Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 20

Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýjum áfanga í siglingasögu Íslend- inga var náð um páskana þegar grænlenska gámaskipið Tukuma Arctica kom í jómfrúarferð til Reykjavíkur. Þetta er stærsta kaup- skip sem hefur siglingaráætlun til Íslands. Það var ausandi rigning og drungalegt þegar Tukuma Arctica sigldi inn í Sundahöfn að morgni annars í páskum og lagðist að Kleppsbakka. Skipinu var vel fagn- að og tveir stærstu dráttarbátar Faxaflóahafna, Magni og Haki, fylgdu því til hafnar. Haki sigldi á undan og sprautaði sjó til himins til að fagna skipakomunni. Skipið lét svo úr höfn um kvöldið eftir að hafa verið losað og lestað og hélt í jómfrúarferðina til heimalandsins, Grænlands. Sem kunnugt er af fréttum sömdu Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line árið 2017 við tvær kínverskar skipasmíðastöðvar um smíði á þremur gámaskipum eftir sömu teikningu. Eimskip átti að fá fyrsta skipið afhent, en það hlaut nafnið Brúarfoss. Hins vegar varð það óhapp af ásrafall skipsins brann yfir og þurfti að fá nýjan sendan frá Þýskalandi. Þetta óhapp olli miklum töfum á afhendingu og grænlenska skipið var því afhent fyrst. Detti- foss, sem átti að verða seinna skip Eimskips, fór því framar í röðinu og er nýlega komið úr reynslusiglingu. Hið nýja skip, Tukuma Arctica er 180 metra langt eða næstum jafn langt og tveir fótboltavellir. Breidd- in er 31 metri. Það getur borið 2.150 gámaeiningar í hverri ferð. Sam- kvæmt erlendum upplýsingasíðum um kaupskip er stærð skipsins 2.169 brúttótonn. Skipin þrjú eru sér- staklega hönnuð fyrir aðstæður í Norður-Atlantshafi og uppfylla skil- yrði um siglingar á Polar code svæð- um, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna. Áætlað er að Tukuma Arctica muni sigla viku- lega á milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Skandinavíu. Nánast upp á dag fyrir ári, eða 17. apríl 2019, fengu Eimskip og Royal Arctic Line undanþágu frá Sam- keppniseftirlitinu um að fyrirtækj- unum væri heimilt að hefja sam- starf. Samstarfið er háð ákveðnum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið setti. Samstarfið byggist á vel þekktri aðferðafræði í alþjóðlegum skipa- flutningum, VSA (Vessel Sharing Agreement), þar sem félögin skipta með sér plássi í skipum sínum á sigl- ingaleiðinni, eins og fram kom í fréttum á sínum tíma. Með sam- starfinu tengist Grænland við al- þjóðlegt siglingakerfi Eimskips en með föstum vikulegum siglingum opnast tækifæri fyrir beinar teng- ingar Grænlendinga inn á alþjóða markaði. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line var stofnað árið 1993 og er alfarið í eigu grænlenska ríkisins. Það er með höfuðstöðvar í Nuuk og starfsmenn eru tæplega 800 talsins. Félagið annast siglingar innan Grænlands og við önnur lönd. Þótt Tukuma Arctica sé grænlenskt skip er það skráð í Árósum í Danmörku. Stærst skipa í Íslandssiglingum  Grænlenska skipið Tukuma Arctica kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur  Eimskip fær tvö eins skip Morgunblaðið/sisi Á Viðeyjarsundi Tukuma Arctica siglir inn að Sundahöfn að morgni annars í páskum. Þetta voru merk tímamót. Ljósmynd/Hjörtur Jónasson Sundahöfn Með því að bera saman skipið og bílana má sjá stærðina. Fyrra skip Eimskips, Dettifoss, fór nýlega í prufusiglingu í Kína. Gekk hún heilt yfir vel, segir Edda Rut Björnsdóttir, samskiptastjóri fé- lagsins. Nokkrir starfsmenn Eimskips hafa verið í Kína til að fylgjast með smíði skipanna tveggja og undir- búa heimsiglingu Dettifoss. Ellefu til viðbótar fara utan í vikunni. Myndin til hliðar er af brú Detti- foss sem er mikið flæmi, enda skipið rúmlega 30 metrar á breidd. Senda fleiri menn utan Brú Dettifoss Rúmt verður um menn. Nýjustu siglingatæki eru þar. Samgönguráðuneytið hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um að gera óháða úttekt á framkvæmdum við Landeyjahöfn. Úttektin er gerð í samræmi við þingsályktun frá því í desember þar sem tekið var fram að úttektin ætti að leiða í ljós hvort hægt væri að gera þær úrbætur á Landeyjahöfn að dýpkunarþörf minnkaði verulega eða hyrfi. Einnig hvers konar dýpkunaraðferðir væri best að nota, ef endurbætur þættu ekki gerlegar. Mannvit var með lægsta tilboð í örútboði Ríkiskaupa, rumar 8 millj- ónir með virðisaukaskatti. Stofan fékk einnig flest stig fyrir hæfni og reynslu, samkvæmt matslíkani Rík- iskaupa. Samgönguráðuneytið bindur von- ir við að hægt verði að ráðast strax í úrbætur, að úttekt lokinni. Brýnt sé að vandað verði til verka þegar aflað er svara um hvað þurfi að gera til að tryggja að Landeyjahöfn geti þjónað hlutverki sínu til fulls, segir í frétta- tilkynningu frá ráðuneytinu. Mannvit mun rýna þær rann- sóknir sem þegar hafa verið gerðar á Landeyjahöfn. Ráðuneytið vonast til að verkið nýtist til að tillögur um úr- bætur fáist en ekki er útlokað að frekari athuganir þurfi til að koma. Samið um úttekt á höfninni Allt um sjávarútveg Þurrkgrindur Innan- og utandyra Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is 60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg Verð kr. 7.960 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 9.850 100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg Verð kr. 10.980 3 stærðir Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Frí heimsending út apríl Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.