Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
✝ Tryggvi PállFriðriksson
fæddist 13. mars
1945 í Reykjavík.
Hann lést í faðmi
fjölskyldunnar á
heimili sínu 7. apríl
2020.
Foreldar hans
voru Friðrik Páls-
son lögregluflokks-
stjóri, f. á Eskifirði
26. apríl 1917, d. 3.
ágúst 1974, og Margrét
Tryggvadóttir, aðstoðarkona
tannlækna, f. á Ytri-Varðgjá í
Eyjafirði 13. júní 1917, d. 25.
ágúst 1997.
Tryggvi var einbirni en
frænka hans Hallfríður Bjarna-
dóttir húsmæðrakennari, f. 2.
janúar 1946, ólst upp á heim-
ilinu að hluta.
Tryggvi kvæntist 6. desem-
ber 1969 eftirlifandi eiginkonu
sinni Elínbjörtu Jónsdóttur
vefnaðarkennara og listmuna-
sala, f. á Siglufirði 3. janúar
1947, dóttur Jóns Hermanns-
sonar verkstjóra frá Hamri í
Fljótum, f. 19. febrúar 1920, d.
19. október 1993, og Elínar
Jónsdóttur þjóðbúningasauma-
kennara, f. í Reykjavík 23. nóv-
ember 1918, d. 25. nóvember
Tryggvi rak með félögum sínum
Kaupstefnuna sem setti upp
ýmsar vörusýningar, m.a. Heim-
ilissýningar í Laugardalshöll.
Tryggvi varð skáti 12 ára,
gekk til liðs við Hjálparsveit
skáta í Reykjavík, er hann var
17 ára og var sveitarforingi
hennar 1968-73. Tryggvi var
formaður Landssambands
hjálparsveita skáta, á árunum
1973-89, beitti sér fyrir stofnun
Björgunarskólans 1977, Björg-
unarhundasveitar Íslands 1980
og margra annarra sveita víðs
vegar um landið. Í formannstíð
hans var lagður grunnur að
mörgum fjáröflunarleiðum sem
urðu til þess að styrkja mjög
fjárhagsstöðu aðildarsveitanna.
Tryggvi var félagsmálastjóri
LHS og Landsbjargar, lands-
sambands björgunarsveita, á ár-
unum 1987-92, varð skólastjóri
Björgunarskólans 1987, var um-
sjónarmaður Björgunar 1990,
fyrstu ráðstefnu sinnar tegund-
ar hér á landi, og fyrsti formað-
ur Landsstjórnar björgunar-
sveita 1989. Hann tók þátt í um
500 aðgerðum björgunar-
sveitanna um nánast allt land,
oft sem stjórnandi.
Tryggvi og Elínbjört festu
kaup á Galleríi Fold við Rauð-
arárstíg árið 1992 og hafa starf-
rækt það síðan í félagi við
tengdason sinn.
Kistulagning fer fram 16.
apríl 2020 og bálför í kjölfarið
en útför verður auglýst síðar
þegar aðstæður leyfa.
2013. Börn þeirra
eru 1) Margrét
Tryggvadóttir, f.
1972, rithöfundur
og fv. alþingis-
maður, gift Jóhanni
Ágústi Hansen list-
munasala, f. 1969,
synir þeirra eru
Hans Alexander, f.
1993, og Elmar
Tryggvi, f. 1997. 2)
Elín Tryggvadóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 1975,
gift Guðjóni Guðmundssyni við-
skiptafræðingi, f. 1970. Þeirra
börn eru Grímur Nói f. 2000,
Eva Elínbjört, f. 2004, og Auð-
björg Edda, f. 2009. 3) Friðrik
Tryggvason, varðstjóri á Neyð-
arlínunni, f. 1979, kvæntur
Katrínu Sóleyju Bjarnadóttur
umhverfisfræðingi, f. 1980,
þeirra börn eru Markús Freyr,
f. 2010, og Karítas Freyja, f.
