Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
AF KVIKMYNDUM
Brynja Hjálmsdóttir
hjalmsdottir@gmail.com
Meðan bíóin eru lokuð þarfkvikmyndaáhugafólk aðleita annarra leiða til að
njóta góðra bíómynda. Fyrir kröfu-
harða bíófíla má mæla með streymis-
veitunni MUBI, sem sérhæfir sig í
gæðakvikmyndum. MUBI virkar
þannig að á hverjum degi bætist við
ný mynd og ein mynd dettur út. Því
eru alltaf um það bil 30 myndir að-
gengilegar hverju sinni, sem er tölu-
vert minna úrval en á stórum veitum
eins og Netflix eða Amazon Prime,
en aftur á móti gerir það valið mikið
auðveldara. Hver kannast ekki við að
fletta í gegnum úrvalið á veitunum
tímunum saman og geta ekki ákveðið
hvað á að glápa á? Á MUBI er þessi
vandi úr sögunni.
Þótt MUBI sérhæfi sig í listræn-
um kvikmyndum er úrvalið síður en
svo einsleitt, þarna má finna nýjar
evrópskar myndir í bland við sígildar
Hollywood-myndir, tilraunakenndar
stuttmyndir, asísk meistaraverk og
forvitnilegar heimildarmyndir. Og
olnbogabarn kvikmyndalistarinnar,
költ-myndin, er svo sannarlega ekki
skilin út undan.
Undanfarið hafa költmyndir
bandarísku kvikmyndasamsteyp-
unnar Troma verið í brennidepli á
MUBI og vinsælustu myndir fyrir-
tækisins verið aðgengilegar á veit-
unni. Áskrifendum gefst því einstakt
tækifæri til að kynna sér verk Troma
Entertainment, einhvers undarleg-
asta fyrirbæris í bandarískri kvik-
myndamenningu.
En hvað er Troma?
Troma er sjálfstætt framleiðslu-
og dreifingarfyrirtæki. Það var
stofnað í New York árið 1974 af
Lloyd Kaufman og Michael Herz og
er langlífasta sjálfstæða kvikmynda-
verið í Bandaríkjunum. En Troma er
ekki bara fyrirtæki; það má halda því
að fram að Troma sé samnefnari fyr-
ir ákveðna fagurfræði og róttæka
sýn á kvikmyndagerð.
Troma-myndir eru gáskafullar
braskmyndir (e. expoitation films) og
yrkisefni þeirra eru í flestum til-
fellum kynlíf, hryllingur og ofbeldi.
Martraðaverksmiðjan Troma
Eitraður Slagorð The Toxic Avenger hljómar svo: „Hann var 98 punda
gegnheill nörd, áður en hann varð … Eitraði hefnandinn!“ og má hér sjá
stillu úr þeirri merku kvikmynd fyrirtækisins Troma.
Myndunum er ætlað að höfða til
yngra fólks, sem er sá hópur sem
helst sækir kvikmyndahús. Andstætt
því sem gengur og gerist í indí-
kvikmyndagerð, þar sem áherslan er
gjarnan á frumleika, eru Troma-
myndir mjög áþekkar. Margar eiga
þær sér stað í skáldaða bænum
Tromaville í New Jersey og sömu
sviðsmyndir og leikmunir eru notuð í
fjölda mismunandi mynda, auk þess
sem leikarahópurinn er oft sá sami.
Í Troma-myndum er allt ýkt,
leikurinn, litirnir, blóðið og kvik-
myndatakan. Þess vegna er nærtæk-
ast að lýsa hinni trómísku fagurfræði
sem kampi. Kamp er stefna í listum
sem gengur út á að ýkja raunveru-
leikann, ganga fram af fólki og finna
fegurð í smekkleysi. Þá er kampið
nátengt hinsegin heiminum og hefur
löngum verið farvegur fyrir hinsegin
raddir. Grundvallar kamp-bíómyndir
eru til dæmis Rocky Horror Picture
Show og allar myndir eftir John Wa-
ters.
