Morgunblaðið - 16.04.2020, Blaðsíða 61
Til framleiðslu á rauðumblóðkornum þarf m.a. járn,B12 vítamín og fólínsýru.
Ef skortur er á einhverju þessara
efna, minnkar framleiðsla rauðra
blóðkorna sem leiðir á endanum
til blóðleysis. Blóðskortur veldur
því að rauðum blóðkornum, sem
flytja súrefni um líkamann, fækkar
og flutningsgeta þeirra minnkar.
Við þetta tapa frumurnar
orku sem getur valdið ýmsum
líkamlegum kvillum.
Járnskortur
Járnskortur er einn algengasti
næringarefnaskortur í heiminum
og snertir u.þ.b. 25% jarðarbúa.
Það eru þó nokkur vel þekkt og
algeng einkenni járnskorts sem
gott er að vera vakandi yfir:
n Orkuleysi
n Svimi & slappleiki
n Hjartsláttartruflanir
n Föl húð
n Andþyngsli
n Minni mótstaða gegn
veikindum
n Handa- og fótkuldi
Ýmsir sjúkdómar og kvillar
geta svo einnig valdið
blóðskorti þannig að það er
ráðlegt að leita læknis þegar
grunur leikur að við þjáumst
af blóðleysi. Bæði til að finna
orsökina og svo skiptir það
líka máli að vera ekki með of
mikið járn.
Ertu að fá nóg járn úr
fæðunni?
Allir þurfa að huga að
næringunni og passa að fá öll
næringarefni úr matnum eins
og fremst er kostur. Við lifum
ekki í fullkomnum heimi og
oft er erfitt að næra sig vel,
sem getur haft þær afleiðingar að
meltingin frásogar ekki öll þau
næringarefni sem við þurfum á
að halda. Sumir eru svo hreinlega
ekki nógu duglegir að borða
járnríkan mat eins og rauðrófur,
rautt kjöt, grænt grænmeti,
baunir, hnetur, fræ ofl.
Engin hægðartregða
Meltingarvandamál og
hægðartregða er vel þekktur
fylgikvilli þess að taka inn járn
á bætiefnaformi. Munnúðarnir
frá Better You er byltingarkennd
nýjung þar sem járnið frásogast
gegnum slímhúð í munni.
Þannig er alfarið sneitt framhjá
meltingarfærum. Núna býður
Better You upp á járn munnúða í
tveimur styrkleikum, 5 mg og
10 mg.
Sölustaðir: Apótek, heilsuhús og
heilsuhillur stórmarkaða
B-vítamín gegna því hlutverkiað viðhalda góðri heilsuog vellíðan. Þau taka
þátt í nýtingu orku úr fæðunni
og eru mikilvæg fyrir ýmsa
líkamsstarfsemi svo sem starfsemi
ónæmiskerfis, meltingarfæra,
tauga, heila, vöðva, augna, hjarta,
æðakerfis og myndunar rauðra
blóðkorna. B-vítamín draga einnig
úr þreytu og lúa og viðhalda
eðlilegri slímhúð ásamt viðhaldi
húðar, hárs og nagla.
Er hættulegt að taka of mikið af
B-vítamínum?
B-vítamín fjölskyldan inniheldur
8 B-vítamín og þjóna þau öll
mismunandi hlutverkum í
líkamanum. B-vítamín eru
vatnsleysanleg og þarf því að neyta
þeirra reglulega. Ef B-vítamína er
neytt í meira magni en líkaminn
þarf á að halda á hverjum tíma,
skilst umfram magn út með þvagi
og því þarf ekki að hafa áhyggjur af
ofneyslu.
B-vítamín eru sérstaklega mikilvæg
fyrir eldra fólk og konur sem eru
barnshafandi og með barn á brjósti.
Fólínsýra er hvað þekktust fyrir
ófrískar konur en það hjálpar til við
þroska fósturs og dregur úr hættu á
fæðingargöllum.