2017.
Tryggvi ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur. Hann útskrifaðist
frá Verslunarskóla Íslands
1965. Hann var verslunarstjóri í
Ljósmyndaversluninni Geva-
foto, sölumaður hjá Heildversl-
un Eggerts Kristjánssonar og
framkvæmdastjóri Skipholts hf.
og Efnagerðarinnar Ilmu hf.
Eiginlega finnst manni að þeir
sem alltaf hefur verið hægt að
reiða sig á og hafa alltaf verið til
staðar fyrir mann eigi ekki að geta
dáið. Pabbi minn var svoleiðis.
Hann var sá fyrsti sem ég hringdi
í ef ég þurfti aðstoð. Skátinn sem
hann sannarlega var, var ávallt
reiðubúinn, hvort sem ég þurfti
góð ráð, uppskrift að bestu fiski-
súpu í heimi eða skutl út á land um
miðja nótt. Pabbi mætti, svaraði
eða gerði það sem gera þurfti til að
bjarga málunum því einmitt svo-
leiðis var hann. Nafnið hans var
viðeigandi. Hann var alltaf trygg-
ur og traustur, hvað sem á bjátaði.
Stundum segi ég að ég hafi ver-
ið alin upp í Hjálparsveit skáta og
það er engin lygi. Björgunarstörf-
in voru samofin öllu okkar lífi og
ég vissi frá unga aldri að ef ein-
hver var hjálparþurfi eða týndur,
þegar veður voru válynd eða nátt-
úruhamfarir áttu sér stað var
pabbi hvorki heima hjá okkur né í
vinnunni sinni heldur að stjórna
aðgerðum og vinna að því, oft sól-
arhringum saman, að bjarga því
sem bjargað yrði. Þá skipti engu
þótt eitthvað annað hefði verið
skipulagt eða það væri niðdimm
nótt. Einhver þurfti hjálp og þá
var hann þotinn. Þannig lærðum
við systkinin að þegar eitthvað
bjátar á ber manni að bregðast við
og gera allt sem maður getur. Það
var dýrmætt veganesti.
Pabbi var frábær þegar kom að
skipulagi og herkænsku. Hann
hugsaði aldrei bara um það sem
þyrfti að gera núna heldur hvaða
áhrif það kynni að hafa og hvað
myndi gerast eftir það. Hann var
frumkvöðull þegar kom að skipu-
lagi björgunarmála hér á landi.
Hann var eldklár og margir sem
leituðu ráða hjá honum um allt
milli himins og jarðar. Fáir höfðu
meiri þekkingu á íslenskri mynd-
list eða íslenskri náttúru. Ferða-
lög um landið og útilegur voru
fastur þáttur í lífi okkar hjálpar-
sveitabarnanna og við lærðum að
njóta alls sem landið okkur býður
upp á. Pabbi átti vegakort yfir Ís-
land þar sem hann var búinn að
merkja inn á alla vegi sem hann
hafði ekið. Ég skoðaði kortið síð-
ast fyrir nokkrum árum og þá
voru bara tveir vegir enn ómerkt-
ir.
Fátt fannst pabba skemmti-
legra en að ferðast og við deildum
þeim áhuga og ræddum gjarna
ferðaáform og áfangastaði. Þau
mamma heimsóttu ótal lönd um
veröld alla og leituðu uppi list og
náttúruundur hvar sem þau komu.
Einu sinni fóru þau þó í fremur
hefðbundna slökunarferð til Kan-
aríeyja eftir mikla vinnutörn. Eft-
ir vikuna voru þau búin að gjör-
skoða eyjuna, listasöfn og
menningarminjar sem ég efast um
margir sem fara þangað viti nokk-
uð um.
Pabbi var skemmtilegur maður
og uppátækjasamur. Hann lagði
oft töluvert á sig til að undirbúa
góðlátlegt grín og var alltaf fljótur
að sjá það spaugilega í tilverunni.
