Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Hugmyndin að sjampóikom þannig til að viðvildum framleiða vörusem myndi stuðla að
umhverfisvænni hegðun mannfólks í
hversdagsleikanum. Á hverju heim-
ili nota allir sem þar búa sjampó á
hverjum degi og þess vegna eru
margir sjampóbrúsar úr plasti á
hverju einasta heimili. Við ákváðum
því að framleiða sjampó í föstu
formi og í umhverfisvænum umbúð-
um,“ segja þau Solveg Nordal, Rak-
el Helga Rögnvaldsdóttir, Sandra
Júlía Matthíasdóttir, Sigrún Vern-
harðsdóttir, Ásgeir Örn Jóhannsson
og Thelma Líf Olsen, sem öll eru á
viðskiptafræðibraut í Verzlunar-
skóla Íslands. Sjampógerð þeirra er
hluti af verkefni í skólanum í frum-
kvöðlafræði og snýst um að stofna
fyrirtæki, framleiða vöru og sinna
öllu því sem framleiðslan krefst.
„Við fórum af stað um jólin með
að kasta á milli okkar hugmyndum
og varan okkar, sjampóið undir
vöruheitinu Vösk, kom á markað
fyrir nokkrum dögum, í miðjum
COVID-faraldri. Það hefur verið
mjög lærdómsríkt, því við höfum
fyrir vikið ekki öll getað hist eins oft
og við hefðum viljað. En salan fer
alfarið fram í gegnum samfélags-
miðla, svo það kemur ekki að sök í
að koma sjampóinu á framfæri. Sal-
an gengur mjög vel, við settum
fyrsta skammt í forsölu af stað á
miðnætti og það var uppselt þegar
við vöknuðum að morgni. Við þurft-
um því strax að búa til meira sjampó
og skrá fólk á biðlista.“
Prófuðu á sínu eigin hári
Til að finna út úr því hvernig
búa skuli til sjampó í föstu formi,
leituðu þau upplýsinga á netinu.
„Við byrjuðum á að skoða
hvaða hráefni við þyrftum til að búa
til sjampó í föstu formi, en við höf-
um í þessu ferli verið í miklu og
góðu sambandi við Ólaf Árna Hall-
dórsson sem á sápufyrirtæki í
Keflavík. Við höfum keypt efni af
honum, ilmolíur og fleira, og hann
hefur verið okkar helsta hjálp við
þetta verkefni og að finna góða
formúlu fyrir sjampóið.“
Tókst þetta strax í fyrstu til-
raun, þegar þið blönduðuð saman
efnunum?
„Nei, og í raun hefur mestur
tími farið í að finna hina fullkomnu
formúlu. Við höfum þurft að gera
allskonar prufustykki og það tekur
líka ákveðinn tíma að sjá hvort
stykkið sé nógu gott. Við höfum
prófað allar prufur á okkar eigin
hári,“ segja þau og hlæja.
„Við erum búin að læra hvernig
olíurnar virka og þannig höfum
smámsaman þróað betri formúlu.
Við vorum í samskiptum við Sjávar-
klasann í tengslum við verkefnið og
þá fengum við hugmyndina að því að
vera með kollagen í sjampóinu, af
því að kollagen styrkir bæði húð og
hár. Við fengum kollagen gefins hjá
Sjávarklasanum og hjá fyrirtækinu
Feel-Iceland.“
Hjálpar að vera góðir vinir
Þegar sex einstaklingar stofna
saman fyrirtæki þá reynir það á
samskiptin og það þarf að skipta
með sér verkum. Ekki aðeins þarf
að búa til sjampóið, heldur hanna og
búa til umbúðir, kynna vöruna, gera
fjárhagsáætlun, selja, halda utan
um pantarnir, pakka og senda.