Umbreytir orkuefnum í
nýtanlega orku
Það er ekki B-vítamínin sjálf sem
gefa okkur orku, en það er rétt að
án þeirra mun líkamann skorta
orku. Líkaminn notar kolvetni,
fitu og prótein sem orkugjafa, en
mikilvægt er að B-vítamín séu til
staðar svo líkaminn geti nýtt þessa
orkugjafa og umbreytt í nýtanlega
orku. Margir sem byrja að taka
inn B-vítamínblöndu finna fljótt
gríðarlegan mun á sér. B-vítamínin
hafa m.a. góð áhrif á taugarnar
og geta því haft slakandi áhrif á
líkamann og þannig leitt til betri
svefns. Þegar við náum góðum
svefni hvílist líkaminn vel og nær
að endurnýja sig; taugakerfið
endurnærist og andlega hliðin
styrkist. Líkaminn þarf á um 13
vítamínum að halda og þar af eru 8
þeirra B-vítamín.
Mataræðið skiptir máli
Flestir fá nóg af B-vítamínum
með fjölbreyttu mataræði. Samt
sem áður getur ýmislegt haft
áhrif á upptöku næringarefna úr
fæðunni. Unnar matvörur eða
matur sem hefur verið eldaður
við háan hita getur tapað mikið
af þeim vítamínum sem eru til
staðar í fæðunni frá náttúrunnar
hendi. Svo geta undirliggjandi
sjúkdómar (sérstaklega tengdir
meltingarveginum), mikil
áfengisneysla, ýmis lyf ásamt
stressi og álagi sem tengist nútíma
lífsstíl einnig haft áhrif á upptöku
bætiefna. Þekktasta vandamálið
er skortur á B-12 vítamíni
sem getur m.a. aukið hættu á
taugasjúkdómum.
Einkenni um skort á
B-vítamínum geta verið:
n Útbrotum á húð
n Sprungur í húð kringum
munn og hreistruð húð á
vörum
n Bólgin tunga
n Þreyta og máttleysi
n Blóðleysi
n Pirringur eða depurð
n Ógleði
n Ónot í maga, hægðatregða
eða of lausar hægðir
n Dofi eða náladofi í fótum og
höndum
B-complete - munnúði sem
tryggir upptöku
Better You vítamínin koma
í formi munnúða en það er
einföld leið til að inntaka vítamín
og henta öllum. Örsmáar
sameindir vítamína frásogast
hratt í gegnum slímhimnu kinna
sem veitir hraða og áhrifaríka
upptöku næringarefna. Fyrir þá
sem eiga erfitt með að kyngja
töflum eða hafa undirliggjandi
meltingarvandamál og eiga erfitt
með upptöku næringarefna í
gegnum meltingarveginn, geta
Better You munnúðarnir komið að
virkilega góðum notum.
B-complete munnúðinn inniheldur
náttúruleg bragðefni af ferskjum,
plómum og hindberjum.
Útsölustaðir: Fjarðarkaup og flest
apótek.
Járnskortur er algeng
orsök blóðleysis
meðal jarðarbúa
Margir lenda í vandræðum með meltinguna við inntöku
á járni. Better you er með bragðgóða munnúða
sem frásogast beint út í blóðrásina frá slímhúð í
munni og sneiðir þannig framhjá meltingarfærum
„Ástæða járnskorts er oftast vegna ónógs járns í fæðunni,
blóðmissis, sjúkdóma og meltingarvandamála, aukinnar
járnþarfar (t.d. vegna meðgöngu) eða vegna lélegs frásogs.“
B-vítamín eru mikilvæg
fyrir orkuna, taugakerfið
og andlega heilsu
B- vítamín eru mikilvæg fyrir ýmsa líkamsstarfsemi
svo sem starfsemi ónæmiskerfis, meltingarfæra,
taugakerfis, vöðva, hjarta og æðakerfis.“
-complete munnúði nú
ksins fáanlegur á Íslandi.
B
lo
NÝTT
NÝTT