Hann var matgæðingur og frábær
kokkur og svo gjafmildur að
barnabörnin kölluðu hann afa jóla-
svein, ekki bara af því að hann leit
út eins og slíkur. Gjafir hans voru
alltaf stærstar og bestar og stund-
um fáránlega dýrar og veglegar.
Hann vildi alltaf allt fyrir okkur
gera og umvafði okkur kærleika
og hlýju. Takk fyrir allt pabbi
minn og góða ferð.
Margrét Tryggvadóttir.
Það er mér í barnsminni þegar
foreldrar Tryggva Páls, Palla eins
og við köllum hann, þau Margrét
og Friðrik föðurbróðir minn, settu
upp bú sitt á heimili Páls afa míns
og Vilborgar ömmu minnar á Ás-
vallagötu 17. Þar voru þá einnig til
heimilis Halldóra ömmusystir mín
og fóstra og ég, sem hreiðraði þar
lengstum um mig frá unga aldri til
fullorðinsára. Vel var látið fara um
alla, enda húsakostur góður, þó að
hann hafi að sjálfsögðu ekki verið
sniðinn beint að þeim sérstöku
þörfum, sem þarna voru komnar
til. Öllu skipti að samlyndið var
gott og kærleikar með öllum. Í
þessari sambúð má svo segja, að
ég hafi fyrst kynnzt fjölmenning-
unni, þó að fjölmenningin sú væri
af rammíslenzkum uppruna. Hún
Margrét var nefnilega að norðan,
úr Eyjafirðinum, en við hin að
austan, og sjálfur þekkti ég þá
ekkert nema mölina hér fyrir
sunnan. Margrét, talaði sína tæru
norðlenzku, að vísu að mestu vel
skiljanlega íslenzku í eyrum
barnsins, en sumt þurfti þó skýr-
ingar við. Líka kom í ljós, að þau
fyrir norðan lögðu sér ýmislegt til
munns, sem ekki fékkst í Péturs-
búð eða þær amma og Halldóra
bjuggu ekki til, svo sem soðbrauð
og laufabrauð. En menningar-
heimar Norðurlands, Austfjarða
og malarinnar voru ekki ólíkari en
svo, að umburðarlyndið dugði til
þess að ætíð ríkti góð vinátta í
sambúðinni og eftir að henni lauk,
því að að því kom að sjálfsögðu.
Unga fjölskyldan þurfti meira oln-
bogarými og sjálfstæði. Hvort
sem þau Margrét og Friðrik fluttu
með Palla í Úthlíðina eða á Forn-
hagann, var alltaf jafnnotalegt að
koma til þeirra, og móttökurnar
urðu jafnvel æ norðlenzkari eftir
því sem fjölgaði í föruneyti okkar
Steinunnar og ungunum leyft að
vera með í laufabrauðsgerðinni.
Snemma á unglingsárunum
hneigðist hugur Tryggva Páls til
góðra áhugamála, sem höfðu rík
áhrif á líf hans og lífsviðhorf, það
er útivistar, skátastarfs og hjálp-
arstarfa. Forystustarf hans á
þeim vettvangi þekkja aðrir en ég
í meiri smáatriðum. En ég hefi
ætíð þótzt skynja, að rík ábyrgð-
artilfinning hans gagnvart sam-
félaginu, sjálfstæði hans og óhvik-
ul krafa um réttlæti öllum til
handa hafi verið órofa tengd þrá
hans til að láta gott af sér leiða,
sem hjá honum birtist með skýr-
um hætti í skátastarfi og björg-
unarstarfinu. Svipaða hugsun
merkti ég oft hjá föður hans í
starfi hans sem lögreglumanns.
Ánægjulegustu stundirnar í störf-
um hans voru þær, þegar tekizt
hafði að liðsinna samborgurunum,
forða illu, stilla til friðar, koma
góðu til leiðar.