„Við höfum lært ótrúlega mikið
af þessu um hvernig á að hafa sam-
skipti við svona vinnu. Við gáfum
okkur titla í upphafi en víxluðum
sumum þeirra, því við komumst að
ólíkum kostum hvers og eins. Þann-
ig varð hönnunnarstjóri til dæmis að
framkvæmdastjóra. Við höfum líka
lært hvað jákvæðni skiptir miklu
máli í samvinnu og við höfum látið
það ráða för í gegnum allt þetta
ferli. Vissulega voru tímabil þar sem
hefði verið auðveldara að hætta, en
það hjálpar til að við erum öll mjög
góðir vinir. Við höfum lært um
styrkleika hvers og eins og eftir því
sem leið á vinnuferlið þá kunnum
við betur á hvert annað.“
Allir tilbúnir að leggja lið
Þau segjast vera afar þakklát
Verzló fyrir að hafa gefið þeim þetta
tækifæri til að framkvæma það sem
þau hafa verið að læra um í skólan-
um.
„Að fá að reyna á eigin skinni að
stofna fyrirtæki, er dýrmæt reynsla.
Við höfum verið með gott bakland og
auðvitað fengið mikla hjálp frá kenn-
urum sem og annars staðar. Okkur
kom skemmtilega á óvart hvað allir
voru almennilegir sem við leituðum
til, og voru til í að leggja okkur lið.
Fyrir það erum við þakklát. Okkur
kom líka á óvart hversu flókið það
getur verið að finna rétta formúlu
fyrir sjampó í föstu formi, gríðarlega
margar tilraunir eru að baki því að
ná þeirri fullkomnun sem við teljum
okkur hafa náð.“
Stefna að því að halda áfram
Þegar þau eru spurð út í nafnið
Vösk, segja þau það hafa komið til
af persónulegum ástæðum.
„Gömul vinkona okkar átti tík
sem hét Vösk, en þar fyrir utan
fannst okkur það passa vel út af
tvennskonar merkingu orðsins, að
þvo (vöskun) og að vera rösk. Við
vildum hafa stutt, hnitmiðað ís-
lenskt orð með sér íslenskum staf, í
þessu tilviki ö. Þess vegna fannst
okkur Vösk vera fullkomið nafn.“
Þau segjast eiga að halda áfram
að vera með vöruna á markaði þar
til þau gera lokaskýrslu, og sam-
kvæmt fyrirmælum frá skólanum
eiga þau að selja upp það magn sem
þau hafa framleitt af sjampói.
„Okkur langar að reyna að
halda þessu áfram, við stefnum á að
þróa betri hugmyndir og auka vöru-
úrvalið hjá okkur.“
Góður ilmur Ásgeir þefar af einu sjampóstykki og gantast eitt-
hvað, ef marka má viðbrögð þeirra Söndru og Rakelar.
Vösk Umhverfisvænu umbúðirnar utan um sjampóstykkið vísa
til náttúruverndar, teikning af fossi sem fellur fram af fjalli.
Sjampógerð Solveig og Rakel blanda efnum í pott til að búa til
sjampó, Thelma Líf fylgist með og Sandra kemur aðvífandi.
Kunnum núna betur á hvert annað
Þegar sex einstaklingar
stofna saman fyrirtæki
þá reynir það á sam-
skiptin. „Við höfum lært
hvað jákvæðni skiptir
miklu máli í samvinnu,“
segja sexmenningarnir
úr Verzló sem framleiða
sjampó í föstu formi.
Morgunblaðið/Eggert
Frumkvöðlafræði Hér eru saman komin við sápugerðina þau sem standa að Vösk, Sigrún Vernharðsdóttir, Ásgeir
Örn Jóhannsson, Sandra Júlía Matthíasdóttir, Solveg Nordal, Rakel Helga Rögnvaldsdóttir og Thelma Líf Olsen.
Þeir sem áhuga hafa á að prófa
sjampóið Vösk geta nálgast það á
Instagram undir heitinu @voskhair,
og á Facebook undir heitinu Vösk.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Gelísprautun
Greiddu fyrir meðferð í dag og nýttu þér tilboðið hjá okkur.
Bókaðu og nýttu meðferðina þegar hentar þér best!
Náttúruleg fylling í varir,
kinnbein, höku og línur
APRÍL
TILBOÐ
30%
afsláttur