Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2019
70 ára Ingi er frá
Blönduósi en býr í
Reykjavík. Hann er
vélvirki og renni-
smiður að mennt
og er umsjónar-
maður vélaverk-
stæðis hjá
Reykjavíkurborg.
Börn: Eyrún Dögg, f. 1973, og Bald-
ur Sigurbjörn, f. 1974, barnabörnin
eru fimm.
Foreldrar: Sigurbjörn Sigurðsson, f.
1912, d. 2002, starfsmaður Mjólkur-
stöðvarinnar á Blönduósi, og Mar-
grét Árnadóttir, f. 1929, d. 2014,
verslunarstarfsmaður á Blönduósi.
Ingi Einar
Sigurbjörnsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stundum þarf að gera fleira en
gott þykir. Farðu þér hægt í erfiðum mál-
um því flas er ekki til fagnaðar.
20. apríl - 20. maí
Naut Viljirðu leita í einveruna skaltu láta
það eftir þér og vertu ekkert að afsaka þig
fyrir öðrum. Góð heilsa er eitt af því dýr-
mætasta sem við eigum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það eru einhver átök í kringum
þig á vinnustað. Hugsanlega hittir þú nýj-
an einstakling eða sérð nýja hlið á ein-
hverjum sem þú þekkir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér leyfist ekki að gera hvað sem
er við peningana þína þótt gildismat þitt
sé ólíkt skoðunum annarra. Hóf er best á
hverjum hlut og sönn gleði verður ekki
fengin fyrir fé.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ef þér finnst aðrir setja sig upp á
móti óskum þínum í dag, skaltu ekki
streitast á móti. Forðastu þá sem gera þig
þreyttan eða ofvirkan.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú lendir í átökum um eitthvað
heima fyrir í dag. Vertu varkár í orðum og
gerðum og þá þarftu ekki að hafa neinar
áhyggjur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú nálgast viðfangsefni þín af mikilli
sannfæringu: það gerir þig fram úr hófi
verndandi. Samskipti þín við maka og
nána vini eru með besta móti.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú annt vinum þínum og
vandamönnum en þegar þeir segja þér
fyrir verkum skaltu bara hrista höfuðið.
Neikvæðni er viðhorf sem sýgur ánægjuna
úr líðandi stundu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt ýmsir erfiðleikar steðji að
þér máttu ekki láta þá stjórna lífi þínu.
Fáðu útrás fyrir sköpunargleði þína.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Oft virðumst við þurfa áföll til
að gera okkur grein fyrir því hversu mikil
væntumþykja er falin í daglegu lífi okkar.
Láttu fara vel um þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft á öllu þínu að halda til
þess að verja skoðanir þínar fyrir að-
gangshörðum andmælendum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt útlitið skipti máli skalt þú hafa
í huga að það er aðeins brot af dæminu;
innihaldið er það sem skiptir mestu máli.
A
nna Kolbrún Árnadóttir
er fædd 16. apríl 1970 á
Akureyri, þar sem hún
bjó þangað til hún flutt-
ist með foreldrum sín-
um og stóra bróður suður til Kópa-
vogs og ári síðar til Reykjavíkur.
Fyrir sunnan var fjölskyldan í tvö ár
þar til hún flutti aftur til Akureyrar.
„Ég varð snemma félagslega virk
og stundaði mikið útiveru, bæði sum-
ar og vetur, fjölskyldan fór í ferðalög
innanlands flest sumur og ég var í
skátunum á Akureyri. Ég var ekki
send í sveit en var oft í sveitinni hjá
frændfólki mínu í Ytra-Felli í Eyja-
firði og hjá ömmu og afa á Kópa-
skeri.“
Grunnskólagöngu sína fékk Anna
Kolbrún í Oddeyrarskóla og hún fór
að henni lokinni í Verkmenntaskól-
ann á Akureyri, þar sem hún lauk
sjúkraliðaprófi 1991. Hún vann á
Kristnesi við umönnun aldraðra og á
hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á
Akureyri en árið 1995 flutti Anna
Kolbrún til Óðinsvéa í Danmörku.
„Þar vann ég fyrst við heimahjúkrun
þar til ég náði tökum á tungumálinu,
svo vann ég á heila- og taugaskurð-
lækningadeild á sjúkrahúsinu í
Óðinsvéum.“ Því næst lá leið Önnu
Kolbrúnar í nám í uppeldisfræðum
við Fyns pædagogseminarium sem
hún lauk 2002.