Í huga Tryggva Páls snerust
hjálpar- og björgunarstörfin ekki
um fórnfýsi, heldur leit hann á þau
sem eðlilega skuldbindingu góðs
borgara við samfélag sitt. Þó að
hann hafi litið á sitt mikla starf
sem sjálfsagt framlag, ber að
þakka það og sérstaklega að meta
það hugarfar, sem að baki bjó.
Við Steinunn og fjölskylda okk-
ar vottum Elínbjörtu, allri fjöl-
skyldu þeirra Tryggva Páls og
öðrum ástvinum einlæga samúð
okkar við fráfall okkar góða
frænda og vinar.
Hörður Einarsson.
Við kynntumst þegar ég gekk
ungur í Hjálparsveit skáta í
Reykjavík. Þar var Tryggvi sveit-
arforingi. Sveitin var þar í miklum
uppgangi sem meðal annars mátti
þakka öflugri fjáröflun sem
Tryggvi og félagar hans áttu upp-
haf að með flugeldasölu um ára-
mót. Í framhaldi þess hvatti hann
aðrar hjálparsveitir til að taka upp
þessa fjáröflun. Í framhaldi var
Landssamband hjálparsveita
skáta stofnað. Tryggvi valdist þar
fljótt til forystu. Flugeldasala er
enn í dag hornsteinn fjáröflunar
björgunarsveita landsins.
Fljótlega eftir stofnun LSH
bað Tryggvi mig að koma í flug-
eldanefndina og síðar, árið 1985,
að taka að mér starf fram-
kvæmdastjóra fyrir samtökin. Þá
hófst daglegt samband okkar sem
ég er ævinlega þakklátur fyrir, því
þar hófst stærsti kaflinn í mínum
lífsins skóla.
Tryggva brann í brjósti að efla
og bæta björgunarstarf í landinu.
Það að faðir hans var lögreglu-
varðstjóri og að Tryggvi var frá
unga aldri virkur í skátastarfi hef-
ur eflaust átt þátt í þessari hug-
sjón. Margt af því sem við sjáum í
dag þegar björgunarsveitirnar
eru í sviðsljósinu var að frum-
kvæði Tryggva. Þar ber helst að
nefna lands- og svæðisskipulag við
leitir og björgun, björgunarskól-
ann sem jók við menntun og þjálf-
un, sameiningu björgunarsamtak-
anna, fyrst með sameiningu LHS
og flugbjörgunarsveita í Lands-
björg árið 1991 og síðan samein-
ingu Landsbjargar og Slysa-
varnafélagsins árið 1999 í
Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Tryggvi var ótæmandi brunnur
hugmynda þegar kom að fjáröflun
fyrir sveitirnar. Áður hefur flug-
eldasala verið nefnd, síðar kom
Lukkutríóið með skafmiðum sem
síðar varð að Íslandsspilum, sala á
sjúkrakössum, happdrætti og
margt fleira.
Eitt stærsta hagsmunamál sem
Tryggvi vann ötullega að og náði í
gegn var niðurfelling opinberra
gjalda af bílum og öðrum björg-
unarbúnaði fyrir sveitirnar. Bíla-
kaup voru sveitum ofviða vegna
opinberra gjalda sem voru stór
hluti kaupverðsins. Í framhaldi
þessara niðurfellinga hófst gífur-
leg uppbygging á tækjabúnaði
björgunarsveitanna.
Ótal utanlandsferðir koma upp
í minningunni, þar efst þriggja
vikna ferð til Kína 1987 til að koma
á framtíðarviðskiptum með flug-
elda. Heimsóttum við Kína, Taív-
an og Hong Kong. Ferðast var
með fragtflugi hjá Cargolux en
þar gat Tryggvi útvegað ferðina
frítt.
