Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 4

Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI Sigurður Bogi Sævarsson Skúli Halldórsson Síðdegis í gær voru staðfest smit af kórónuveirunni orðin samtals 1.727 og hafði þá fjölgað um sjö á einum sólarhring. Mun fleiri hafa náð bata en eru með virkt smit. Alls 34 liggja á spítala vegna kórónuveirunnar, þar af átta á gjörgæslu. Aðrir átta eru látnir af völdum sjúkdómsins, að því er fram kom á daglegum upplýs- ingafundi almannavarna og heil- brigðisyfirvalda. Hagfelld þróun „Tölurnar eru allar niður á við,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sem minnti á að þrátt fyrir þessa hagfelldu þróun mætti næstu vikur og mánuði búast við einstaka sýkingum og hugsanlega hópsýking- um. Mikilvægt væri því að fara hægt við afléttingu hamla sem gilt hafa undanfarið vegna veirunnar. Á næstu dögum sendir sóttvarnalækn- ir heilbrigðisráðherra tillögur um þær hömlur sem verða á ferðum fólks til og frá landinu á næstunni. Um ferðatakmarkanirnar nefndi Þórólfur Guðnason að öðrum fremur hefðu íslenskir ferðamenn borið sýk- ingu kórónuveirunnar til landsins. Slíkt vildi hann ekki að gerðist aftur og því væri varúðar þörf. Álagið á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar er í rénun og faraldurinn á niðurleið, sagði Þórólfur. Mikilvægt væri þó að viðhafa áfram varúðarráðstafanir svo sem tveggja metra fjarlægð milli manna og almenna smitgát, svo sem handþvott. Ella væri hætta á nýjum hópsýkingum. Á lygnari sjó Alma Möller landlæknir sagði á fundinum í gær að innan tíðar hæf- ust að nýju á heilbrigðisstofnunum ýmsar þær aðgerðir sem hafa beðið að undanförnu vegna forgangsröð- unar með tilliti til kórónuveirufar- aldursins. Svigrúm til slíks væri að myndast nú. „Nú virðist sem við séum komin á lygnari sjó,“ sagði Alma sem bætti við að alltaf hefði verið reiknað með að toppur í sjúkrahúsinnlögnum vegna sjúkdómsins kæmi nokkru á eftir hámarki nýgreininga á veir- unni. Ætla mætti að álagið á sjúkra- húsunum yrði mest í kringum næstu helgi, en svo færi að fjara út. Þá kom fram í máli landlæknis að í næstu viku yrðu kynntar tillögur um til- slakanir á heimsóknabanni á hjúkr- unarheimilum sem mörgum hefði reynst þungbært. Fullt af stökkbreytingum „Þessi veira er skringileg skepna með fullt af stökkbreytingum,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), á upplýsinga- fundinum í gær. Hann vísaði þar til niðurstaðna sem komið hafa í ljós við greiningu kórónuveirunnar á Ís- landi. Þegar vísindamenn í fyrirtæki hans hófu skimun hér á landi hefðu sjónir beinst að fólki sem var að koma úr skíðaferðum í Austurríki, en á sama tíma hefðu smit einnig borist frá Bretlandi. Það væri svo beinlínis ótrúlegt að tekist hefði að rekja uppruna allra kórónuveiru- smita á Íslandi, utan átta. Vísindamenn ÍE og samstarfsfólk þeirra hjá landlæknisembættinu og Landspítalanum birtu í gær grein í bandaríska læknatímaritinu New England Journal of Medicine, sem byggist á rannsókn á útbreiðslu kór- ónuveirunnar á Íslandi. Þar var kannað á breiðum grundvelli hvern- ig veiran breiðist út meðal 360 þús- und manna þjóðar sem brást snemma við; fór í víðtæka skimun, setti fólk í sóttkví og smitaða í ein- angrun til að draga út vexti farald- ursins. Niðurstöðurnar sýna að 0,8% fólks í samfélaginu eru smituð sem ýtir undir kenningar um að ein- kennalausir geti verið smitberar. Telja greinarhöfundar að þó aðgerð- ir til að halda faraldrinum niðri hafi borið árangur, sé þörf á meiri gögn- um til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna í framhaldinu. Bjartsýnn á lyf Þá kveðst Kári Stefánsson bjart- sýnni en Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir varðandi hve fljótt megi búast við bóluefni við kórónuveir- unni. Nú þegar séu bóluefni komin í klínískar rannsóknir og prófanir er- lendis og verði vætanlega komin í notkun innan árs. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 50 140 Útlönd 1 0 Austurland 7 24 Höfuðborgarsvæði 1.237 1.339 Suðurnes 77 93 Norðurland vestra 35 10 Norðurland eystra 47 84 Suðurland 168 213 Vestfirðir 75 151 Vesturland 30 47 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 37.386 sýni hafa verið tekin 1.077 einstaklingar hafa náð bata 8 einstaklingar eru látnir 34 eru á sjúkrahúsi 8 á gjör-gæslu 642 eru í einangrun Fjöldi smita frá 28. febrúar til 14. apríl Heimild: covid.is 1.727 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.727 642 feb. 1.650 1.375 1.100 825 550 275 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 80% 54% 10,5% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,69% sýna tekin hjá ÍE 16.726 hafa lokið sóttkví2.101 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit mars apríl Allar tölurnar eru niður á við  Kórónuveirufaraldurinn á undanhaldi hérlendis  Varúðarráðstafanir eru áfram mikilvægar  Álag á sjúkrahúsum nálgast toppinn  Ótrúlegur árangur smitrakningarhóps  Væntir lyfja innan eins árs Ljósmynd/Lögreglan Fjögur Frá vinstri: Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson á upplýsingafundinum í gær. Skilaboð dagsins voru að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi. Talsmenn kvikmyndahúsa sem rætt var við í gær kváðust vera að skoða það að hefja sýningar á ný þegar fjöldamörk manna- móta verða rýmkuð í 50 manns hinn 4. maí. M.a. er til skoðunar að stilla sýningartíma þannig af í hinum ýmsu sölum hvers kvik- myndahússs að fjöldi áhorfenda í sameiginlegum rýmum fari ekki yfir leyfileg mörk. Þá verða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli áhorfenda virt og setið í annarri hverri sætaröð, svo dæmi séu nefnd. Bíósýningum var hætt eftir að mörkin voru lækkuð í 20 manns þann 22. mars. Starfs- fólk kvikmyndahúsanna skiptir hundruðum þegar allt er talið. Ólafur Þór Jóelsson, fram- kvæmdastjóri Smárabíós, sagði unnið að því að opna kvik- myndahúsið aftur með ein- hverjum hætti 4. maí. Hann sagði að bíóið væri þrifið mjög vel á hverjum degi en nú yrði vandað enn meira til þrifa. Há- skólabíó, sem rekið er samhliða Smárabíói, verður líklega lokað þar til fjöldamörkin verða rýmk- uð enn meir. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Laugarásbíós, sagði það í skoðun hvernig brugðist yrði við rýmkun samkomubannsins. Hann sagði að frumsýningum margra kvik- mynda hefði verið frestað víða um lönd vegna kórónuveiru- faraldursins. Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, sagði að þeir væru að athuga hvernig brugðist yrði við. gudni@mbl.is Bíóin huga að opnun SAMKOMUBANN RÝMKAÐ Ákveðið hefur verið að Fiski- dagurinn mikli á Dalvík verði ekki haldinn í ár, sbr. þá ákvörðun stjórnvalda að hámarksfjöldi gesta á sam- komum sumars- ins miðist við 2.000 manns. Stefnt er þó óhikað að Fiskideg- inum mikla á næsta ári sem verður jafnframt 20 ára afmæli þessarar bæjarhátíðar. „Við skulum muna að tapa aldrei gleðinni. Við komum sterk inn að ári og þá knúsumst við og njótum samvista við fólkið okkar og gesti,“ segir í tilkynningu frá stjórn Fiski- dagsins mikla. Bakhjarlar dagsins fá á næstunni bréf þar sem þeim er þakkað fyrir samstarfið og óskað stuðnings á næsta ári. Fiskidagurinn mikli ekki haldinn í ár Dalvík Fiskidag- urinn haldinn að ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.