Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 „Þetta gengur vel. Sjúklingum hefur lítið fjölgað síðustu daga. Kannski er- um við komin að þeim punkti að fjölg- unin hættir en við verðum að sjá til með það,“ segir Björn Zoëga, for- stjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð. Mikið hefur mætt á þessu þekkta sjúkrahúsi í far- aldrinum. Björn tekur fram að lítið sé vit- að um það hversu margir séu smitaðir vegna þess að fáir séu prófaðir aðrir en þeir sem leggist inn á spítala. Eigi að síður telur hann líklegt að toppn- um sé náð. Hversu lengi það vari sé erfiðara að segja til um vegna þess að stórt svæði tilheyri Stokkhólmi og þar hafi verið að koma upp hópsýkingar. Miklar breytingar hafa verið gerð- ar á Karólínska sjúkrahúsinu. Gjör- gæslurými voru fimmfölduð. Á móti var barnaspítali minnkaður og starfs- fólkið notað á öðrum deildum. Nú er helmingur af sjúkrarúmum spítalans frátekinn fyrir sjúklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni. Á gjörgæslu eru nú 130 sjúklingar og enn til nóg pláss. Segir Björn að þeim hafi tekist að vera á undan bylgjunni. Þótt tekist hafi að útskrifa marga fyllist jafnóðum í skörðin. „Við erum nokkuð ánægðir með ár- angurinn á gjörgæslunni. Með- allegutíminn er rúmlega fimm dagar og fleiri hafa komist lifandi úr þeirri meðferð en búist var við og er þá mið- að við önnur lönd. Það er enda vel þekkt að betri árangur hefur náðst í gjörgæslumeðferð á sjúkrahúsum á Norðurlöndunum en víða annars staðar.“ Tiltölulega margir hafa látist í Sví- þjóð, yfir þúsund manns. Dauðsföllin eru ekki aðeins á spítölum heldur veiktist fólk á hjúkrunarheimilum og einhverjir létust einnig heima. Segir Björn erfitt að bera saman tölur á milli landa því tölfræðin sé ekki sam- bærileg. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð fóru í vægari samfélagslegar varnir en margar aðrar þjóðir og hafa stjórnvöld legið undir gagnrýni fyrir það. „Enginn veit hvaða aðferð er best og erfitt er að meta árangur af aðgerðum hvers lands fyrir sig fyrr en faraldurinn er um garð genginn,“ segir Björn. helgi@mbl.is Aðgerðir hægt að meta eftir á  Hámarki náð á Stokkhólmssvæðinu Björn Zoëga Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fljótsdalshreppur hefur stofnað verkefnasjóð sem ætlað er að styðja nýsköpun, menningu og atvinnuskap- andi verkefni í sveitarfélaginu. Þetta litla sveitarfélag setti 70 milljónir í sjóðinn sem nefndur er Samfélags- sjóður Fljótsdals og verður þeim út- hlutað á næstu sex árum. 12 millj- ónum verðum ráðstafað við fyrstu úthlutun í ár og hefur verið auglýst eftir verkefnum. Fljótsdalshreppur er 80 manna sveitarfélag, umlukið af sveitarfé- laginu Fljótsdalshéraði á þrjá vegu. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verk- efnastjóri hjá Austurbrú, segir að hugmyndin hafi komið upp á sam- félagsþingi í Fljótsdal vorið 2019 þeg- ar rætt hafi verið um framtíðina. Þing- ið var með svipuðu sniði og notað er við verkefni Byggðastofnunar í brot- hættum byggðum. Þótt hreppurinn sé ekki fjölmennur eru þar mörg tæki- færi, að mati Ásdísar Helgu, og sveit- arfélagið er fjárhagslega stöndugt, meðal annars vegna tekna af virkj- unum. Ein af niðurstöðum þingsins var að hvetja sveitarstjórn til að setja verkefnasjóð á laggirnar. Aukin verðmætasköpun Ásdís Helga segir að hugsað sé til fjölbreyttra verkefna sem meðal ann- ars tengjast þeim atvinnugreinum sem fyrir eru. Nefnir sem dæmi aukna úrvinnslu afurða sauð- fjárræktar og skógræktar og aukna fjölbreytni í afþreyingu í ferðaþjón- ustu. Einnig að styrkja búsetu með nýjungum, nýtingu auðlinda, til dæm- is smávirkjunum og nýtingu heitra linda. Ásdís bendir á að allir geti sótt um styrki en þeir þurfi að nýtast Fljótsdælingum með einum eða öðr- um hætti. Vonast hún eftir fjöl- breyttum verkefnum og ekki síst samstarfsverkefnum milli aðila innan Fljótsdalshrepps og fagaðila utan svæðis. 