Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 54

Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 16. apríl 1971 Morgunblaðið greinir frá því að Hermann Gunnarsson sókn- armaður úr Val megi ekki leika með landsliði Ís- lands í knatt- spyrnu þegar það mætir Frakklandi í undankeppni Ól- ympíuleikanna í maímánuði. Ástæðan er sú að Hermann lék sem atvinnumaður í Austur- ríki tímabilið 1969-1970. 16. apríl 1977 Jóhannes Eðvaldsson verður annar íslenski knattspyrnu- maðurinn frá upphafi, á eftir Alberti Guð- mundssyni, til að hljóta meist- aratitil erlend- is þegar hann fagnar skoska meistaratitlinum með Celtic. Lið hans tryggir sér titilinn með því að sigra Hibernian, 1:0, og nær með því óverjandi forskoti á Rangers þegar fjór- um umferðum er ólokið. 16. apríl 1986 Ísland sigrar Skotland, 75:71, í öðrum leik sínum í C-riðli Evr- ópumóts karla í körfuknattleik í Laugardalshöll og er með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina. Pálmar Sigurðsson skorar 23 stig fyrir íslenska liðið og Val- ur Ingimundarson 14. 16. apríl 1996 „Þetta hefur gengið vel hingað til en ég held að þetta fari ekki vel saman til lengdar. Ég er orðin 18 ára og verð að fara að velja á milli,“ segir Sigríður Þorláksdóttir frá Ísafirði við Morgunblaðið eftir að hafa orðið þrefaldur Íslandsmeist- ari í alpagreinum í Hlíðarfjalli, í svigi, stórsvigi og alpatví- keppni. Hún er jafnframt leik- maður Stjörnunnar í knatt- spyrnunni. 16. apríl 2000 Guðjón Þórðarson stýrir Stoke City til sigurs á Bristol City, 2:1, í úrslitaleik bikarkeppni neðrideildarliða Englands í knattspyrnu frammi fyrir 75 þúsund áhorfendum á Wem- bley-leikvanginum í London. Brynjar Björn Gunnarsson, Arnar Gunnlaugsson og Bjarni Guðjónsson eru í liði Stoke, Bjarni á þátt í báðum mörk- unum og Arnar í því fyrra. 16. apríl 2010 Íslenska karlalandsliðið í ís- hokkíi nær sínum besta ár- angri til þess tíma þegar það tryggir sér bronsverðlaun í 2. deild heimsmeistaramótsins í Eistlandi. Ísland sigrar Ísrael, 6:2, í lokaleiknum þar sem Em- il Alengård skoraði fjögur markanna og lagði upp hin tvö. 16. apríl 2012 „Þetta er mesta afrekið mitt hingað til og einnig besta mót- ið mitt,“ segir Eygló Ósk Gúst- afsdóttir, sautján ára gömul sundkona úr Ægi, við Morgunblaðið eftir að hafa orðið sjöfaldur Íslandsmeistari í 50 metra laug og fengið að auki Forsetabikarinn fyrir besta afrek mótsins. Þá trygg- ir hún sér á mótinu keppn- isrétt á Ólympíuleikunum í London. Á ÞESSUM DEGI VETRARFÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Blandar Fylkir sér í toppbaráttuna á Íslandsmóti kvenna í fótboltanum í sumar? Eftir órofna sigurgöngu Árbæjarliðsins í vetur verður afar áhugavert að sjá hvort það getur mögulega náð besta árangri sínum á tímabilinu 2020, en Fylkir hefur aldrei náð lengra en í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar. Fylkir er með besta árangur allra liða í vetrarmótunum, raunar nán- ast þann sama og Breiðablik en með einum sigurleik meira. Hvort það er nægilegt veganesti til að ógna Val og Breiðablik mun tíminn leiða í ljós en á síðasta ári voru toppliðin tvö ósigrandi og fóru reyndar bæði ósigruð í gegnum Ís- landsmótið eftir tvö jafntefli sín á milli. Valskonur hrepptu meistara- titilinn með því að vinna alla hina sextán leikina á meðan eitt jafntefli í viðbót felldi Blikana. Þegar úrslit allra mótsleikja vetrarins eru tekin saman, í Bose- mótinu, Reykjavíkurmótinu, Faxa- flóamótinu, Kjarnafæðismótinu og svo Lengjubikarnum sem var stuttu byrjaður áður en öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar, kemur út eftirfarandi röð á fimm bestu liðum vetrarins. Í blaðinu á morgun skoð- um við síðan liðin sem eru í sjötta til tíunda sæti í „vetrardeild“ Íslands- móts kvenna. 