Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 Lífrænt RAUÐRÓFUDUFT í hylkjum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna • Lækkun blóðþrýstings • Aukið blóðflæði • Bætt súrefnisupptaka • Aukið úthald, þrek og orka • Minni bólguviðbragða • Heilbrigðara hjarta- og æðakerfi Í aldanna raðir hefur neysla á rauðrófum verið talin geta haft ýmis heilsueflandi áhrif m.a.: 100% náttúrulegt og án allra aukaefna. –2 hylki á dag Nítröt í rauðrófum hafa áhrif á blóðþrýsting. Þeir sem hafa lágan blóðþrýsting eða taka blóðþrýstingslyf ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir bæta rauðrófum við mataræði sitt. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Á dögunum kom út ný skáldsaga eftir rithöfundinn Óttar Norðfjörð, Dimmuborgir. Fjallar sagan um bókagagnrýnandann Elmar sem kemst á snoðir um morð vinar síns sem framið var 25 árum fyrr. Ótt- ar vill ekki meina að sagan sé klassísk glæpasaga. „Ég held að sögu- þráðurinn komi fólki á óvart og sé nokkuð öðru- vísi en fólk grunar,“ segir Óttar. „Ég fór svo- lítið viljandi frá því sem hefur ver- ið í gangi,“ segir Óttar. „Þar sem lögreglan leysir eitthvert morðmál og það er svakalegur drungi yfir öllu.“ Óttar segist ekki viss hvort áður hafi verið skrifuð glæpa- eða spennusaga um bókagagnrýnanda enda sé nokkuð létt yfir þessari sögu. „Það er léttur tónn í bland við alvarlegt mál.“ Tekur á einelti Óttar segir kveikjuna að bókinni hafa verið sjálfsvíg manns sem hann þekkti nokkrum árum áður en hann hóf skrif bókarinnar. Ótt- ar þekkti manninn, sem var eldri en hann, þegar hann var lagður í einelti sem unglingur. „Þetta var á tíunda áratugnum og var svolítið brútal, hann fékk að finna fyrir því. Hann hafði samt plumað sig en svo mörgum árum seinna gat hann ekki meir,“ segir Óttar. Hann vildi því skrifa sögu sem tæklaði einelti og tileinkar bókina fórnarlömbum slíks ofbeldis. „Þeg- ar maður fréttir af þessu finnur maður að harmurinn og sorgin fer aldrei, ef einhver lendir svona illa í þessu. Mig langaði að fjalla um þetta með einhverju móti. Þetta var kjarninn en svo fer skáldskap- urinn af stað þegar maður byrjar að skrifa.“ Óttar segist sjálfur þekkja báðar hliðar eineltis, var lagður í einelti og tók svo seinna þátt í að leggja krakka yngri en hann í einelti. „Þetta er eitt af því fáa sem maður sér virkilega eftir. Maður var náttúrlega svo vitlaus og vissi ekki betur.“ Einhver álög yfir öllu Þó Óttar vilji ekki gefa of mikið upp um söguþráð bókarinnar segir hann nafn hennar, Dimmuborgir, hafa mikla þýðingu fyrir fram- vindu bókarinnar. „Fyrir aðal- persónurnar tvær hefur þessi stað- ur mikla þýðingu,“ segir Óttar. Dimmuborgir segir hann merki- legan stað. „Ég var hrifinn af því að geta sett mikilvæga senu í bók- inni þar. Fyrir utan að vera ótrú- lega fallegur staður þá er hann líka svo dulmagnaður. Með alla þessa álfasteina og álfatrú og sög- ur af huldufólki sem tengjast hon- um. Þegar ég fer þarna um finnst mér einhver álög yfir öllu. Ég trúi ekki á svona en sögurnar af þess- um stað eru svo áhugaverðar og flottar.“ Sögusviðið hefur mikla tengingu við æsku Óttars. „Þetta er Reykja- víkursaga og ég sæki mikið í mitt eigið líf, eins langt og það nær,“ segir hann og bendir á að persón- urnar séu vitaskuld skáldaðar. Bókin bankaði upp á Skrif bókarinnar hafa tekið síð- ustu sex árin að sögn Óttars og segist hann ekki hafa getað sleppt því að klára bókina. „Ég var alltaf mjög hrifinn af grunnhugmynd- inni, grunnplottinu. Ég held að það sé örlítil nýjung í íslenskum glæpasögum.“ Óttar lagði bókina um tíma frá sér í langan tíma, hálfnaður með skrif hennar. „Ég reyndi oft að komast í hana aftur en festist allt- af í kvikmynda- og þáttaskrifum. Síðan fyrir tveimur árum fór ég í barneignarfrí í þrjá mánuði og fékk þá frí frá kvikmyndaiðn- aðnum. Þá bankaði þessi bók allt í einu upp á aftur.