Morgunblaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Samkomubannið er þungt högg
fyrir Metropolitan-óperuhúsið í
New York. Síðustu mánuðum leik-
ársins var aflýst og segja stjórn-
endur hússins að tapið nemi 60
milljónum dala hið minnsta, hátt í
sex milljörðum króna.
Stjórnendur óperuhússins hyggj-
ast þó gera sitt til að miðla listinni
til fjöldans á erfiðum tímum og
hafa kynnt stjörnum prýdda gala-
útsendingu laugardaginn 25. apríl.
Met-óperan hefur reglulega staðið
fyrir glæsilegum galatónleikum, til
að kveðja listamenn eða fagna
merkum áföngum. Þessi uppákoma
verður öðruvísi. Undir yfirskrift-
inni „At Home Gala“ mun fjöldi
óperustjarna koma fram, yfir 40
listamenn. Verður tónleikunum
streymt á vef óperunnar og hefst
útsending klukkan 16 að íslenskum
tíma. Hægt verður að horfa fram á
sunnudagskvöld. Meðal listamanna
sem syngja eru stjörnur á borð við
Önnu Netrebko, Jonas Kaufmann
og Renée Fleming, en sent verður
út frá heimilum þeirra.
AFP
Stjarna Anna Netrebko kemur fram.
Alvöru stjörnufans
í óperustreymi
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi
Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í
Reykjavík, RIFF, var beðin um að
mæla með listaverkum sem hægt er
að njóta innan veggja heimilisins í
samkomubanninu.
„Það hefur stytt stundir í inniver-
unni að horfa á myndbandsbrand-
ara um kórónu-
veikina sem
spretta upp eins
og gorkúlur á
samfélags-
miðlum, margir
alveg hreint
bráðfyndnir.
Öllu alvarlegri
en þó líka húm-
orísk er kóreska
kvikmyndin
Sníkjudýrin eftir
Bong Joon-ho sem er nýkomin í
Sjónvarp Símans. Ég mæli hiklaust
með henni en hún vann á Cannes-
kvikmyndahátíðinni í fyrra og var
svo valin besta Óskarsverðlauna-
myndin. Við fylgjumst með fátækri
fjölskyldu og lævísum leið-
um hennar til að hafa ofan
af fyrir sér og við kynn-
umst mismunandi fjöl-
skyldum og samskiptum
sem draga má lærdóm af.
Marglaga mynd um m.a.
stéttaskiptingu og mann-
legt eðli.
Mér finnst gaman að
horfa á listrænar kvik-
myndir, þar sem oft er verið að fara
frumlegar leiðir með kvikmynda-
formið og ýta aðeins á mörkin. Það
er oft gott að nota kvikmyndir líka
til að spegla sig í.
Tvær íslenskar kvikmyndir eru
nýkomnar á voddið sem óhætt er að
mæla með. Bergmál Rúnars Rún-
arssonar er byggð á alls kyns ör-
sögum úr íslenskum hversdegi;
margt broslegt og skemmtilegt en
annað miður fyndið, rétt eins og líf-
ið sjálft. Mjög góð mynd hjá Rúnari
og ekki síðri er End of Sentence,
fyrsta mynd Elfars Aðalsteinssonar
sem fjallar um feðga sem fara sam-
an í ferðalag til Írlands í kjölfarið á
fráfalli móðurinnar. Margt
drífur á daga þeirra sem
gaman er að fylgjast með
en myndin tekur m.a. á
áhrifum áfalla innan fjöl-
skyldna og erfiðum sam-
skiptum.
Hátt í 20 íslenskar mynd-
ir voru í bíó í fyrra sem
hlýtur að vera nánast met,
vonandi fara sem flestar á
leigurnar nú í samkomubanni.
Tvær bækur eru á náttborðinu,
Mátturinn í núinu eftir Eckhart
Tolle sem mér finnst gott að grípa í
en Eckhart bendir á ýmsar snjallar
leiðir til þess að halda manni í
núinu.
Hin er bók Andra Snæs Magna-
sonar, Um tímann og vatnið. Þetta
er áhrifamikil bók; persónleg skrif
hans um forfeður og fjölskyldu,
samofið fróðleik, vangaveltum og
staðreyndum um stöðu jarðarinnar,
eiginlega skyldulesning.
Mælt með í samkomubanni
Bergmál Kvikmynd Rúnars er byggð á örsögum úr íslenskum hversdegi.
Listrænar myndir
og skyldulesning
AFP
Óskarsverðlaun Bong Joon-ho með
eina af Óskarsverðlaunastyttum
sínum fyrr á þessu ári en kvikmynd
hans Parasite hlaut nokkrar slíkar.