Í Bandaríkjum Norður-Ameríku,
vöggu kvikmyndagerðar, telst hin
„trómíska“ aðferðarfræði ansi rót-
tæk og ekki bara af því að myndirnar
sjálfar eru sjokkerandi. Fyrirtækið
hefur sama markmið og stóru kvik-
myndaverin, að gera vinsælar bíó-
myndir. Troma gjörsamlega elskar
vinsældir, sem sést t.d. á því að þegar
mynd gengur vel eru gerðar enda-
lausar framhaldsmyndir. Þetta dreg-
ur í sjálfu sér dám af Hollywood, sem
gerir slíkt hið sama og sést t.a.m. í
þeirri holskeflu ofurhetjumynda sem
draumaverksmiðjan dælir út um
þessar mundir. Myndir í martraða-
verksmiðju Troma eru hins vegar
alltaf gerðar fyrir lítinn pening af
hópi fólks sem hefur ástríðu fyrir
svona kvikmyndagerð og gerir engar
málamiðlanir þegar kemur að því að
framfylgja sinni sýn. Fyrst og fremst
er myndunum ætlað að skemmta og
þær sanna að það þarf meiri ástríðu
en fjármagn til að búa til fjöruga bíó-
mynd.
Stórvirkin
Fyrsta stórvirki Troma kom út ár-
ið 1985, hin rómaða The Toxic
Avenger. Myndin fjallar um Melvin,
væskilslegan pilt sem vinnur við
ræstingar í vinsælli líkamsræktar-
stöð. Fastagestir líkamsræktar-
stöðvarinnar eru sólbrúnir, stæltir
og glæsilegir, annað en Melvin, sem
er náfölur og einfeldningslegur gler-
augnaaumingi. Allir gera gys að hon-
um og verstu eineltisseggirnir er
hópur vöðvastæltra glæpaung-
menna, sem leggja stund á hið vafa-
sama áhugamál að keyra yfir lítil
börn. Fyrir þeirra tilstilli verður
Melvin fyrir því óláni að steypast of-
an í stóra tunnu af geislavirkum úr-
gangi. Þetta reynist vera lán í óláni,
svona þannig lagað, því að Melvin
stökkbreytist í fílefldan og afmynd-
aðan kraftakarl. Með nýju kröft-
unum er hann því fullfær um að ná
sér niðri á öllum óþjóðalýð bæjarins
og hann tekur til óspilltra málanna
með tilheyrandi blóðsúthellingum.
The Toxic Avenger var fylgt eftir
með fjölmörgum framhalds- og af-
leiðumyndum og er Eitraði hefnand-
inn, eða Toxie eins og hann er kall-
aður í daglegu tali, yfirlýst lukkudýr
samsteypunnar.
Aðrar vinsælar myndir frá Troma
eru Mother’s Day, Class of Nuke
‘Em High og Tromeo & Juliet. Sú
síðastnefnda er, eins og gefur að
skilja, trómísk endurskoðun á sígildu
leikriti Shakespeare. Rómeó og Júlía
reynist falla afar vel að trómískri
fagurfræði, því sagan er nú þegar full
af losta og ofbeldi, það þarf bara að
skrúfa allt upp í ellefu, krydda með
sifjaspelli og breyta endinum til að
ná æskilegum niðurstöðum.
Dragið fram poppið
Þegar þetta er ritað eru Troma-
myndirnar Tromeo & Juliet og
Bloodsucking Freaks aðgengilegar á
MUBI og ég treysti því að lesendur
næli sér í áskrift og horfi á þessar
ræmur áður en þær detta út af veit-
unni. Þeir sem gerast áskrifendur að
fréttabréfi kvikmyndahússins Bíó
Paradís fá frían aðgang í þrjá mánuði
að MUBI. Hægt er að skrá sig á
póstlista á bioparadis.is.
»Rómeó og Júlíareynist falla afar vel
að trómískri fagurfræði,
því sagan er nú þegar
full af losta og ofbeldi,
það þarf bara að skrúfa
allt upp í ellefu, krydda
með sifjaspelli og breyta
endinum til að ná æski-
legum niðurstöðum.
Þjóðminjasafnið leitar eftir liðsinni
almennings við að svara spurn-
ingaskrá um daglegt líf fólks á
meðan á kórónuveirufaraldrinum
stendur og segir í tilkynningu að
mikilvægt sé að safnað verði slíkum
heimildum um reynslu fólks og
upplifanir. Er fólk hvatt til þess að
svara spurningalista á sarpur.is/-
Svarsnid/Grunnupplysingar.-
aspx?SpurningaskraID=2040476. Í
tilkynningunni segir að hér gefist
fólki einstakt tækifæri til að skrá
minningar sínar og þær verði varð-
veittar í gagnagrunninum Sarpi og
öllum opnar en nöfn heimildar-
manna birtist ekki.
