Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 26

Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 16. apríl 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 141.38 142.06 142.47 Sterlingspund 174.77 175.61 178.58 Kanadadalur 99.37 99.95 102.34 Dönsk króna 20.736 20.858 20.891 Norsk króna 13.517 13.597 13.802 Sænsk króna 13.972 14.054 14.208 Svissn. franki 146.4 147.22 147.84 Japanskt jen 1.3019 1.3095 1.3253 SDR 192.94 194.08 194.93 Evra 154.87 155.73 155.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.6266 Hrávöruverð Gull 1715.85 ($/únsa) Ál 1456.0 ($/tonn) LME Hráolía 32.25 ($/fatið) Brent ● Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið hefur samið að nýju við Ice- landair Group um flug til Evrópu og Bandaríkjanna á tímabilinu milli 15. apr- íl og 5. maí. Með því leggur ríkissjóður félaginu til fjármuni til að halda úti flugi til Boston, Lundúna og Stokkhólms yfir fyrrgreint tímabil og er um að ræða 16 ferðir eða 32 flugleggi. Um er að ræða 6 flugferðir til og frá Boston, 7 til og frá Lundúnum og þrjár flugferðir til og frá Stokkhólmi. Hámarkskostnaður ríkisins af þessum samningi verður 100 millj- ónir en mögulegar tekjur Icelandair af fluginu koma til lækkunar greiðslunum. Er samningnum m.a. ætlað að tryggja að íslenskir ríkisborgarar, sem staddir eru erlendis, geti fundið sér leið heim. Sama ráðuneyti hefur nú samið við Ice- landair um reglulegar flugsamgöngur milli Reykjavíkur, Egilsstaða og Ísafjarð- ar til og með 5. maí. Mikill samdráttur hefur orðið í innanlandsflugi vegna kór- ónuveirunnar og ef ekki hefði komið til samkomulagsins hefði flug milli þess- ara staða lagst af. Ríkið greiðir á há- marki 13 milljónir vegna samningsins. Mögulegar tekjur félagsins af fluginu munu lækka framlag ríkissjóðs. Flug- félaginu er hins vegar heimilt að annast vöruflutninga í ofangreindum ferðum. Gerð var verðkönnun hjá þremur flug- rekendum áður en gengið var til samn- inga við félagið. Ríkissjóður tryggir áfram flugsamgöngur STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Forsvarsmenn stóru verslanamið- stöðvanna á höfuðborgarsvæðinu, Kringlunnar og Smáralindar, segja að tekið sé að birta til í rekstrinum, eftir erfiða tíma síðustu vikur. Tinna Jóhannsdóttir, markaðs- stjóri Smáralindar, segir í samtali við Morgunblaðið, spurð að því hvort einhverjum verslunum hafi verið lokað tímabundið vegna kór- ónuveirunnar, að tekist hafi að halda flestu opnu. „Það eru engar fata- verslanir lokaðar,“ segir Tinna. Hinsvegar séu verslanir símafyrir- tækjanna lokaðar sem dæmi, auk nokkurra veitingastaða. „Staðan er bara mjög góð, og við stöndum keik.“ Spurð að því hvernig hafi tekist að halda starfseminni gangandi jafn vel og raun ber vitni segir Tinna að þeim hafi tekist að halda í jákvæðn- ina. „En auðvitað hafa þjónustuað- ilar margir stytt afgreiðslutíma sinn. Það horfa líka margir fram á tekju- minnkun, sem fylgir til dæmis því að það eru engar fermingar og útskrift- ir. Því er fólk ekki að dressa sig upp eins mikið eða kaupa gjafir. Þessir viðburðir verða vonandi haldnir síð- ar á árinu í staðinn.“ Tinna segir að tilvonandi slökun á samkomubanni 4. maí nk. sé farin að hafa jákvæð áhrif. „Ég held að það sé extra mikil jákvæðni núna þegar tilslakanir eru handan við hornið. Svo er sumardagurinn fyrsti í næstu viku og það hefur líka áhrif á líðan fólks almennt. Jákvæðnistuðullinn rýkur upp.“ Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, tekur í sama streng og Tinna. „Þetta er að þróast til betri vegar. Það er bjart- ara yfir aðsóknartölum. Það voru sjáanleg batamerki fljótlega upp úr síðustu mánaðamótum.