Morgunblaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 Samkomubannið er þungt högg fyrir Metropolitan-óperuhúsið í New York. Síðustu mánuðum leik- ársins var aflýst og segja stjórn- endur hússins að tapið nemi 60 milljónum dala hið minnsta, hátt í sex milljörðum króna. Stjórnendur óperuhússins hyggj- ast þó gera sitt til að miðla listinni til fjöldans á erfiðum tímum og hafa kynnt stjörnum prýdda gala- útsendingu laugardaginn 25. apríl. Met-óperan hefur reglulega staðið fyrir glæsilegum galatónleikum, til að kveðja listamenn eða fagna merkum áföngum. Þessi uppákoma verður öðruvísi. Undir yfirskrift- inni „At Home Gala“ mun fjöldi óperustjarna koma fram, yfir 40 listamenn. Verður tónleikunum streymt á vef óperunnar og hefst útsending klukkan 16 að íslenskum tíma. Hægt verður að horfa fram á sunnudagskvöld. Meðal listamanna sem syngja eru stjörnur á borð við Önnu Netrebko, Jonas Kaufmann og Renée Fleming, en sent verður út frá heimilum þeirra. AFP Stjarna Anna Netrebko kemur fram. Alvöru stjörnufans í óperustreymi Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, var beðin um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í samkomubanninu. „Það hefur stytt stundir í inniver- unni að horfa á myndbandsbrand- ara um kórónu- veikina sem spretta upp eins og gorkúlur á samfélags- miðlum, margir alveg hreint bráðfyndnir. Öllu alvarlegri en þó líka húm- orísk er kóreska kvikmyndin Sníkjudýrin eftir Bong Joon-ho sem er nýkomin í Sjónvarp Símans. Ég mæli hiklaust með henni en hún vann á Cannes- kvikmyndahátíðinni í fyrra og var svo valin besta Óskarsverðlauna- myndin. Við fylgjumst með fátækri fjölskyldu og lævísum leið- um hennar til að hafa ofan af fyrir sér og við kynn- umst mismunandi fjöl- skyldum og samskiptum sem draga má lærdóm af. Marglaga mynd um m.a. stéttaskiptingu og mann- legt eðli. Mér finnst gaman að horfa á listrænar kvik- myndir, þar sem oft er verið að fara frumlegar leiðir með kvikmynda- formið og ýta aðeins á mörkin. Það er oft gott að nota kvikmyndir líka til að spegla sig í. Tvær íslenskar kvikmyndir eru nýkomnar á voddið sem óhætt er að mæla með. Bergmál Rúnars Rún- arssonar er byggð á alls kyns ör- sögum úr íslenskum hversdegi; margt broslegt og skemmtilegt en annað miður fyndið, rétt eins og líf- ið sjálft. Mjög góð mynd hjá Rúnari og ekki síðri er End of Sentence, fyrsta mynd Elfars Aðalsteinssonar sem fjallar um feðga sem fara sam- an í ferðalag til Írlands í kjölfarið á fráfalli móðurinnar. Margt drífur á daga þeirra sem gaman er að fylgjast með en myndin tekur m.a. á áhrifum áfalla innan fjöl- skyldna og erfiðum sam- skiptum. Hátt í 20 íslenskar mynd- ir voru í bíó í fyrra sem hlýtur að vera nánast met, vonandi fara sem flestar á leigurnar nú í samkomubanni. Tvær bækur eru á náttborðinu, Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle sem mér finnst gott að grípa í en Eckhart bendir á ýmsar snjallar leiðir til þess að halda manni í núinu. Hin er bók Andra Snæs Magna- sonar, Um tímann og vatnið. Þetta er áhrifamikil bók; persónleg skrif hans um forfeður og fjölskyldu, samofið fróðleik, vangaveltum og staðreyndum um stöðu jarðarinnar, eiginlega skyldulesning. Mælt með í samkomubanni Bergmál Kvikmynd Rúnars er byggð á örsögum úr íslenskum hversdegi. Listrænar myndir og skyldulesning AFP Óskarsverðlaun Bong Joon-ho með eina af Óskarsverðlaunastyttum sínum fyrr á þessu ári en kvikmynd hans Parasite hlaut nokkrar slíkar. Hrönn Marinósdóttir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Stjórnendur jaðarlistahátíðarinnar Reykjavík Fringe eru ekki af baki dottnir og hafa tekið þá ákvörðun að halda hátíðina í sumar og sömu daga og áætlað var, eða 4.