Tryggvi var þeim eiginleikum
gæddur að hvar sem hann kom
voru menn tilbúnir að leggja hon-
um lið og fljótt lærðist mönnum að
hlusta því hugmynd sem virtist í
fyrstu glórulaus reyndist síðan oft
vera sú besta. Þannig var Tryggvi
ljósárum á undan í hugsun og ekki
eingöngu um næsta leik heldur
einnig að leggja upp endataflið.
Það var mér mikil gæfa að fá að
starfa svo náið með Tryggva og er
ég endalaust þakklátur fyrir það.
Tryggvi var heill í því sem hann
tók sér fyrir hendur. Var óspar að
hvetja og hrósa samverkamönn-
um. Ekki má gleyma góðum húm-
or og saklausri stríðni.
Góður drengur er genginn.
Elsku Elínbjört, Margrét, Elín,
Friðrik og fjölskyldur, megi guð
og allar góðir vættir fylgja ykkur
og styrkja á þessum erfiðu tímum.
Minningin mun lifa.
Björn Hermannsson.
Foringinn er fallinn.
Ég kynntist Tryggva Palla á
Þingvöllum árið 1962 þegar
Skátafélögin í Reykjavík héldu
fyrstu æfingu í endurreistri hjálp-
arsveit (HSSR) sem 4 árum áður
hafði verið lögð niður. Á þessum
árum var ég bæði feiminn og for-
dómafullur og við þessi fyrstu
kynni fór þessi fyrirferðamikli
maður óendanlega í taugarnar á
mér. Um leið og ég kynntist hon-
um hvarf þetta álit mitt þó eins og
dögg fyrir sólu og Tryggvi varð
einn af mínum traustustu og bestu
vinum sem ég hef nokkru sinni
eignast. Tryggvi hafði mikla for-
ystuhæfileika og fljólega var hann
kominn í stjórn HSSR. Hann átti
ítrekað til að þruma yfir okkur
framtíðarsýnir sem við félagarnir
áttum erfitt með að meðtaka, en
hann var eins og Véfréttin í Delfí,
allt sem hann sagði kom fram. Ég
var með þeim yngstu í sveitinni og
um leið og ég fékk bílpróf kom ég
með að láni Dodge Vípon úr fyrir-
tæki föður míns og svo fór að
sveitin keypti hann. Árið 1967 var
Tryggvi orðinn sveitarforingi
HSSR og hann skipaði mig sem
flokksforingja. Seinna var ég skip-
aður 2. aðstoðarsveitarforingi, en
1. aðstoðarsveitarforinginn var
Thor B. Eggertsson sem lést 22.
febrúar sl. Á rúmum mánuði hafa
því þrír kærir vinir mínir úr
HSSR andast, Thor, Magnús Ax-
elsson 1. apríl sl. og nú Tryggvi.
Árið 1970 hélt ég til Vínarborg-
ar í framhaldsnám, en allt til árs-
ins 1974 starfaði ég með HSSR í
jólafríum og á sumrin.
Margs er að minnast og í fyrra
var haldið upp á 50 ára afmæli
flugeldasölu HSSR, sem gjör-
breytti allri fjármögnun björgun-
arsveitanna, allt frá því að við
fengum í leitum ekki einu sinni
greidda reikninga fyrir bensín-
kostnaði til þess að sveitirnar urðu
sjálfstæðar með fjármögnun
tækjakosts og útgjalda vegna út-
kalla. Tryggvi var einn af þeim
allra fremstu í skipulagi björgun-
arsveita á Íslandi sem nú á dögum
eru einstæðar á heimsvísu.