“ Á þeim tíma var bókin mun lík- ari hefðbundinni glæpasögu, dökkt var yfir söguþræðinum og persón- unum líka. Þá hafði Óttar nýlokið vinnu sinni við skrif á handriti sakamálaþáttanna Brots sem sýnd- ir voru hér á landi í lok síðasta árs og í upphafi þessa árs. „Þá hugsaði ég: mig langar ekki að gera þetta aftur. Og þá breytti ég um stílinn og tónninn varð allt annar,“ segir Óttar en honum var seinna bent á að þessi stíll væri kallaður „cosy mystery“ á ensku en hefði ekki notið mikilla vinsælda meðal rit- höfunda hér á landi. Kvikmynd í bígerð Óttar var aðalhandritshöfundur áðurnefndra þátta, Brots, sem Netflix framleiddi og eru kallaðir „The Valhalla Murders“ á enskri tungu. Þá hefur hann unnið að ýmsum kvikmyndaverkefnum í gegnum árin, þar á meðal handriti fyrir kvikmynd byggða á hans eig- in skáldsögu, Una, sem ráðgert er að fari í tökur í ár en þessa dag- ana er ekki víst hvenær nákvæm- lega þær hefjast sökum kórónu- veirunnar. Með Óttari vann Marteinn Þórsson að handritinu og hefur kvikmyndin fengið styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. „Minn áhugi lá alltaf í kvik- myndum þegar ég var ungur og ég ætlaði aldrei að skrifa bækur held- ur handrit fyrir bíómyndir,“ segir Óttar. „Ég byrjaði á bíóhandriti þegar ég var 15 ára en vissi ekkert hvað ég var að gera og þá leiddist ég út í að skrifa bækur.“ Fyrir um 10 árum fór Óttar smám saman að nálgast þessa fyrstu ást sína í skrifum ef svo má segja. „Þetta vatt bara upp á sig.“ Hann segir handritaskrif á margan hátt lík bókaskrifum en þó einnig mjög ólík. „Í grunninn er maður að segja sögu og ég hef lært mikið um að skrifa handrit með því að skrifa skáldsögur,“ seg- ir hann. „En það er mjög skýr munur sem ég tók eftir þegar ég byrjaði aftur að skrifa þessa bók. Í bókum er maður helst að segja meira og í bíóhandritum minna.“ Í kvik- myndahandritum sé því fátt verra en þegar allt er matað ofan í áhorfandann en því er akkúrat öf- ugt farið þegar skáldsögur eru lesnar. „Ég get sem dæmi ekki unnið á sama tíma í kvikmyndahandriti og í skáldsögu. Ég þarf bara að segja að núna í viku muni ég vinna í bók en ekki kvikmyndahandriti. Þá þarf ég að skipta ekki bara um gír heldur einfaldlega skipta um bíl.“ Ekki að fríka út eins og vinirnir Óttar býr ásamt fjölskyldu sinni í Barcelona á Spáni. Þar hefur ver- ið sett útgöngubann þar sem ein- ungis nauðsynlegar mannaferðir eru leyfðar og ekkert opið annað en matvöruverslanir og lyfjabúðir. Útgöngubannið virðist þó ekki herja mikið á sálarlíf Óttars, hing- að til að minnsta kosti. „Sem rithöfundur er maður bú- inn að vera í einhverskonar sam- göngubanni alla sína ævi og búinn að halda sig frá fólki að einhverju leyti síðustu fimmtán árin,“ segir Óttar og hlær en vinna hans við skrif fer að mestu fram heima. „Ég finn ekki sömu einkenni og vinir mínir hérna úti sem eru að fríka út. Ég finn ekki fyrir neinu. Það komu tímar hér áður fyrr þar sem maður fór ekki út úr húsi í marga daga því maður var djúpt sokkinn í skáldsögu.“ Eins og í heimsendakvikmynd Fyrir tveimur árum eignuðust Óttar og kona hans dreng og segir Óttar þó viðbrigði að geta ekki far- ið út með honum. „Ég má fara út að kaupa í mat- inn. Það eru bara matvöruversl- anir og apótek opin,“ segir Óttar. „Konan mín er ólétt og komin langt á leið. Hún hefur því ekkert farið út því við viljum ekki að hún smitist af þessum vírus.“ Hann segir breytinguna því nokkra. „Ef maður væri ekki með barn þá kannski tæki maður minna eftir þessu. Núna horfum við á tvær Pixar-myndir á dag í staðinn fyrir eina.“ Óttari finnst staðan vera sér- stök. „Þetta er náttúrlega stór- furðulegt. Að fara út að versla í matinn er bara eins og að vera í heimsendabíómynd. Það er skrítið að fara út á götu. Það er allt lokað, götur hálftómar og allir með grím- ur.“ Eins og áður sagði eiga Óttar og kona hans von á barni en þar til það lítur dagsins ljós eftir mánuð eða svo getur verið að hann taki þátt í vinnu með framleiðslufyr- irtækinu True North. „Svo er ég byrjaður að þróa skáldsöguna, Dimmuborgir, sem kvikmynda- handrit,“ segir hann en fram- leiðslufyrirtækið Mystery hefur keypt kvikmyndarétt sögunnar. „Ég er með það í bakhöndinni og geri annaðhvort af þessu tvennu núna.“ Ljósmynd/Elo Vázquez Á Spáni Óttar Norðfjörð býr ásamt fjölskyldu sinni í Barcelona. Þar er lífið óvenjulegt um þessar mundir en hann er ekkert farinn að örvænta vegna ástandsins enda vanur því vera mikið heima við skrif bóka og handrita. Verið í samkomubanni alla ævi  Ný skáldsaga Óttars Norðfjörð, Dimmuborgir, komin út  Krimmi sem hefur létt yfirbragð  Fékk nóg eftir skrifin við þættina Brot  Stórfurðulegt ástand í Barcelona, segir Óttar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.