Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Ég er ekki hissa á því að Eyja-
menn skuli leita allra leiða til að
geta haldið krakkamótin sín í
fótboltanum á komandi sumri.
Í kjölfarið á þrúgandi ástandi
vegna kórónuveirunnar yrði það
mikið áfall fyrir samfélagið í Eyj-
um ef þessi mót gætu ekki farið
fram. Svo ekki sé nú talað um
sjálfa Þjóðhátíðina síðsumars.
Þetta snýst ekki bara um
Eyjamenn. Fyrir gríðarlegan
fjölda barna er mikil tilhlökkun í
marga mánuði fyrir því að fara til
Eyja. Í þeirra augum er þetta
eins og að fara á heimsmeist-
aramót.
Það þekki ég sjálfur frá fyrri
tíð eftir að hafa sótt Eyjarnar
heim fimm ár í röð með mínum
krökkum. Í sumum tilfellum, í
fjölmennum félögum, fá börnin
bara kost á að fara einu sinni.
Ekki bara Vestmannaeyjar.
Mín þrjú börn voru öll í fótbolta
og fóru á mót á Akranesi, Ak-
ureyri, Sauðárkróki og Siglufirði,
að mig minnir í ein fimmtán
sumur í röð, og í kringum þau
var hluti af sumarfríinu tekinn
með tilheyrandi útilegum og
fjöri. Fyrir marga er þetta hluti af
lífsstílnum á ákveðnu tímaskeiði.
Mikið er rætt um að ferðast
innanlands á komandi sumri þar
sem nær útilokað verði að fara
til útlanda í sumarfríinu. Vonandi
verða fótboltamótin áfram val-
kostur fyrir fjölskyldurnar sem
stefna á ferðalög um landið.
Það verður ekki einfalt hvað
fjölmennari mótin varðar að
halda þeim undir fjöldatakmörk-
unum sem væntanlega verða í
gildi í allt sumar, sem og að
skipuleggja þau út frá öllum
reglum um sóttvarnir og nálægð.
Það er krefjandi verkefni sem
mótshöldurum tekst vonandi að
leysa af hendi á farsælan hátt.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
ÞÝSKALAND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður
í handknattleik, bíður nú þess sem
verða vill í Þýskalandi eins og aðrir
Íslendingar í deildinni. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun um hvort reynt
verði að halda áfram keppni á
keppnistímabilinu 2019-2020 eða
hvort tímabilinu sé lokið. Bjarki er í
ögn sérstakri stöðu því hann var
markahæstur í efstu deild þegar
þegar keppni var slegið á frest eftir
að hafa farið mikinn með Lemgo á
sínu fyrsta tímabili hjá liðinu. Var
hann með þrettán marka forskot
þegar sjö umferðir voru eftir.
„Ef tímabilið yrði núllað út þá
yrðu það mestu vonbrigði sem ég
hef farið í gegnum sem hand-
boltamaður. Sú staða gæti mögu-
lega komið upp og þá yrði þetta eins
og aldrei hefði verið spilað í vetur,“
sagði Bjarki þegar Morgunblaðið
heyrði í honum hljóðið í gær en
hann tók þó fram að sú niðurstaða
að staðan í deildinni nú verði látin
gilda sé líklegri. Segir hann um-
ræðuna vera á þann veg að flestir
reikni með því að tímabilinu sé lokið
og ekkert lið fari niður í næstefstu
deild. Tvö lið fari upp og því muni
fjölga um tvö lið á næsta tímabili.
Allt séu þetta þó vangaveltur enn
sem komið er og málin komi til með
að skýrast í þessari viku eða þeirri
næstu.
Æfir einn ytra
Leikmenn í Þýskalandi eru á at-
vinnuleysisbótum um þessar mundir
til að létta handboltafélögunum róð-
urinn á tímum kórónuveirunnar.
Bjarki og hans fjölskylda héldu
kyrru fyrir í Þýskalandi en nokkuð
var um að íslenskir atvinnumenn
kæmu heim þegar íþróttakeppnum
var frestað um allan heim.
„Við erum ennþá bara í óvissu
hérna úti á meðan við bíðum eftir
því hvort haldið verði áfram eða
ekki. Allir í liðinu eru komnir á at-
vinnleysisbætur og við tókum á okk-
ur launalækkun til að hjálpa félag-
inu. Öll liðin virðast gera þetta en
líklega er mismunandi úrvinnsla á
þessu eftir því sem félögin ráða við.