Þegar að því kom að ég og fjöl-
skylda mín flyttumst heim til Ís-
lands tók Tryggvi að sér að vera
umboðsmaður okkar hér á landi
þar sem faðir minn gat það ekki
lengur vegna veikinda. Fyrir
nokkrum árum afhenti hann mér
öll bréfin sem ég hafði skrifað hon-
um og kom það mér mjög á óvart
hvað það var margt sem hann
hafði þurft að snúast fyrir mig án
þess að kvarta. Eftir að við kom-
um heim bundust fjölskyldur okk-
ar miklum vinaböndum og við vor-
um t.d. lengi vel í öll
fjölskylduboðum hjá þeim
Tryggva og Elínbjörtu. Eftir því
sem börnin urðu eldri þá fækkaði
þessum samverustundum en það
hefur alla tíð verið mjög kært á
milli okkar. Þegar ég hitti gamla
félaga úr hjálparsveitarstarfinu er
það eins og að hitta nána fjöl-
skylduvini sem maður hefur ekki
séð lengi, samstarfið á þessum
vettvangi varð til þess að skapa
ævarandi vináttu.
Við fráfall Tryggva sendum við
hjónin og börnin okkar Elín-
björtu, börnunum þeirra og
barnabörnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Þetta er stórt
skarð sem hoggið hefur verið fyrir
fjölskylduna og alla vinina.
Smári Ólason.
Tryggvi Páll Friðriksson gekk
ungur í skátahreyfinguna og í
HSSR strax og hann hafði aldur
til. Þar lágu leiðir okkar fyrst sam-
an. Ég var með í hópi ungra skáta-
foringja úr SFR sem stóðu að end-
urreisn HSSR 1962 og man
líflegar umræður í gamla skáta-
heimilinu þar sem línur voru lagð-
ar um framtíð sveitarinnar.
Tryggvi hélt þá eldheitar, nán-
ast útópískar ræður á fundum um
framtíð sveitarinnar. Hann talaði
um húsnæði, fjallabíla og báta-
flota, færanlega spítala, þjálfun og
námskeið, atvinnumennsku,
fyrsta flokks björgunarbúnað o.fl.
Ekki líklegar framtíðarhorfur á
þeim tíma þegar hvorki fengust
gönguskór né almennilegur úti-
vistarfatnaður.
Hann hlustaði ekki á væl um
peningaleysi – ef ekki væru til
peningar, þá þyrfti bara að afla
þeirra.
Allt sem Tryggvi talaði um á
þessum árum hefur ræst – allt
nema eitt, sveitin á ekki björgun-
arþyrlur - en hefur í staðinn eign-
ast fullkominn dróna sem kemur
að góðum notum við leitir.
Vendipunkturinn í ævilangri
vináttu okkar varð sumarið 1969
þegar ég ráðgerði að fara með
flokk manna í ferð um Horn-
strandir. Hvorki var til heppilegur
útbúnaður, fatnaður né matur eins
og nú er. Tryggvi komst á snoðir
um ferðina, en ferðafélagar voru
allir eða höfðu verið starfandi í
HSSR, einvalalið með mikla
reynslu. Að ósk hans var ferðin
skráð á vegum HSSR og í fram-
haldi af því nutum við marghátt-
aðrar aðstoðar sveitarinnar. Ferð-
in tókst vel og varð vendipunktur í
starfinu. Æfingarferðir urði lengri
og meira krefjandi, færðust inn á
hálendið, upp á jökla og til út-
landa. Nú voru samskipti okkar
Tryggva orðin tíðari og það mynd-
aðist sterkur hópur utan um hann
og þau málefni sem hann stóð fyr-
ir. Tryggvi varð óumdeildur for-
ingi hóps manna og kvenna, sem
hafa haldið saman fram á þennan
dag og mynda í dag kjarnann í
„Vinum HSSR“, stuðningshópi
sveitarinnar.
Við minnumst ótal atburða, s.s.
sjúkragæslu á mannamótum um
allt land, flugeldasölu um áramót-
in, fjallamaraþonkeppna Hjálpar-
sveitanna og óteljandi ferða um
öræfi Íslands.
