Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Umsjón með samningaviðræðum og gerð kaupsamninga.
Við greinum fjárhag og rekstur fyrirtækja og önnumst
fjármögnun og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra.
Haukur Þór Hauksson – haukur@investis.is – Gsm. 893 9855
Thomas Möller – thomas@investis.is – Gsm. 893 9370
Steinn Haukur Hauksson – steinn@investis.is – Gsm. 849 8360
Í-MAT ehf.
JG ehf.
Hér eru nokkur dæmi um verkefni þar sem Investis hefur annast ráðgjöf við sölu, sameiningar eða aðkomu fjárfesta á undanförnum árum:
KAUP, SALA OG
SAMEINING FYRIRTÆKJA
Heimsmynd okkar hefurverið umbylt. Megir þúlifa áhugaverða tíma,hljómar kínverskt mál-
tæki, en langflest okkar myndu
örugglega velja að hafa ekki lifað
innrás Covid-19 inn í líf okkar síð-
astliðna mánuði. Heilbrigðiskerfið,
bæði spítalarnir sem og heilsu-
gæslan, stendur fremst í barátt-
unni við veiruna og af augljósum
ástæðum hefur því þurft að breyta
miklu í starfsemi þessara tveggja
hornsteina kerfisins.
Líf okkar er gjörbreytt
Á mörgum heilsugæslum er því
reynt að sinna sem mestu í gegn-
um símatíma og/eða Heilsuveru, og
tímabókanir hjá læknum eða
hjúkrunarfræðingum ekki gefnar
nema að undangengnu mati læknis
eða hjúkrunarfræðings símleiðis á
einkennum hvers og eins.
En hvað þá með alla „venjulegu
sjúkdómana“, alla þá sjúkdóma
sem heilsugæslan hefur sinnt við
greiningu og fyrstu meðferð dags-
daglega alla daga ársins? Hvað
með brjóstverki, hjartaáföll, heila-
áföll, botnlangabólgu og fleiri
bráða sjúkdóma? Hvað verður um
þá og hver er tíðni þeirra á tímum
veirunnar?
Fáar formlegar rannsóknir hafa
skiljanlega enn farið fram, en vís-
bendingar eru um, bæði vestan
hafs og austan, að bráðatilfellum
eins og hjarta- og heilaáföllum hafi
farið fækkandi þar nú þegar veiran
hefur gjörbreytt lífi okkar eins og
við þekktum það síðastliðna mán-
uði. Harlan Krumholz, hjartalækn-
ir við Yale-háskólann í Bandaríkj-
unum, ritar grein í New York
Times hinn 6. apríl sl. sem ber
yfirskriftina Hvað varð um öll
hjartaáföllin? Þar lýsir hann
reynslu lækna hjá Yale af því
hvernig þeir upplifa marktæka
fækkun bráðra sjúkdóma eins og
til dæmis hjartaáfalla síðastliðna
mánuði. Þessi þróun í Bandaríkj-
unum virðist ekki bundin við
hjartasjúkdóma: Manda Cheled-
nik, skurðlæknir í Missouri-fylki,
spyr á Twitter þann 5. apríl sl.
hvað hafi orðið af sjúkdómum eins
og venjulegri botnlangabólgu og
bráðri gallblöðrubólgu?
Situr fólk heima?
Sama eða svipuð þróun virðist
eiga sér stað austan hafs: Rann-
sakendur á Spáni birtu nýlega
grein þar sem þeir greindu frá
40% fækkun bráðra inngripa
vegna hjartaáfalla í síðustu viku
marsmánaðar á þessu ári saman-
borið við vikurnar áður en farald-
urinn skall á. Í grein í sænska
læknatímaritinu Dagens Medicin
þann 30. mars sl. er greint frá því
að sænskir hjartalæknar telji kom-
um vegna hjartavandamála á
sjúkrahús þar í landi hafa fækkað
mikið á tímum veirunnar. Mögu-
lega breyttir áhættuþættir.