1: Fylkir Fylkir er það lið sem kom mest á óvart í vetur, en liðið vann alla sjö mótsleiki sína. Árbæingar urðu Reykjavíkur- meistarar í fyrsta sinn og unnu alla fimm leikina á Reykja- víkurmótinu í janúar, Val 2:1 í leikn- um sem réð úrslitum og höfðu unnið tvo fyrstu leikina í A-deild Lengju- bikarsins þegar sú keppni var blásin af. Markatala Fylkis í þessum sjö leikjum er 22:1. Stefanía Ragn- arsdóttir skoraði flest markanna í vetur, fimm talsins, og þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níels- dóttir gerðu þrjú mörk hvor. Kjart- an Stefánsson er á þriðja ári sínu með Fylki, sem hefur fengið til sín hóp af ungum og efnilegum leik- mönnum, m.a. systurnar Kötlu Mar- íu og Írisi Unu Þórðardætur frá Keflavík og systurnar Evu Rut og Söru Dögg Ásþórsdætur sem komu frá HK/Víkingi og Aftureldingu. Fylkir missti hins vegar einn besta leikmanninn, Ídu Marín Hermanns- dóttur, til Vals. 2: Breiðablik Breiðablik vann alla móts- leiki sína í vetur, eins og Fylkir, sex talsins, og varð Faxaflóa- meistari einu sinni sem oftar með fullu húsi stiga. Blikar höfðu unnið tvo fyrstu leikina í Lengjubikarnum þegar keppni var hætt. Kópavogsliðið var með markatöl- una 35:3 í þessum sex leikjum. Kar- ólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði 8 mörk í vetur, Agla María Alberts- dóttir 7, Rakel Hönnudóttir 6 og Sveindís Jane Jónsdóttir 5. Sveindís var hins vegar með sam- tals 10 mörk í vetur því hún skoraði fimm mörk fyrir Keflavík í Bose- mótinu fyrir áramótin. Þorsteinn Halldórsson er á sjötta ári sínu sem þjálfari Breiðabliks og hefur styrkt hópinn í vetur. Auk Sveindísar kom Rakel Hönnudóttir heim úr atvinnumennsku hjá Read- ing á Englandi og þá komu þær Haf- rún Rakel Halldórsdóttir frá Aftur- eldingu og Vigdís Edda Friðriksdóttir frá Tindastóli. Lands- liðsframherjinn Berglind Björg Þor- valdsdóttir hefur verið í láni hjá AC Milan í vetur en ætti að snúa heim í Kópavoginn áður en Íslandsmótið hefst. 3: Valur Íslandsmeistarar Vals voru merkilega óstöðugir í vetur en unnu þó Bose-mótið fyrir áramót. Vals- konur töpuðu óvænt fyrir Fylki í Reykjavíkurmótinu og náðu því ekki þeim titli sem þær hafa nánast verið með í áskrift. Þá höfðu þær tapað óvænt fyrir Stjörnunni auk þess að bíða lægri hlut gegn erkifjend- unum í Breiða- bliki, 2:3, í Lengjubikarnum þegar keppninni var hætt. Valur var þó með sjö sigurleiki í vetrarmótunum en hins vegar fjóra tapleiki, og markatalan var 44:14. Guðrún Karit- as Sigurðardóttir var markahæst með 8 mörk, Hlín Eiríksdóttir gerði 7, Ída Marín Hermannsdóttir 7, Elín Metta Jensen 4 og Fanndís Friðriks- dóttir 4. Pétur Pétursson verður þriðja tímabil sitt með Valsliðið og byggir áfram á sama kjarna. Ída Marín kom frá Fylki og tvær aðrar ungar og efnilegar eru komnar á Hlíðarenda, þær Arna Eiríksdóttir frá HK/ Víkingi og Diljá Ýr Zomers frá Stjörnunni. Margrét Lára Viðars- dóttir er hins vegar hætt og munar um minna. 