-12. júlí. Kórónuveirufaraldurinn hefur hins vegar breytt dagskránni og sniði hátíðarinnar töluvert, þar sem gert var ráð fyrir um 50 erlendum atrið- um með yfir hundrað listamönnum. Hefur þeim verið boðið að flytja at- riði sín með streymi milli landa á sérstakri Reykjavík Fringe-rás. Hvað innlend atriði varðar er bú- ist við því að hægt verði að flytja þau á sviði, þar sem samkomubanni hafi þá að öllum líkindum verið af- létt. Reykjavík Fringe fer fram í þriðja sinn nú í sumar og má á henni sjá hin ýmsu og ólíku list- og tjáningarform, m.a. leiklist, kabar- ett, ljósmyndasýningar, sirkus, dragg, málverkasýningar og uppi- stand. Áhersla er lögð á sköp- unargleði og nýstárleika og miða- verði er stillt í hóf, eins og segir í tilkynningu. Af þeim sem komið hafa fram á fyrri hátíðum má nefna uppistand- arana Hugleik Dagsson og Jono Duffy, Báru Halldórsdóttur sem sýndi innsetningu þar sem hún var lokuð inni í búri og Unni Elísabetu sem stóð fyrir danshátíðinni Ég býð mig fram. Um 250 Fringe-hátíðir eru haldn- ar víða um lönd og sú umfangs- mesta og þekktasta er án efa Edinborgarhátíðin sem hefur nú verið aflýst í fyrsta sinn í 73 ára sögu hennar. Dagskrá Reykjavík Fringe verð- ur kynnt er nær dregur hátíðinni á heimasíðu hennar RVKfringe.is. Hafa tekið vel í hugmyndina Stjórnandi hátíðarinnar, Nanna Gunnarsdóttir, er spurð að því hvort erlendu listamennirnir séu til í það fyrirkomulag að streyma atriðum sínum og segir hún marga hafa staðfest að þeir séu til í slaginn. Að- stæður listamanna og listhópa séu aftur á móti mismunandi, sumir hafi ekki komist í æfingahúsnæði til að æfa sýningar sínar og séu fyrir vikið ekki tilbúnir en flestir hafi þó tekið vel í streymishugmyndina, að fá tækifæri til að flytja verk sín eft- ir öðrum leiðum. En mun það ekki koma niður á miðasölu? „Við ætlum að nota Crowdcast og þá er hægt að leggja inn á listamennina beint,“ svarar Nanna. Það sé undir listamönn- unum komið hvort og hvernig sé greitt fyrir sýningar þeirra og verk. „Allur aðgangseyrir rennur til lista- manna hvort eð er þannig að það er undir þeim komið hvernig þeir haga þessu,“ útskýrir Nanna frek- ar, en hátíðin er rekin í sjálfboða- starfi. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á listamönnum og greiða þeim fyrir störf sín og listaverk. „Það munar um allt og sérstaklega fyrir sjálfstæða listamenn, sem eru flestir í aukastörfum,“ segir Nanna. Hljóðlaus diskólátbragðsleikur Íslensku listamennirnir ættu að geta sýnt verk sín, að því gefnu að samkomubanni hafi verið aflétt sem fyrr segir, og Nanna vekur athygli á því að hátíðin sé ekki fyrirferðar- mikil. „Við erum ekki að fara að safna saman tvö þúsund manns á einhverjum leikvangi heldur not- umst við við Iðnó, þannig að stærsta samkoman er kannski 200 manns og ef það er enn tveggja metra bann í gildi tökum við tillit til þess og hleypum færra fólki inn,“ segir hún. Eins og greint var frá í upphafi greinar er hátíðin tileinkuð jaðar- listum og má nefna sem dæmi um eina slíka hljóðlausan diskólát- bragðsleik og göngutúrsteiti sem listakonan Kimi Tayler stendur fyrir. Blaðamaður treystir sér ekki í frekari útskýringar á þeirri list. Mynd/Patrik Ontkovic Dragg Atriði með St. Edgar á Reykjavík Fringe í fyrra. Eins og sjá má voru gestir vel með á nótunum og skemmtu sér konunglega yfir tilþrifunum. Jaðarlistin heldur lífi  Reykjavík Fringe verður haldin í sumar með breyttu sniði  Erlendum listamönnum boðið að streyma atriðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.