Stóra spurningin er auðvitað af
hverju þessi þróun virðist vera að
eiga sér stað og hvort um sömu
eða svipaða þróun sé að ræða hér á
Íslandi? Nærtækasta skýringin er
mögulega því miður sú að fólk sitji
heima með einkenni þar sem, skilj-
anlega, það vilji ekki leita á heilsu-
gæslustöðvar eða sjúkrahús af ótta
við að sýkjast þar af Covid-19.
Einnig er mögulegt að á þessum
tímum skipaðrar fjarlægðar við
næsta mann séu áhættuþættir fyr-
ir sumum sjúkdómum breyttir
vegna breyttrar hegðunar okkar.
Senda erindi eða hringja
Í ljósi alls ofangreinds er ástæða
til að minna á hlutverk öflugrar
heilsugæslu hér á landi. Ástæða er
til að minna á að með rafrænum
skilríkjum er ávallt hægt að senda
erindi í gegnum Heilsuveru, eða þá
hringja í afgreiðslu þinnar heilsu-
gæslu og biðja um símatíma og eða
viðtal við lækni eða hjúkrunar-
fræðing. Heilsugæslan – hér fyrir
þig.
Hvað varð um öll hjartaáföllin?
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjólreiðar Félagslíf og samkomur liggja í láginni í yfirstandandi samkomubanni en margir hafa í staðinn lagt stund
á ýmiskonar hreyfingu sem er mjög gefandi fyrir sálina, hreinsar hugann og er alhliða heilsubót.
Heilsuráð
Hlynur Níels Grímsson
sérnámslæknir í heimilislækn-
ingum, Heilsugæslunni
Seltjarnarnesi og Vesturbæ
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa
orðið varir við aukinn áhuga borgar-
búa á að rækta sitt eigið grænmeti.
Opnað var fyrir umsóknir um mat-
jurtagarða fyrir íbúa í Reykjavík um
miðjan mars.
Efalítið hefur ástandið á tímum kór-
ónuveirunnar ýtt undir áhuga fólks.
Eins hafa breytingar sem gerðar
voru á görðunum við Logafold í Graf-
arvogi í fyrra mælst vel fyrir og auk-
ið áhugann, samkvæmt upplýsingum
Jóns Halldórs Jónassonar, upplýs-
ingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg.
Ræktunarkassar voru settir upp við
Logafold til að auðvelda notendum
að láta græna fingur njóta sín án
þess að bogra niður við jörð, segir í
frétt á heimasíðu borgarinnar. Flest-
ir eru kassarnir 40 sentímetra háir,
en sumir þeirra eru 70 cm og henta
þeir þeim sem hafa skerta hreyfi-
getu. Hver kassi er 8 fermetrar. Á
öðrum stöðum í borginni eru beð.
Alls er boðið upp á kassa og beð á
fimm stöðum í borginni. Reykjavík-
urborg útdeilir einnig garðlöndum í
Skammadal í Mosfellsbæ. Allir kass-
ar við Logafold eru bókaðir í sumar
og kominn er biðlisti, en enn eru þar
lausir skikar. Garðarnir við Þorra-
götu og í Laugardal hafa alltaf verið
eftirsóttir og þar eru biðlistar eftir
skika.
Þá er meiri ásókn í matjurtagarðana
í Fossvogi en oft áður, en þar eru þó
enn lausir nokkrir skikar. Þá eru enn
lausir bæði kassar og skikar í Árbæ.
Með því að fara á vefsíðuna https://
reykjavik.is/matjurtagardar má sjá
hvaða skikar eru lausir.
Reykjavíkurborg hlutast til um út-
hlutun á 553 görðum sem verða af-
hentir leigjendum 1. maí eða fyrr ef
veður leyfir. Leiga fyrir garða er
óbreytt frá fyrra ári. Leiga fyrir garð-
land í Skammadal er 5.000 krónur
og skiki í fjölskyldugörðunum kostar
4.800 kr. Garðarnir í Logafold verða
leigðir á 3.400 kr. kassinn (8 fer-
metrar).
Ræktunarkassar í Logafold hafa slegið í gegn
Aukinn áhugi á ræktun matjurta
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Logafold Kassarnir voru settir upp í fyrra og hafa slegið í gegn. Þeir sem leigja
þessa kassa þurfa ekki að bogra niðri við jörð við ræktunarstörfin.