4: ÍBV ÍBV hafði að- eins mætt liðum úr neðri deild- unum þegar keppni var hætt, en Eyjakonur áttu þá eftir að spila fyrsta leik sinn í Lengju- bikarnum. Þær unnu B-riðil Faxaflóamótsins en það voru einu mótsleikir þeirra í vetur. ÍBV vann þar fjóra leiki og tapaði einum en markatalan var 17:4. Markahæstar voru Fatma Kara, Karlina Miksone og Olga Sevcova með fjögur mörk hver og Danielle Tolmais skoraði þrjú. Andri Ólafsson er tekinn við ÍBV, sem teflir fram gjörbreyttu liði. Sex nýir erlendir leikmenn eru komnir til Eyja, þar af þrjár lettn- eskar landsliðskonur, og til við- bótar m.a. tyrkneska landsliðs- konan Fatma Kara frá HK/Víkingi og markvörðurinn Auður Scheving frá Val. Auk erlendu leikmannanna sem áður voru hjá félaginu eru Sig- ríður Lára Garðarsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Clara Sigurð- ardóttir, Sesselja Líf Valgeirsdóttir og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir allar farnar frá Eyjum. 5: KR KR spilaði næstflesta leiki á undirbúnings- tímabilinu, níu talsins, en hafði aðeins leikið einn leik í B- deild Lengju- bikarsins þegar keppni var hætt. Þróttur er eina úrvalsdeildar- liðið sem KR vann – tvisvar. KR vann fimm af þessum níu leikjum en tapaði fjórum og marka- talan er 23:17. Katrín Ásbjörns- dóttir skoraði 6 mörk en Katrín Ómarsdóttir og Þórdís Hrönn Sig- fúsdóttir þrjú mörk hvor. Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við liði KR í júlí 2019 og hann hefur fengið talsverðan liðsauka í vetur. Þórdís Hrönn og Lára Krist- ín Pedersen eru komnar frá Þór/ KA, Kristín Erna Sigurlásdóttir frá ÍBV, Ana Victoria Cate frá HK/ Víkingi og svo er Katrín Ásbjörns- dóttir komin frá Stjörnunni, en hún var í barnsburðarleyfi 2019. Hins vegar fór Betsy Hassett í Stjörn- una og þær Gloria Douglas og Grace Maher eru báðar horfnar á braut. Blandar Fylkir sér í topp- baráttuna?  Árbæjarliðið og Blikakonur unnu alla mótsleiki sína í vetur  Íslandsmeist- ararnir í Val töpuðu fjórum leikjum  Nánast nýtt lið í Vestmannaeyjum Guðrún Karitas Sigurðardóttir Stefanía Ragnarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Fatma Kara Katrín Ásbjörnsdóttir Morgunblaðið/Hari Ósigruð Fylkir og Breiðablik unnu alla mótsleiki sína í vetur. Lárus Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þórs frá Þorláks- höfn í körfuknattleik og samið við félagið til þriggja ára. Hann hefur þjálfað lið Þórs á Akureyri undan- farin tvö ár en tilkynnt var í fyrra- kvöld að hann væri hættur störfum þar og á leiðinni suður. Akureyrarliðið komst upp í úr- valsdeildina undir stjórn Lárusar vorið 2019 og náði að halda sæti sínu þar eftir að ákveðið var að að- eins eitt lið myndi falla í ár. Í Þor- lákshöfn tekur hann við af Friðriki Inga Rúnarssyni. Frá Akureyri til Þorlákshafnar Ljósmynd/Þórir Tryggvason Fluttur Lárus Jónsson hefur samið við Þór Þ. til þriggja ára. Handknattleiksmennirnir Bergur Elí Rúnarsson frá Fjölni og Birgir Steinn Jónsson frá Stjörnunni eru komnir til liðs við Gróttu, sem verður nýliði í úrvalsdeild karla næsta vetur. Þeir voru samherjar hjá Fjölni í deildinni á nýliðnu tímabili en Birgir var þar sem lánsmaður seinni hluta vetrar. Bergur er 25 ára örvhentur hornamaður og skoraði 47 mörk í 17 leikjum fyrir Fjölni í deildinni í vetur og Birgir, sem er 21 árs skytta, skoraði 29 mörk í fimm leikjum eftir áramótin. Grótta fær tvo úr liði Fjölnis Ljósmynd/Grótta Grótta Birgir Steinn Jónsson var drjúgur með Fjölni eftir áramót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.