Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 ✝ Sigurður Hall-dór Sverrisson fæddist í Reykja- vík 9. febrúar 1953. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. apríl 2020. Foreldrar hans eru María H. Sig- urðardóttir sjúkra- liði, f. 13. október 1930, og Sverrir Gunnarsson skipasmíða- meistari, f. 28. mars 1927. María er dóttir Halldóru Guð- laugsdóttur, húsfreyju að Helluvaði á Rangárvöllum. Faðir Maríu var Sigurður Sig- urðsson bóndi. Sverrir er sonur Gunnars Snorrasonar frá Ak- ureyri og Ingu Sigurrósar Guð- mundsdóttur húsmóður. Systk- skólanámi og helga sig brids og varð einn besti bridspilari Íslendinga, margfaldur Íslands- meistari og einn af stigahæstu spilurum Íslands frá upphafi. Sigurður var einnig liðtækur í skákíþróttinni. Árið 1990 lauk Sigurður námi sem flugvirki frá Spartan School of Aeronau- tics and Technology í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum og vann að námi loknu áratugum saman hjá Icelandair. Sigurður var einstakur húmoristi og orð- heppinn með afbrigðum. Hann var mikill áhugamaður um tón- list frá unga aldri, sló á gítar þegar svo bar undir og tónlist- arsmekkur hans fór ekki fram- hjá neinum sem hann þekktu. Sigurður var alltaf í nánum samskiptum við systkini sín og fjölskyldur þeirra, systkina- börnum sínum sýndi hann ein- lægan áhuga og hlýhug enda kölluðu þau hann jafnan Sigga bróður. Útför Sigurðar fer fram 16. apríl 2020 en í kyrrþey í ljósi aðstæðna. ini Sigurðar samfeðra eru Inga María, f. 1956, gift Guðfinni Einars- syni; Svanhildur Kristín, f. 1958, gift Bjarna Bjarna- syni; Marteinn, f. 1962, kvæntur Margréti Halldórs- dóttur. Árið 2003 kvæntist Sigurður Mary Pat Frick, f. 22. febrúar 1944, d. 8. mars 2020. Fyrir átti Mary soninn Bryan, sem býr í Bandaríkjunum. Sigurður ólst upp hjá móður sinni á Kleppsveginum í Reykjavík og stundaði að loknu landsprófi nám við Mennta- skólann við Tjörnina. Hann kaus að hverfa frá mennta- Þegar Siggi bróðir leit dags- ins ljós í Reykjavík árið 1953 var pabbi fluttur austur á land, ný- lega búinn að kynnast mömmu sem hann síðar giftist og eign- aðist með þrjú önnur börn. Það hvíldi einhver leynd yfir því til að byrja með að pabbi ætti dreng suður í Reykjavík en sjálf- sagt vissu það allir í litla bæj- arfélaginu. Eftir að við systur vorum fæddar, fjölskyldan flutt suður og nýr bróðir bættist í hópinn varð Siggi sífellt stærri þáttur í lífi okkar þótt hann byggi alltaf hjá mömmu sinni. Hann var eina barn hennar og við systkinin kynntumst henni vel. Um Sigga fertugan skrifaði hún vísu sem lýsir honum svo vel; gríninu, glettninni og kát- ínunni. Létta, góða lundin þín lífs er gjöf hin besta, græskulaust er allt þitt grín, gæfuleið ein mesta. (María H. Sigurðardóttir) Okkur fannst töluvert til þessa stóra bróður okkar koma, Sigga bróður, sem á mennta- skólaárum sínum ákvað að snúa sér frekar að brids en að feta menntaveginn. Þá var hár hans orðið sítt, skeggið úfið og hann orðinn spekingur mikill. Okkur fannst ákvörðunin djörf en það kom á daginn að honum farn- aðist vel á þeirri braut, varð margfaldur Íslandsmeistari og einn besti bridsspilari landsins. Auk þess var Siggi snjall skák- maður og hefði án efa náð enn lengra á þeirri braut ef hann hefði viljað. Siggi hafði einstakt minni. Til dæmis lærði hann landafræði- kortabók, sem við gáfum honum í jólagjöf eitt árið, svo til utan að. Hann hafði einstakan húmor og hafði gaman af að snúa út úr orð- um og orðatiltækjum og