Við erum því ekki beinlínis í vinnu
hjá félaginu eins og er. Maður reyn-
ir að halda sér í formi. Fara út að
hlaupa og lyfta lóðum heima fyrir.
Við leikmennirnir hittumst ekkert
meðan á þessu stendur. Ég er búinn
að búa til smá aðstöðu heima fyrir
og pantaði græjur á netinu til að
auðvelda mér að æfa heima. Einnig
notar maður mikið eigin líkams-
þyngd. Þetta er ekki eins og að vera
inni í höll í handboltaskóm en maður
reynir að bjarga sér. Það er ekkert
annað í boði. Ég heyri á félögum
mínum í landsliðinu að flestir vinna
úr þessari stöðu á svipaðan hátt.“
Leikur áfram með Lemgo
Bjarki segir að biðin eftir því að
ákvörðun verði tekin hafi reynst
ansi þreytandi til lengdar.
„Mér finnst gríðarlega erfitt að
hafa þetta hangandi yfir sér. Ég
neita því ekki. Maður fer upp og nið-
ur í líðan. Mér heyrist að mótið
verði blásið af en ekkert er staðfest í
eim efnum. Ef þráðurinn yrði tekinn
upp þá yrði það fjárhagslega erfitt
fyrir liðin. Það yrði slæmt að spila í
tómum höllum og þá er enginn að-
gangseyrir í boði. Í þeim skilningi
væri eiginlega verra að byrja aftur.
Styrktaraðilar geta heldur ekki
mikið hjálpað núna i þessu ástandi
sem skiljanlegt er,“ sagði Bjarki en
hann segir nánast 100% öruggt að
hann muni leika áfram með Lemgo
á næsta tímabili. Bjarki gerði
tveggja ára samning við félagið.
Vafalaust hefðu einhver félög, til
dæmis í Meistaradeildinni, haft
áhuga á að leikmanni sem er marka-
hæstur í Þýskalandi en þetta sum-
arið verður leikmannamarkaðurinn
væntanlega svo gott sem dauður.
„Fyrir næsta ár er ekkert annað í
stöðunni en að spila með Lemgo
enda er ég með samning. Staðan í
handboltaheiminum er auk þess
mjög slæm vegna veirunnar. Mögu-
lega hefði eitthvað komið inn á borð
til mín ef ef aðstæður væru aðrar.
Liðin vita lítið um næsta tímabil og
hvernig þau eiga að skipuleggja það.
Leikmannamarkaðurinn er því mjög
rólegur,“ sagði Bjarki.
Rétt stöðumat í fyrra
Þegar Bjarki hafði félagaskipti úr
Füsche Berlín í Lemgo síðasta sum-
ar þá sagðist hann í samtali við
Morgunblaðið geta fengið stærra
hlutverk hjá Lemgo. Liðið yrði
kannski ekki jafn gott og lið Füsche
en hann myndi fá fleiri mínútur inni
á vellinum og fleiri marktækifæri.
Hefur það gengið fullkomlega eftir
og skotnýtingin verið mjög góð.
„Já, ótrúlegt en satt þá gekk
þetta eftir. Ég væri að ljúga ef ég
segði að hefð vitað að mér myndi
ganga alveg svona vel. Áherslur
þjálfarans, og leikstíll Lemgo, sagði
mér að ég myndi fá mikið af færum.
Ég sá í hvað stefndi og bjóst við að
geta tekið stöðu vítaskyttu. Ég set
mér markmið og sé fyrir mér hvað
ég ætla mér að gera. Margt sem ég
hef ætlað mér á ferlinum hefur
gengið eftir en auðvitað ekki allt. Ég
sagði árið 2015, þegar ég samdi við
Füsche, að ég vildi ná því að verða
einhvern tíma markakóngur í efstu
deild í Þýskalandi. Nú gæti það
gengið eftir ef tímabilið verður ekki
strokað út. Fari svo að tímabilið ver-
ið klárað þá er ég nokkuð viss um að
ég muni verða markahæstur.“
Velgengni skemmir ekki fyrir
Spurður um hvort honum hafi
ekki verið vel tekið hjá Lemgo eftir
að hafa raðað inn mörkum í vetur þá
getur Bjarki ekki neitað því.
„Mér var reyndar strax vel tekið
þegar ég mætti af þeim sem vinna
hjá klúbbnum og stuðningsmönnum.
Allt er þetta vingjarnlegt fólk og
starfsfólkið hjá félaginu er þægilegt.