Tryggvi var einn af þeim mönn-
um sem skilja eftir sig spor. Hann
var hugsjónamaður og brautryðj-
andi og hafði einstakt lag á að
sætta ólík sjónarmið og fá aðra
með sér að úrlausnum mála.
Þegar minnst er á Tryggva Pál
er ekki hægt annað en að minnast
á hans góðu konu Elínbjörtu Jóns-
dóttur, sem studdi sinn mann í öll-
um hans margvíslegu hugðarefn-
um og opnaði heimili þeirra fyrir
alls kyns uppákomum í áranna
rás. Nú síðast „Endurfunda“
hvert haust. Við Guðrún kona mín
höfum umgengist Tryggva og El-
ínbjörtu mikið og heimboðin hafa
gengið á víxl í áratugi. Tryggvi var
skemmtilegur maður og þau hjón
góðir gestgjafar. Aldrei heyrði ég
hann hallmæla fólki en hann var
fastur fyrir og lét ekki sinn hlut
fyrir neinum. Hann hlustaði á rök,
var vinur vina sinna og ef hann gat
liðsinnt þeim stóð ekki á því. Það
var farið strax í málið. Sl. sumar
áttum við með þeim hjónum ynd-
islega daga í ferð um landið. Fór-
um víða, sáum merka staði og
snæddum góðan mat. Nú verða
þessar ferðir ekki fleiri. Tryggvi
Páll er farinn í ferðina löngu og
hans er sárt saknað af vinum og
samherjum. Nú er minn góði vin-
ur laus við þjáningar og „farinn
heim“. Við áttum erfitt símtal ör-
fáum dögum áður en hann lést,
þar sem við gerðum okkur báðir
grein fyrir að þetta yrði okkar síð-
asta samtal.
Við Guðrún sendum Elínbjörtu
og fjölskyldu hugheilar samúðar-
kveðjur.
Eggert Lárusson.
Ég sá Tryggva Pál fyrst þegar
ég var í Myndlista- og handíða-
skólanum. Þá vann hann hjá G.P.
kryddi sem var í sama húsi og
skólinn, en við krakkarnir vorum
meira í því að búa til krydd í til-
veruna. Ég vissi ekki þá að
Tryggvi var alveg á þeirri línu
líka.
Það var svo upp úr 1990 að ég
kynntist Tryggva betur þegar
hann og Elínbjört keyptu rekst-
urinn á Gallerí Fold, en það kom
fljótlega í ljós að hann var ekki síð-
ur liðtækur í að selja myndverk,
sem mætti kannski segja að væri
fremur krydd fyrir sálarlífið. Það
fer sjaldnast svo að listamenn hafi
sérstakan áhuga á verslun, svo að
listmunasalar eru nauðsynlegir
fyrir marga listamenn til að sjá
þeim fyrir salti í grautinn. Það
gengur á ýmsu í þessum bransa en
samband okkar Tryggva var ætíð
farsælt og ekki kom upp alvarleg-
ur ágreiningur á milli okkar, sem
er ekki sjálfgefið.
Við áttum mörg sameiginleg
áhugamál, en þau hjónin höfðu
fylgst lengi með myndlistarsen-
unni, enda hafði Elínbjört lært
myndlist. Við áttum líka marga
sameiginlega kunningja og vini.
Svo voru það ferðalögin. Þar hitti
maður ofjarl sinn þó að ég væri al-
veg liðtækur í þeirri grein.
Tryggvi sagði skemmtilega frá.
Hann hafði ferðast víða á Íslandi
og þekkti vel til um allt land, með-
al annars gegnum störf sín fyrir
björgunarsveitirnar.
Ég sendi Elínbjörtu og fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur nú
þegar Tryggvi er lagður í ferðina
sem við hvorki skipuleggjum né
tímasetjum. En mér fannst
Tryggvi taka þessari ráðstöfum
örlaganna af sannri karlmennsku
og æðruleysi.
Daði Guðbjörnsson.
Tryggvi Páll
Friðriksson