“ Náðu botninum í lok mars Sigurjón segir að auðvitað hafi Kringlan horft fram á mikið hrap í aðsókn í ljósi aðstæðna. „Við geng- um í gegnum erfiða daga og náðum botninum í lok mars. Á laugardaginn síðasta var hinsvegar 33% aukning í aðsókn frá laugardeginum á undan.“ Hann segir að það birti yfir þegar kaupmenn sjái meira líf í húsinu og fleiri bíla á bílastæðinu. Eins og Sigurjón útskýrir þá hætti Kringlan snemma í ferlinu að krefjast þess af verslunum að allir hefðu opið á sama tíma. Þá greip verslanamiðstöðin til þess ráðs að loka á sunnudögum. Nú er hinsveg- ar að verða breyting þar á og Kringlan verður opin frá klukkan 13-17 næsta sunnudag. Aðspurður segir Sigurjón að þeir aðilar sem hafi lokað tímabundið séu í dag telj- andi á fingrum annarrar handar. „Frávikið frá þessu eru svo veitinga- staðirnir, en flestir veitingastaðanna sem nota sameiginlega rýmið á Stjörnutorgi hafa lokað, vegna samkomubannsins. Ég held að þeir geti allir, að hluta til a.m.k., opnað aftur hinn 4. maí.“ Sigurjón segir að það muni vinna með Kringlunni í þessum þrenging- um ef Íslendingar verði heima á næstu mánuðum og ferðist lítið til útlanda. Bjartara framundan í Smáralind og Kringlunni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tómlegt Svona var umhorfs í verslanamiðstöðinni Smáralind í mars. Sömu sögu var að segja af Kringlunni.  33% fjölgun gesta í Kringlunni milli laugardaga  Opna á sunnudögum Sigurjón Örn Þórsson Tinna Jóhannsdóttir Landsbanki Íslands (LÍ) lækkaði í fyrradag vexti af íbúðalánum. Bank- inn rökstuddi ákvörðunina m.a. með vaxtalækkun Seðlabankans og lækk- un bankaskatts. Eftir lækkunina býður bankinn jafnvel lægri vexti en lífeyrissjóðirn- ir, sem ekki hafa greitt bankaskatt og í krafti lægri vaxta aukið hlut- deild sína í bein- um útlánum. Spurður hvort sjóðurinn þurfi því að lækka vextina til að halda samkeppnisforskotinu segir Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðs- ins, að sér virðist sem LÍ bjóði nú svipaða vexti og sjóðirnir. Horfa til ýmissa þátta „Almennt gefa vaxtabreytingar hjá einstökum aðila ekkert sérstakt til- efni til að endurskoða vexti og láns- kjör. Ákvörðun um vexti er að jafnaði tekin einu sinni í mánuði og þá eru þeir þættir sem mynda vextina metn- ir sjálfstætt. Í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort aðstæður gefi til- efni til breytinga. Við ákvörðun vaxta og vaxtabreytinga er einkum horft til vaxta á markaði, vaxtakjara á sam- bærilegum lánum, verðbólguspár og fleira. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta iðgjöld sjóðfélaga og við það verkefni verðum við að taka tillit til þeirra vaxta sem gilda á markaði hverju sinni,“ segir Gunnar. Undir hverjum og einum komið Spurð um vaxtamálin segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, að vextir íbúðalána séu mat hvers og eins sjóðs. Það bjóði ekki allir sjóðsfélagalán. „Sjóðirnir eru í samkeppni og fjár- festingastefna þeirra er ólík. Þeir eru með ólíka sjóðsfélagahópa og ólíkar skuldbindingar og meta aðstæður til samræmis við hagsmuni sinna sjóðs- félaga. Sjóðsfélagalánin og vextirnir eru endurskoðuð með reglulegu milli- bili. Það er erfitt að alhæfa um hvern- ig lífeyrissjóðirnir muni bregðast við. Við vitum hins vegar að vextir hafa verið að lækka og það kæmi frekar á óvart ef það yrði farið í vaxtahækk- anir,“ segir Þórey. Spurð hvort hlut- deild sjóðanna í íbúðalánum sé komin til að vera bendir hún á að þeir hafi alltaf verið umsvifamiklir í íbúða- lánum í gegnum fjármögnun hús- næðismarkaðar. baldura@mbl.is Sjóðirnir meta vaxtakjör lána  Taka stöðuna eftir vaxtalækkun LÍ Gunnar Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.