Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 28
AFP
Hylling Bakvarðasveitir í New York hylla hjúkrunarfólk í Westchester Medical Center fyrir fórnfús störf þess í þágu kórónuveirusjúklinga.
Um allan heim berjast menn við að ná tökum á kórónuveiru-
faraldrinum. Það gengur misjafnlega, en mörg þau ríki sem
tóku af ákveðni og festu á faraldrinum þegar í byrjun eru nú
farin að uppskera verulegan árangur. Er smám saman verið
að draga úr og milda þær ráðstafanir sem gerðar voru þegar
koma þurfti böndum á útbreiðsluna í upphafi. Enn er þó langt
í land með að ástandið verði venjulegt að nýju og glíman við
efnahagsleg skakkaföll verður langvinn. Í löndum sem voru
sein til eru hins vegar framundan áframhaldandi ströng boð
og bönn og djúp efnahagskreppa.
Samkvæmt yfirliti á vef Johns Hopkins-háskólans í Banda-
ríkjunum höfðu í gær greinst yfir tvær milljónir smita af völd-
um kórónuveirunnar. Flest þeirra eru í Bandaríkjunum, 610
þúsund. Þar í landi hafa flest dauðsföllin orðið í New York,
um átta þúsund að tölu.
Varkárni Starfsmenn markaðarins í White-
chapel í London nota maska við afgreiðslu.
Sjúkrahús Hjúkrunarfólk í Aachen í Þýskalandi
við umönnun fólks sem sýkst hefur af veirunni.
Tekist á við faraldurinn um heim allan
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr silki
LEIKFÖNG
Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) - 108 Reykjavík - S. 568 3920
Opið 12.30-18.00
ÞÚ
FIN
N
U
R
A
LLT
FYR
IR
Á
H
U
G
A
M
Á
LIN
H
JÁ
O
K
K
U
R
pingpong.is
pingpong.is
pingpong.is
pingpong.is
ÞÚ
FINNU
ALLT
FYRIR
ÁHUGAM
ÁLIN
HJÁ
O
KKUR
DARTVÖRUR
Mikið úrval - Frábært verð
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Flest ríki reyna nú hvað þau geta til
að sporna við útbreiðslu kórónu-
veiru. Á meðan sum hafa reynt að
setja á sem fæstar hömlur á íbúa
sína brugðust önnur skjótt við með
landamæralokunum og samkomu-
banni. Eitt þessara ríkja er Nýja-
Sjáland og hefur það vakið athygli út
fyrir landsteina sína fyrir góðan ár-
angur í baráttunni við veiruna.
Íbúafjöldi á Nýja-Sjálandi er hátt í
4,8 milljónir, staðfest smit voru í gær
1.386 og andlát níu talsins. Hlutfall
þeirra sem látist hafa þar vegna kór-
ónuveiru er því 0,6%. Til samanburð-
ar má nefna að hlutfall þetta er
12,8% á Ítalíu og 8,4% í Svíþjóð, sem
um þessar mundir hefur hæsta
dánarhlutfall á Norðurlöndum þegar
kemur að staðfestum kórónuveiru-
smitum.
Fyrsta smit kórónuveiru greindist
á Nýja-Sjálandi 28. febrúar sl., sama
dag og veiru- og sýklafræðideild
Landspítala greindi fyrsta smit hér á
landi. Fljótlega var gripið til tak-
markana á ferðalög fólks frá Kína,
Íran og Suður-Kóreu. Innan við
þremur vikum frá fyrsta smiti var al-
gjör lokun landamæra boðuð.
„Aldrei í sögu Nýja-Sjálands hef-
ur verið gripið til svo umfangsmikilla
aðgerða og ég geri mér fulla grein
fyrir hve óvenjulegt þetta er,“ sagði
forsætisráðherrann Jacinda Ardern
við sama tilefni, en þá voru staðfest
tilfelli þar í landi innan við 30.
Á sama tíma voru allar samkomur
innanhúss með fleiri en 100 manns
bannaðar með fáeinum undantekn-
ingum. Fjöldasamkomur utanhúss
með fleiri en 500 manns voru einnig
bannaðar. Skólum var þó enn haldið
opnum. Það átti þó eftir að breytast
því innan við viku síðar var lýst yfir
neyðarástandi í landinu öllu með um-
fangsmiklum lokunum og takmörk-
unum í minnst fjórar vikur. Skilaboð
stjórnvalda til almennings voru ein-
föld: Haldið ykkur heima.
Gott gengi Nýja-Sjálands í barátt-
unni er sagt vera blanda af vísindum
og sterkri forystu, en sýnatökur
voru þar einnig áberandi og hafa nú
yfir 50 þúsund sýni verið prófuð fyrir
kórónuveiru. Ardern segir nú mikil-
vægt að aflétta bönnum hægt til að
koma í veg fyrir útbreiðslu á ný.
Huga brátt að afléttingu
Færeyjar eru annað land sem vak-
ið hefur athygli fyrir góðan árangur.
Þar voru staðfest smit í gær 184 og
andlát ekkert en fyrsta smit greind-
ist 4. mars. Færeyingar gripu
snemma til þess ráðs að beita
sóttkví, settu á ferðatakmarkanir og
lokuðu landamærum sínum að hluta.
Þeir munu brátt hefja fyrstu skref
við að afnema þær hömlur sem grip-
ið var til. Nánar má lesa um þetta á
mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.
Skjót viðbrögð eyríkja
skiluðu góðum árangri
Nýja-Sjáland og Færeyjar hafa vakið athygli í baráttunni
AFP
Neyðarástand Ekki er útilokað að aðgerðir stjórnvalda á Nýja-Sjálandi
verði framlengdar til að tryggja að veiran blossi ekki upp aftur.
Skannaðu kóðann
til að lesa meira
um þetta á mbl.is
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR