Morgunblaðið - 16.04.2020, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fullt af nýjungum í grænmetis-
og vegan vörulínunni okkar
Verslanir • Mötuneyti
Kynntu þér málið og pantaðu
á vefverslun okkar www.danco.is
Dóra Júlía
dorajulia@k100.is
Heilbrigðisstarfsfólk um allan
heim klæðist nú miklum og mik-
ilvægum verndarbúnaði til þess
að verja sig í ástandinu. Sumir
hafa tekið upp á því að festa á
hlífðargallann sinn mynd af sér
brosandi ásamt nafni sínu og með
því er slegið á létta strengi til þess
að róa niður sjúklinga. Robertino
Rodriguez, læknir frá San Diego,
deildi mynd af sér á instagram
þar sem hann var fullklæddur
hlífðarbúnaði með mynd af sjálf-
um sér brosandi festa á bringu
sér. Hann skrifaði að hann hefði
fundið til með sjúklingum sínum
þegar hann kæmi inn í herbergi
til þeirra með andlitið þakið
verndarbúnaði og að sannfærandi
bros gæti gert mikið fyrir ein-
hvern sem er hræddur. Því hafi
hann ákveðið að festa myndina á
gallann sinn svo að sjúklingarnir
sínir gætu séð hughreystandi
bros á þessum erfiðu tímum.
Þetta finnst mér ótrúlega fal-
legt. Eitt bros getur dimmu í
dagsljós breytt!
Ég vona að allir séu að fara vel
með sig og hlúa vel að sér. Mun-
um að vonin er alltaf til staðar og
allt er tímabundið. Ég sá svo ótrú-
lega flottan texta á instagram í
gær. Þar stóð að allt ástand væri
tímabundið, þannig að þegar lífið
er gott þá er mikilvægt að muna
að njóta þess og upplifa það til
hins ýtrasta. Og þegar lífið er
ekki eins gott þá munum við að
það endist ekki að eilífu og betri
dagar eru á leiðinni! Góð mantra
til að lifa eftir!
Ljósi punkturinn með dj Dóru Júlíu
Sýndi brosið á
bak við grímuna
Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og
flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarp-
inu og á vefnum. Fylgstu með á K100 og á k100.is.
Skjáskot/Instagram/Captain_wolf82
Bros Læknirinn Rodriguez vildi
sýna brosið á bak við grímuna.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er
kallaður, sem hefur verið innilokaður á heimili
sínu á Tenerife í 33 daga vegna útgöngubanns
sem er í gildi á Spáni, segir að margir íbúar
eigi varla fyrir brauðsneið vegna ástandsins.
Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur
ferðamennska, sú atvinnugrein sem flestir
íbúar Tenerife reiða sig á, lagst tímabundið af.
„Fullt af fólki sem var að vinna hérna var
að vinna fyrir launum viku fyrir viku eins og
er mjög algengt hérna. Það er bara borgað
þannig og oftar en ekki svart. Þetta fólk fær
ekki neitt,“ sagði Svali í morgunþættinum Ís-
land vaknar á K100 í gærmorgun. Sagði hann
að um 2.800 smáfyrirtæki á Tenerife væru í
miklum vandræðum.
Verst hjá þeim sem vinna svart
„Það er svo gott heima [á Íslandi] hvað það
er lítið samfélag og hvað það er hægt að
bregðast hratt við,“ sagði Svali og bætti við að
fólk sem starfaði á Tenerife sem hefði sótt um
aðstoð frá ríkinu fengi ekki aðstoð fyrr en um
næstu mánaðamót og hefði því verið tekju-
laust í meira en mánuð.
Staðfesti hann að félagslegt öryggisnet á
Spáni væri ekki jafn sterkt og á Íslandi og
taldi tvær ástæður vera fyrir því.
„Þetta er svo ofboðslega stórt samfélag, það
telur 47 milljónir manna en það er líka það að
það er tvöfalt hagkerfi hérna,“ sagði Svali og
vísaði þar til þess að stór hluti þjóðarinnar
fengi borgað svart.
„Það kemur upp á yfirborðið núna og allir
þeir sem blómstruðu þar eru í mestu vand-
ræðunum í dag,“ sagði hann.
Óvíst hvernig framtíðin verður
Sagði Svali að enginn vissi raunverulega
hvenær straumur ferðamanna myndi byrja að
koma aftur til landsins, en þangað kemur ár-
lega gríðarlegur fjöldi ferðamanna.
„Það veit enginn hvað á að segja. Það er
fullt af getgátum,“ sagði hann og bætti við að
búist væri við ferðahömlunum að minnsta
kosti til 15. maí. „Ef einhver kemur á þeim
tíma verður ekki búið að opna neitt. Það verð-
ur ekki búið að opna Siam Park eða ströndina.
Ætla þeir að hafa mörg þúsund manns á
ströndinni og reyna að virða tveggja metra
regluna? Ég sé það bara ekki gerast. Allavega
ekki strax.“ Bætti hann því þó við að jákvætt
væri að sumarið á Tenerife væri í raun deyfð-
artími eða „low season“ en háannatíminn í
ferðamennsku á eyjunni væri veturinn. „Gall-
inn er að það var tekinn svo stór kafli úr há-
annatímanum. Páskarnir voru klipptir út.
Þannig að við erum að horfa á slæmt ástand,“
sagði hann.
Svali stefnir á að heimsækja Ísland í sumar
með fjölskyldunni, en hann hefur ekki komið á
heimalandið síðan 2018. Bjóst hann við því að
fara heim um leið og aftur yrði flogið í sumar.
„Ef ég myndi ógeðslega mikið vilja komast
heim núna þá kæmist ég samt ekki. Ég bara
kemst ekki. Það er engin flugvél að fljúga á
milli,“ sagði Svali.
Margir á Tenerife eiga
ekki fyrir brauðsneið
Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er jafnan kallaður,
er nú á 33. degi útgöngubanns á Tenerife, en þar býr hann
ásamt fjölskyldu sinni og hefur atvinnu af ferðamennsku
eins og svo margir íbúar eyjunnar. Margir eru þó í miklum
vandræðum með að eiga fyrir nauðsynjum nú þegar engir
ferðamenn koma ti eyjunnar vegna kórónuveirufaraldurs.
FJölskylda Svali mun heimsækja Ísland um leið og færi gefst ásamt fjölskyldu sinni í sumar.
Ljósmyndir/Aðsendar
Paradís? Svali kemst hvorki
lönd né strönd en hann hefur
verið innilokaður ásamt eig-
inkonu sinni Jóhönnu og þrem-
ur börnum í 33 daga á Tenerife.