Fólk hvatt til að
deila minningum
Berklapróf Skimun fyrir berklum í Mið-
bæjarskóla í Reykjavík um 1950-1960.
Ljósmynd/Þjóðminjasafnið
Borgarskjalasafn biðlar til Reykvík-
inga að ljósmynda og skrá niður
upplifun sína, reynslu og tilfinning-
ar á þessum óvenjulegu tímum far-
sóttar og samkomubanns og senda
safninu til varðveislu sem innlegg í
sögu borgarinnar og áhrif veirunn-
ar á líf og störf borgarbúa, skv. til-
kynningu frá safninu. Segir þar að
persónuleg upplifun hvers og eins
myndi mikla sögu með ljósmyndun
eða skráningu og áhugavert sé að fá
frásagnir af lífi fólks á þessum tím-
um um hvað hafi breyst og hvernig
sé að upplifa tíma sem þessa.
Þeir sem vilja senda inn texta og
myndir geta gert það með skila-
boðum á Facebook-síðu safnsins eða
með tölvupósti á borgarskjala-
safn@reykjavik.is. Einnig má senda
ljósmyndir og texta með Wetransfer
og gjarnan mega fylgja upplýsingar
um efnið, m.a. nafn viðkomandi og
annað sem sendanda dettur í hug.
Tilgreina þarf ef takmarka á að-
gang að efninu eða ef nafn send-
anda á ekki að koma fram við birt-
ingu.
Borgarskjalasafn
óskar eftir efni
Verk eftir Maurice Ravel, Jacques
Ibert og Antonín Dvorák eru á
efnisskrá tónleika Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands í kvöld kl.
19.30 sem sendir verða út á RÚV 2
og í streymi á vefnum sinfonia.is.
Um er að ræða upptöku frá tón-
leikum hljómsveitarinnar sem fram
fóru 7. apríl 2016. Þar lék Emilía
Rós Sigfúsdóttir einleik í Flautu-
konsert eftir Ibert auk þess sem
sveitin lék Rhapsodie espagnole
eftir Ravel og Sinfónía nr. 8 eftir
Dvorák undir stjórn spænska
hljómsveitarstjórans Antonios
Méndez, sem þrátt fyrir ungan ald-
ur hafði þá þegar stjórnað mörgum
nafntoguðum hljómsveitum í Evr-
ópu og Bandaríkjunum.
Á vef Sinfóníunnar er flautu-
konsert Ibert lýst sem glaðværu og
glæsilegu verki og á það minnt að
Emilía hafi hlotið frábæra dóma hjá
hinu virta tónlistartímariti Gramo-
phone fyrir geisladisk sinn Portrait
sem út kom árið 2015.
Ánægð Emilía Rós Sigfúsdóttir á tón-
leikum með Sinfóníuhljómsveitinni 2016.
Emilía Rós leikur
konsert eftir Ibert
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Leikritið And Björk of course…
eftir Þorvald Þorsteinsson heitinn
verður leiklesið í beinu streymi
Borgarleikhússins í kvöld kl. 20.
Verkið var upphaflega frumsýnt á
Nýja sviði Borgarleikhússins 7.
apríl 2002 í leikstjórn Benedikts
Erlingssonar. „And Björk of
course… virkar á mörgum plönum.
Það er andstyggilega fyndin úttekt
á naflaskoðunar- og sjálfshjálpar-
kúltúrnum, smásmyglisleg skýrsla
um getuleysi í mannlegum sam-
skiptum, drephlægileg háðsglósa
um mikilmennskuminnimáttar-
kennd Íslendinga, hroðalegur
vitnisburður um siðferðilega tóm-
hyggju,“ skrifaði Þorgeir Tryggva-
son um sýninguna á sínum tíma.
Streymið má nálgast á vef leikhúss-
ins, borgarleikhus.is, og á Youtube-
rás leikhússins.
Frumsýning Leikskáldið Þorvaldur Þor-
steinsson og leikstjórinn Benedikt Erlings-
son skömmu fyrir frumsýninguna 2002.
And Björk of
course… leiklesið
Morgunblaðið/Golli