Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 30
30 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Verkamenn klæddir sótthreinsuðum hlífðarfatnaði
flytja hér lík manns sem lést af völdum kórónuveir-
unnar í kirkjugarð í Djakarta, höfuðborg Indónesíu.
Allrar varkárni er gætt til að koma í veg fyrir smit frá
hinum látna. Í gær höfðu 459 látist í landinu af völdum
veirunnar. Vel á fimmta þúsund smit höfðu greinst.
AFP
Í hlífðarfatnaði við líkflutning
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Donald Trump sætir harðri gagnrýni
fyrir ákvörðun sína um að frysta fjár-
framlög Bandaríkjanna til Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Er
hann sakaður um að bregða fæti fyrir
mikilvægt alþjóðasamstarf á hættu-
tímum og stofna lífi fólks víða um
heim í hættu.
Trump sagði á þriðjudaginn að
ekkert fé yrði greitt til stofnunarinn-
ar næstu tvo til þrjá mánuði meðan
rannsókn færi fram á því hvernig hún
hefði brugðist við upphafi kórónuvei-
rufaraldursins í Kína. Sakaði hann
forystumenn WHO um að hafa leynt
upplýsingum um útbreiðslu farald-
ursins og staðið sig illa við að ná tök-
um á honum. „WHO brást skyldum
sínum og verður að sæta ábyrgð,“
sagði forsetinn.
Hlustaði ekki á viðvaranir
Fréttaskýrendur benda á hinn
bóginn á að WHO hafi þegar 30. jan-
úar lýst því yfir að veirufaraldurinn
væri alþjóðleg heilbrigðisógn. Eftir
það hafi forsetinn látið eins og ekkert
hefði í skorist, efnt til pólitískra
fjöldasamkoma, leikið golf og líkt kór-
ónuveirunni við venjulega kvefpest.
Forystumenn fjölmargra ríkja
um allan heim hafa gagnrýnt ákvörð-
un Trumps. „Það hjálpar ekkert að
reyna að koma sökinni á aðra. Veiran
þekkir engin landamæri,“ sagði
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands. António Guterres, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
sagði að nú væri ekki rétti tíminn til
að draga úr framlögum til starfsemi
WHO eða annarra samtaka sem væru
að berjast við að ná tökum á kórón-
uveirunni.
Sjónvarpsstöðin MSNBC hafði
eftir Lawrence Gostin, prófessor í
heilsuvísindum við Georgetown-há-
skóla í Washington, að án stuðnings
WHO yrðu dauðsföll af völdum kór-
ónuveirunnar miklu fleiri en ella, ekki
aðeins í Afríku, þar sem stofnunin
heldur úti öflugu starfi, heldur einnig
í Bandaríkjunum.
Gagnrýnendur segja að forset-
inn sé að reyna að draga athyglina frá
stórfelldum eigin mistökum í viður-
eigninni við faraldurinn og koma
ábyrgðinni yfir á Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunina.
Bandaríkjamenn greiða mest
allra þjóða til reksturs WHO. Nam
framlag þeirra meira en 400 milljón-
um dollara í fyrra. Samtals nema árs-
tekjur stofnunarinnar 6 milljörðum
dollara. Ákvörðun Trumps er því gíf-
urlegt högg fyrir starfsemina.
„Hjálpar ekki að koma sök á aðra“
Hart deilt á Trump vegna ákvörðunar hans um að stöðva framlög til WHO í allt að þrjá mánuði
AFP
Vonbrigði Framkvæmdastjóra WHO
var brugðið við ákvörðun Trumps.
Leikskólar og grunnskólar hófu
starfsemi að nýju víða í Danmörku í
gær eftir að hafa verið lokaðir í heil-
an mánuð vegna kórónuveirufarald-
ursins. Skólar voru þó enn lokaðir í
um helmingi sveitarfélaga landsins
og í Kaupmannahöfn var rúmlega
þriðjungi skóla enn lokað. Margir
skólastjórnendur töldu sig þurfa
meiri tíma til að skipuleggja skóla-
starfið fram undan og til að geta
uppfyllt strangar kröfur heilbrigðis-
yfirvalda. Stefnt er að því að allir
skólar verði starfandi frá og með
næsta mánudegi, 20. apríl.
Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið
fyrirmæli um að nemendur þvoi sér
um hendur og að tveir metrar séu á
milli borða í kennslustofum. Vegna
fjölda í bekkjum verður sums staðar
kennt utandyra svo hægt sé að
tryggja bilið á milli nemenda.
Ýmsir foreldrar ósáttir
Ekki eru allir foreldrar sáttir við
opnun skólanna. Hafa þeir áhyggjur
af því að nemendur smitist og beri
smitið til heimila sinna. Hafa 18 þús-
und manns skrifað undir áskorun um
áframhaldandi lokun undir heitinu
„Barnið mitt er ekki tilraunadýr“.
Skólastjórnendur segja að líklega
muni margir foreldrar halda börnum
sínum heima enn um sinn vegna
ástandsins. Nemendur í efstu bekkj-
um grunnskóla og í framhaldskólum
verða áfram í fjarnámi og er ekki bú-
ist við að þeir skólar verði opnaðir
fyrr en 10. maí.
Í gær höfðu um 6.700 manns smit-
ast af kórónuveirunni í Danmörku og
299 látist. Samkomur þar sem fleiri
en tíu koma saman eru bannaðar og
veitingastaðir, hágreiðslustofur,
verslunarmiðstöðvar og líkams-
ræktarstöðvar eru lokuð.
Danir opna
skólana á ný
Höfðu verið lokaðir í einn mánuð
AFP
Varúð Nemendur í skóla í Randers
þvo sér áður en kennsla hefst.
Saksóknari í Karlsruhe í Þýska-
landi hefur ákært fimm menn frá
Tadsíkistan fyrir að undirbúa
hryðjuverk sem beinast átti að
bandarískum herstöðvum í landinu.
Einnig ætluðu þeir að vega mann
sem hefur verið gagnrýninn á ísl-
am. Höfðu þeir fylgst með honum
um hríð. Mennirnir voru hand-
teknir eftir að upp komst upp um
áform þeirra. Þeir gengu til liðs við
hryðjuverkasamtökin Íslamska rík-
ið í janúar í fyrra. Upphaflega voru
þeir fengnir til að vinna hryðjuverk
í heimalandinu, Tadsíkistan, en síð-
an fengu þeir fyrirmæli frá hátt-
settum mönnum í samtökunum í
Sýrlandi og Afganistan um að
halda til Þýskalands. Mennirnir
höfðu undir höndum talsvert af
sprengjum og byssum þegar þeir
voru handteknir.
Tveir hinna ákærðu höfðu enn
fremur fallist á að fremja launmorð
í Albaníu gegn 40 þúsund dollara
greiðslu. Þeir fóru þangað en tókst
ekki ætlunarverk sitt og sneru þá
aftur til Þýskalands.
Ódæði
hindrað
Fimm handteknir
Hjólreiðakeppninni frægu Tour de
France hefur verið frestað um tvo
mánuði vegna kórónuveirufaraldurs-
ins. Mun hún fara fram dagana 29.
ágúst til 20. september. Skipuleggj-
endur greindu frá þessu í gær eftir að
ljóst varð að frönsk stjórnvöld myndu
banna allar opinberar samkomur fram
undir miðjan júlí.
Tíðindin voru mikill léttir fyrir hjól-
reiðamenn, sem æft hafa stíft fyrir
keppnina sem hefjast átti í lok júní.
„Við sjáum nú ljós við enga ganganna,“
var haft eftir Chris Froome, sem fjór-
um sinnum hefur unnið keppnina.
Hefðbundin umferð á þjóðvegum
Frakklands verður mun minni í sept-
ember þegar sumarleyfi flestra eru af-
staðin. Það ætti því að verða auðveld-
ara fyrir keppendur að halda áskilinni
tveggja metra fjarlægð sín á milli.
Áfram er við það miðað að keppnin
hefjist í Nice og ljúki í París. Áður hef-
ur Ólympíuleikunum í Tókýó og Evr-
ópukeppninni í knattspyrnu verið
frestað til næsta árs. Verður hjólreiða-
keppni síðasta stóri íþróttaviðburðinn
á þessu ári.
Tour de
France
í haust
ALVÖRU
VERKFÆRI
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is