70 milljónir í samfélagssjóð  Fljótsdalshreppur styrkir nýsköpun, menningu og atvinnuuppbyggingu Ljósmynd/Aðsend Fljótsdalur Snæfell sést í fjarska. ROTÞRÆR – Íslensk hönnun, framleiðsla og gæði. – Heildarlausnir í rotþróm fyrir heilsárshús, sumarbústaði og stofnanir. – Rotþrær Borgarplasts eru þriggja hólfa, framleiddar úr Polýetýleni (PE). – Rotþrær Borgarplasts uppfylla kröfur staðalsins ÍST EN 12566. YFIR 30 ÁRA REYNSLA BORGARPLAST HF. Fráveitulausnir og ker: Völuteig 31-31a, 270 Mosfellsbæ, Sími: 561 2211 Húseinangrun og frauðkassar: Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ, Sími: 561 2210 borgarplast.is Ragnhildur Þrastardóttir Sigurður Bogi Sævarsson Skimun fyrir kórónuveirunni á Vest- fjörðum hófst í gærmorgun og stendur fram til síðdegis á morgun, föstudag. Sýnatökustaðir eru fjórir; þrír á Ísafirði og einn í Bolungarvík. Alls verður skimað fyrir kórónuveir- unni hjá 1.500 manns á norðanverð- um Vestfjörðum, 500 fleiri en ætlað var. Þessu ræður mikil aðsókn, en kórónuveiran hefur látið á sér kræla vestra af meiri þunga en víðast hvar annars staðar á landinu. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigð- isstofnunar Vestfjarða, sagði í sam- tali við mbl.is í gær að skimunin hefði gengið vel og býst við að einhver smit af kórónuveirunni muni grein- ast á svæðinu. „Við fáum væntanlega einhvern kúf sem þarf þá að setja í meðferð hjá smitrakningarteymum í Ísafirði og í Reykjavík til þess að rekja sig áfram. Við höfum sagt það oft áður að við teljum okkur hafa náð tökun- um á þessu,“ segir Gylfi sem telur sennilegt að smit af kórónuveirunni séu, miðað við höfðatölu, langflest á Vestfjörðum. Mikilvægt að gefa ekki eftir „Við teljum okkur vera að komast í gegnum þennan skafl. Þó er eitt- hvað eftir enn og mikilvægt að gefa ekkert eftir á lokasprettinum, en hættan er sú að einmitt þá gefi eitt- hvað eftir,“ segir Jón Páll Hreins- son, bæjarstjóri í Bolungarvík. Þar hefur kórónuveiran verið skæð og í gær voru alls 86 bæjarbúar í sóttkví. Alls er 41 smitaður af kórónuveir- unni, 193 hafa lokið sóttkví og þrír hafa náð bata af veirunni. Í þessari viku hafa fjögur smit greinst í Bol- ungarvík, meðal annars fólk í þjón- ustuíbúðum aldraðra. „Aðgerðir hér í bæ hafa sérstak- lega miðast við að verja eldra fólkið og þar standa allir saman; bæjaryf- irvöld, heilbrigðisþjónustan og allt samfélagið hér. Þá er sennilega um helmingur bæjarbúa hér að fara í skimun og þegar útkoman úr því liggur fyrir verður myndin orðin skýrari,“ segir bæjarstjórinn. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Örugg Sýnatökupinninn er hér á leiðinni í gapandi gin ljósmyndarans, en sýnataka er nú hafin á Vestfjörðum. 1.500 manns fara í skimun fyrir vestan  Búist við nýjum smitum  Mikil aðsókn í skimunina Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hefur samið við TGJ-ráðgjöf um að undirbúa og finna stað fyrir þéttbýliskjarna í Fljótsdal. Ás- dís Helga Bjarnadóttir segir að heilsársstörfum hafi fjölgað í sveitarfélaginu vegna aukningar í ferðaþjónustu. Húsnæði vanti fyrir þetta fólk og fleiri hafi sýnt áhuga á að flytja þangað. Í upphafi er litið til uppbygg- ingar 30-50 manna þorps með stækkunarmöguleikum. Þar verði einnig byggt fjölnota hús sem hýst geti ýmsa þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Ráðgjafarnir eru beðnir um að fara yfir allt sveitarfélagið og finna hvaða staður henti best til stofnunar byggðakjarna. Á að líta til umhverfis en ekki síður sálfélagslegra forsendna og tryggja að fólkinu sem þar muni búa líði sem best. Þegar niður- staðan liggur fyrir verður rætt við eigendur landsins sem best þykir henta. Fólki líði vel í nýju þéttbýli FLJÓTSDALUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.