gaf ansi mörgum vinum sínum gælunöfn. Við systurnar reyndum lengi vel að hafa áhrif á fataval Sigga. Hann fékk peysur frá okkur á jólunum í mörg ár en notaði þær aldrei. Skyrturnar hans voru hnepptar upp í háls en fengi hann augngotur frá okkur losaði hann efsta hnappinn frá. Siggi bróðir fylgdist með upp- vexti systkinabarnanna og sýndi þeim öllum einlægan áhuga. Allir fengu jólagjafir fram að ferm- ingu og við systkinin hættum sjálf aldrei að skiptast á jólagjöf- um. Hann fylgdist með systur- syni sínum hasla sér völl í skák, vissi alltaf hvernig staðan var á öllum mótum og var hvetjandi frændi. Siggi spurðist alltaf fyrir um alla fjölskyldumeðlimi sína, smáa og stóra, og var í góðu sambandi við fólkið sitt hvar svo sem í heiminum það hélt sig. Þegar Mary Pat bættist í fjöl- skylduna sýndi hún hópnum hans Sigga sömu hlýju og hann. Lífið er hverfult og enginn veit sinn vitjunartíma. Missir okkar allra er stór. Inga María og Svanhildur. Kæri Siggi bróðir – kæra Mary Pat. Það er varla að ég trúi því enn að þið séuð bara bæði farin. Allt gerðist þetta svo snöggt. Ég stend mig enn að því að ætla að senda ykkur skilaboð eða reyna að muna eitthvað sem ég þarf að ræða við ykkur á laugardaginn. Það verða bara engir fleiri laug- ardagslabbitúrar. Það verða engir fleiri laugardagsmorgun- verðir. Við munum ekkert spjalla, spila eða njóta saman skemmtilegra kvöldstunda meira. Við Siggi erum hálfbræður, samfeðra. Þó að við höfum ekki alist upp á sama heimili urðum við snemma nánir vinir. Ég man þegar ég kom í heimsókn til Sigga þar sem hann var að vinna í Ellingsen í Pósthússtræti. Ég hef væntanlega ekki verið nema 10-12 ára gamall. Siggi fékk þá leyfi til að skreppa frá vinnu og tók sér labbitúr með litla bróður. Keypti Andrésblað í bókabúð og gott ef ekki var líka keypt kók og Prince Polo. Einhvern veginn er minning mín um Sigga mörkuð af svona atvikum, þar sem hann var að gefa eða gera eitthvað fyrir mig. Ég var afskaplega stoltur af stóra bróður og fannst mikið til þessarar umhyggju koma. Þegar tímarnir liðu varð ein- hvern veginn minna úr þessum tæplega 10 ára aldursmun. Við fórum að verða meira eins og vinir og félagar. Stunduðum skemmtanalífið saman, fórum í veiðitúra og útilegur saman og urðum bara einstaklega sam- rýndir og góðir félagar. En alltaf var sama ástin og umhyggjan sem ég fékk að njóta. Mamma þín, María, var aldrei langt undan. Hún einhvern veg- inn varð hluti af okkar sambandi. Umhyggjusöm og yndisleg eins og hún alltaf var. Börnunum mínum var hún sem auka amma. María, takk fyrir allt og mínar dýpstu samúðarkveðjur. Eftir að þú fórst til Bandaríkj- anna að læra flugvirkjun varðstu á einhvern undarlegan hátt heill- aður af Bandaríkjunum eftir að þú komst aftur heim. Það kom reyndar síðar skýring á þessu þegar þú kynntir hana Mary Pat til sögunnar. Hún varð góð við- bót við fjölskylduna og fljótlega urðum við góðir vinir. Þið Mary áttuð svo margt sameiginlegt en efst er mér þó í huga umhyggju- semin sem ykkur báðum var svo í blóð borin. Þið lögðuð ykkur svo eftir því að læra á óskir og þarfir allra í fjölskyldunni. Mat- arboðin ykkar voru ekki skipu- lögð öðruvísi en að kanna hvað hver og einn vildi borða og drekka. Jólagjafirnar voru út- hugsaðar og í öllum ykkar sam- skiptum var metnaður lagður í að mæta óskum og þörfum hvers og eins. Síðustu ár mörkuðust mjög af veikindum ykkar beggja. Mér var það ljúft að fá að endur- gjalda umhyggjusemi ykkar með því að aðstoða