Hrönn
Marinósdóttir
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Stjórnendur jaðarlistahátíðarinnar
Reykjavík Fringe eru ekki af baki
dottnir og hafa tekið þá ákvörðun að
halda hátíðina í sumar og sömu
daga og áætlað var, eða 4.-12. júlí.
Kórónuveirufaraldurinn hefur hins
vegar breytt dagskránni og sniði
hátíðarinnar töluvert, þar sem gert
var ráð fyrir um 50 erlendum atrið-
um með yfir hundrað listamönnum.
Hefur þeim verið boðið að flytja at-
riði sín með streymi milli landa á
sérstakri Reykjavík Fringe-rás.
Hvað innlend atriði varðar er bú-
ist við því að hægt verði að flytja
þau á sviði, þar sem samkomubanni
hafi þá að öllum líkindum verið af-
létt.
Reykjavík Fringe fer fram í
þriðja sinn nú í sumar og má á
henni sjá hin ýmsu og ólíku list- og
tjáningarform, m.a. leiklist, kabar-
ett, ljósmyndasýningar, sirkus,
dragg, málverkasýningar og uppi-
stand. Áhersla er lögð á sköp-
unargleði og nýstárleika og miða-
verði er stillt í hóf, eins og segir í
tilkynningu.
Af þeim sem komið hafa fram á
fyrri hátíðum má nefna uppistand-
arana Hugleik Dagsson og Jono
Duffy, Báru Halldórsdóttur sem
sýndi innsetningu þar sem hún var
lokuð inni í búri og Unni Elísabetu
sem stóð fyrir danshátíðinni Ég býð
mig fram.
Um 250 Fringe-hátíðir eru haldn-
ar víða um lönd og sú umfangs-
mesta og þekktasta er án efa
Edinborgarhátíðin sem hefur nú
verið aflýst í fyrsta sinn í 73 ára
sögu hennar.
Dagskrá Reykjavík Fringe verð-
ur kynnt er nær dregur hátíðinni á
heimasíðu hennar RVKfringe.is.
Hafa tekið vel í hugmyndina
Stjórnandi hátíðarinnar, Nanna
Gunnarsdóttir, er spurð að því hvort
erlendu listamennirnir séu til í það
fyrirkomulag að streyma atriðum
sínum og segir hún marga hafa
staðfest að þeir séu til í slaginn. Að-
stæður listamanna og listhópa séu
aftur á móti mismunandi, sumir
hafi ekki komist í æfingahúsnæði til
að æfa sýningar sínar og séu fyrir
vikið ekki tilbúnir en flestir hafi þó
tekið vel í streymishugmyndina, að
fá tækifæri til að flytja verk sín eft-
ir öðrum leiðum.
En mun það ekki koma niður á
miðasölu? „Við ætlum að nota
Crowdcast og þá er hægt að leggja
inn á listamennina beint,“ svarar
Nanna. Það sé undir listamönn-
unum komið hvort og hvernig sé
greitt fyrir sýningar þeirra og verk.
„Allur aðgangseyrir rennur til lista-
manna hvort eð er þannig að það er
undir þeim komið hvernig þeir
haga þessu,“ útskýrir Nanna frek-
ar, en hátíðin er rekin í sjálfboða-
starfi.
Hún hvetur fólk til að styðja við
bakið á listamönnum og greiða
þeim fyrir störf sín og listaverk.
„Það munar um allt og sérstaklega
fyrir sjálfstæða listamenn, sem eru
flestir í aukastörfum,“ segir Nanna.
Hljóðlaus diskólátbragðsleikur
Íslensku listamennirnir ættu að
geta sýnt verk sín, að því gefnu að
samkomubanni hafi verið aflétt sem
fyrr segir, og Nanna vekur athygli á
því að hátíðin sé ekki fyrirferðar-
mikil. „Við erum ekki að fara að
safna saman tvö þúsund manns á
einhverjum leikvangi heldur not-
umst við við Iðnó, þannig að stærsta
samkoman er kannski 200 manns og
ef það er enn tveggja metra bann í
gildi tökum við tillit til þess og
hleypum færra fólki inn,“ segir hún.
Eins og greint var frá í upphafi
greinar er hátíðin tileinkuð jaðar-
listum og má nefna sem dæmi um
eina slíka hljóðlausan diskólát-
bragðsleik og göngutúrsteiti sem
listakonan Kimi Tayler stendur
fyrir. Blaðamaður treystir sér ekki í
frekari útskýringar á þeirri list.
Mynd/Patrik Ontkovic
Dragg Atriði með St. Edgar á Reykjavík Fringe í fyrra. Eins og sjá má voru
gestir vel með á nótunum og skemmtu sér konunglega yfir tilþrifunum.
Jaðarlistin heldur lífi
Reykjavík Fringe verður haldin í sumar með breyttu
sniði Erlendum listamönnum boðið að streyma atriðum