Anna Kolbrún flutti heim til Akur-
eyrar að námi loknu og hóf störf við
hæfingarstöðina við Skógarlund á
Akureyri Hún réð sig svo í vinnu við
sérdeild og sem fagstjóri sérkennslu
við Síðuskóla á Akureyri fram til árs-
ins 2011. Samhliða vinnu var hún í
meistaranámi við Háskólann á Akur-
eyri og lauk M.Ed.-prófi í uppeldis-
og menntunarfræðum með áherslu á
sérkennslufræði þaðan árið 2010.
Árið 2011 greindist Anna Kolbrún
með langt gengið brjóstakrabbamein.
„Það var mikið áfall en meðferð hefur
gengið vel og ég er mest hissa sjálf að
fagna fimmtugsafmælinu mínu.“
Anna Kolbrún var formaður
aðgerðahóps stjórnvalda og aðila
vinnumarkaðar um launajafnrétti
kynjanna 2013-2016. Hún gegndi for-
mennsku í Jafnréttissjóði Íslands
2016-2018 og var formaður Lions-
klúbbsins Ylfu á Akureyri 2016-2017.
Anna Kolbrún hefur verið alþingis-
maður Norðausturskjördæmis fyrir
Miðflokkinn frá 2017 og er nú 2. vara-
formaður Miðflokksins síðan í apríl
2018.
Helstu áhugamál Önnu Kolbrúnar
eru útivera og ferðalög, bæði innan-
og utanlands.
Fjölskylda
Eiginmaður Önnu Kolbrúnar er
Jón Bragi Gunnarsson, f. 18.5. 1960,
viðskiptafræðingur. Þau gengu í
hjónaband 16.4. 2015. Foreldrar Jóns
Braga: Gunnar Pálmarsson, f. 25.3.
1925, d. 1.9. 2016, starfaði við veitu-
kerfi Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og
Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir, f.
5.7. 1930, d. 27.4. 2000, gæslukona,
áður búsett á Fálkagötu 28, Reykja-
vík, síðar í Smárahlíð 16c á Akureyri.
Fyrri maki Önnu Kolbrúnar er Björn
Axelsson, f. 13.12. 1968.
Börn: Dóttir Önnu Kolbrúnar og
Björns er 1) Þóra Aldís Axelsson, f.
6.6. 1997, nemi, búsett á Akureyri.
Sambýlismaður: Jóhannes Rúnar
Viktorsson, f. 24.11. 1989, vélamaður
og starfsmaður á snjótroðara. Stjúp-
börn Önnu Kolbrúnar og synir Jóns
Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður – 50 ára
Fjölskyldan Anna Kolbrún og Jón Bragi ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum 18.12. 2019.
Hissa á að hafa náð 50 árum
Brúðkaupsmynd Jón Bragi og Anna Kolbrún við Þorgeirskirkju.
Ljósmynd/Gerður Jónsdóttir
Ljósmynd/Auðun Níelsson
Robert Albert Spanó á 80 ára afmæli í dag. Hann
fæddist í Napolí á Ítalíu en kom til Íslands árið 1970
og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1977. Robert
starfrækti tvær verslanir og heildsölu á Laugaveg-
inum á árunum 1976 til 1980, þegar fjölskyldan
flutti til Kanada. Fjölskyldan flutti aftur heim 1985.
Eiginkona Roberts er Sigrún Spanó Sigurjónsdóttir,
eiga þau fósturson, Adam Spanó, f. 2005, dóttir
Sigrúnar er Ragnhildur Finnbogadóttir, f. 1991. Fyrir
átti Robert, Patrizio Curioli, f. 1960, Nunziacarla, f.
1966, Róbert Ragnar f. 1972, Ásdís Mercedes, f.
1973, og Giovanna G.S., f. 1987. Afabörnin eru tíu og eitt langafabarn.
Til stóð að fagna afmælisdeginum í Napolí á Ítalíu en vegna aðstæðna í heiminum
verður því frestað þar til aðstæður leyfa.
Árnað heilla
80 ára
60 ára Sigurður er
Reykvíkingur, ólst upp
í Hlíðunum en býr í
Grafarvogi. Hann er
blikksmiður og vinnur
hjá Marel.
Maki: Hrefna Egils-
dóttir, f. 1956, leik-
skólakennari.
Börn: Erla Dögg, f. 1985, Íris Ósk, f. 1988,
Berglind Björk, f. 1993, og stjúpsonur er
Elfar Þór Óskarsson, f. 1978. Barnabörn
eru orðin tvö.
Foreldrar: Páll Beck Þórólfsson, f. 1923,
d. 2008, fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, og
Guðný Lovísa Sigurðardóttir, f. 1923,
vann hjá Fjarhitun, búsett í Kópavogi.
Sigurður
Pálsson Beck
Til hamingju með daginn