóll Leður – Verð 285.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.