Ég verð samt að viðurkenna að það
skemmir ekki fyrir þegar manni
gengur svona vel,“ sagði Bjarki Már
Elísson ennfremur í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Markakóngur eða ekki?
Bjarki Már bíður eftir ákvörðun Þjóðverjanna Er á bótum eins og aðrir
Ljósmynd/Lemgo
Velgengni Bjarki Már Elísson raðaði inn mörkum fyrir Lemgo í vetur eftir að hafa flutt sig frá Berlín.
Útlit er fyrir að þrír íslenskir knatt-
spyrnumenn hjá sænskum félögum
verði komnir á fulla ferð með liðum
sínum frá og með næstu mán-
aðamótum. Sex sænsk félög í karla-
flokki hafa tekið sig saman um að
spila upphitunarmót í maímánuði
en reiknað er með að keppni í efstu
deildunum í Svíþjóð hefjist í byrjun
júní.
Hammarby, lið Arons Jóhanns-
sonar, Norrköping, lið Ísaks Berg-
manns Jóhannessonar, og Brage,
lið Bjarna Marks Antonssonar, eru
þrjú þessara sex liða.
Íslendingar spila
leiki í maí
Hammarby Aron Jóhannsson fær
verkefni í næsta mánuði.
Guðni Bergsson, formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands, tekur á
sig launalækkun vegna minnkandi
umsvifa sambandsins í kjölfar kór-
ónufaraldursins. Þetta staðfesti
hann í þættinum Sportið í dag í gær
á Stöð 2 Sport. Guðni kvaðst eftir
sem áður vinna fullt starf fyrir sam-
bandið þótt launin yrðu lækkuð. Þá
sagði hann að meirihluti starfs-
manna KSÍ myndi taka á sig skerð-
ingu og lækka í starfshlutfalli til að
ná fram hagræðingu í rekstri sam-
bandsins. Alls eru sextán og hálft
stöðugildi hjá KSÍ.
Lækkað starfs-
hlutfall hjá KSÍ
Morgunblaðið/Hari
Formaðurinn Guðni Bergsson tekur
á sig launalækkun hjá KSÍ.
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið hefur tilkynnt á vef sínum að
500 milljónum króna verði varið til
íþrótta- og æskulýðsstarfs til þess að
mæta áhrifum af útbreiðslu kór-
ónuveirunnar.
Á vef Íþrótta- og ólympíusam-
bands Íslands segir að vinnuhóp-
urinn sem framkvæmdastjórn ÍSÍ
skipaði 25. mars vinni nú að út-
færslum varðandi skiptingu þess
fjár sem renna muni til íþrótta af
þessum 500 milljónum.
Guðrún Inga Sívertsen, fyrrver-
andi varaformaður KSÍ, er í forystu
fyrir hópnum og með henni eru
Hörður Þorsteinsson, formaður
Badmintonfélags Hafnarfjarðar og
fyrrverandi framkvæmdastjóri GSÍ,
og Sigurjón Pétursson, varaforseti
Alþjóðakraftlyftingasambandsins,
sem einnig er fyrrverandi formaður
KRAFT og fyrrverandi varafor-
maður HSÍ.
Á vef ÍSÍ segir m.a.: „Stuðningur
þessi byggist á þingsályktun-
artillögu um fjárfestingarátak
stjórnvalda til að vinna gegn sam-
drætti í hagkerfinu í kjölfar heims-
faraldursins, sem samþykkt var á
Alþingi hinn 30. mars sl. Hefðbundin
menningarstarfsemi og íþrótta- og
æskulýðsstarf hefur nánast lagst af
á undanförnum vikum og stór hópur
fólks og félaga orðið fyrir miklum
tekjumissi.“
Starfshópur
ÍSÍ skoðar
skiptingu
Bjarki Már Elísson var marka-
hæstur í þýsku bundesligunni
þegar keppni var slegið á frest
eins og fram kemur í viðtalinu.
Verði það niðurstaðan er hann
annar Íslendingurinn sem
verður markakóngur í Þýska-
landi í búningi Lemgo. Því náði
stórskyttan Sigurður Sveins-
son á níunda áratugnum.
Báðir hafa þeir orðið marka-
hæstir í næstefstu deild Þýska-
lands. Bjarki með Eisenach og
Sigurður með Dortmund. Báðir
hafa þeir auk þess leikið með
HK, Selfossi og Fylki. „Já, við
eigum ýmislegt sameiginlegt
þótt ég þekki manninn ekkert,“
sagði Bjarki þegar þetta var
fært í tal í gær.
Aftur fetað
í fótspor
Sigurðar?