ykkur og styðja í þessum veikindum. En, þessi ár treystu líka enn frekar vinabönd okkar. Betri vini er vart hægt að hugsa sér. Með ykkur gat ég deilt öllum mínum áhyggjum og draumum. Það var mikið áfall þegar Mary Pat kvaddi þann 8. mars sl. Þú varst aðeins nokkrum dög- um áður hættur að vinna og hafðir hlakkað mikið til að fara að njóta eftirlaunaáranna. En okkur var ekki ætlaður lengri tími saman að sinni. Takk fyrir allt, Siggi bróðir. Takk fyrir allt, Mary Pat. Ykkar Marteinn. Siggi frændi var ömmubróðir minn en ég eins og allir aðrir í fjölskyldunni kallaði hann Sigga bróður. Hann dó nýlega vegna sjúkdóms sem er að ganga yfir og flestir eru hræddir við núna. Mér finnst svo skrítið að Siggi sé farinn, ég hitti hann kannski ekki mjög oft en mér þótti vænt um að vita að ég ætti frænda eins og hann sem sendi alltaf fal- legar og góðar gjafir um jólin. Þetta er svo sorglegt og mér líður enn eins og hann sé hérna þótt ég viti að þannig er það ekki. Og þá hugsa ég líka um Mary Pat, konuna hans sem dó fyrir nokkrum vikum. Nú eru þau bæði farin. Tvær manneskj- ur úr fjölskyldunni minni. Elsku langafi er búinn að missa son sinn og amma bróður sinn. Ég vona að Sigga og Mary líði vel þar sem þau eru núna. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Svanhildur Lea. Það er skammt stórra högga á milli. Það leið ekki mánuður frá því að Mary kvaddi okkur og þar til Sigurður kvaddi. Sigurði kynntist ég í gegnum sameiginlegan áhuga okkar á bridge. Hann vakti fyrst athygli mína fyrir óvenjulega vandað úr- spil. Síðar kom í ljós að við deild- um öðrum áhugamálum og má þá nefna veiðiskap og Liverpool FC. Þessi gæðadrengur batt síðan trúss sitt við öðlingskonuna Mary Pat. Hann hafði kynnst henni í Bandaríkjunum þegar hann var við nám í flugvirkjun. Mary var einnig öflugur bridge- spilari. Sigurður var sömu skoðunar og ég um að það væri ekki heppi- legt að hjón spiluðu saman í mót- um. Slíkt byggi bara til ný ágreiningsatriði að óþörfu. Það æxlaðist því þannig að Sigurður bað mig um að spila við hana eitt mót. Hún hafði áhuga á að spila Íslandsmót í paratvímenningi. Eins og við var að búast spilaði hún listavel, svo við unnum mót- ið og urðum Íslandsmeistarar. Við hjónin eigum margar minningar um Sigga og Mary, sumarbústaðaferðir, veiðiferðir, mörg gamlárskvöld hjá okkur, þar sem horfa mátti á stóra brennu og flugeldasýningu út um stofugluggann, að ógleymd- um Mahjong-kvöldum. Í ársbyrjun þegar ég leit við hjá Mary á spítalanum var hún að skipuleggja næsta kvöld til að spila kínverska spilið Mahjong. Þessi skipulagning fór í súg- inn og eins áform um að Sig- urður kæmi í Veiðivötnin um verslunarmannahelgina eins og hann hafði oft gert. Menn geta skipulagt en drottinn ræður. Ég vona þó að ég fái að spila „Perfect Day“ eins og hann gerði til minningar um góðan vin, í hvert sinn sem Liverpool vinnur og … tapar. Við hjónin vottum aðstand- endum dýpstu samúð og söknum góðra vina. Páll Hjaltason Sigríður B. Sigurjónsdóttir. Í fyrsta sinn er ég sá Sigga var á Stórmótinu í bridge árið 1978, en ég var þar sem áhorf- andi, enda nýlega byrjaður að spila. Ég var mest að fylgjast með sænsku stórspilurunum, Morath og Göthe, sem voru sér- stakir boðsgestir á mótinu. Þeir fóru illa með flest íslensku pörin, en svo man ég að það kemur síð- hærður og skeggjaður maður í alltof þröngum jakkafötum að borðinu, svona einhvern veginn ekki beint „briddslegur“ í mínum augum. Þetta verður nú blóðugt fyrir þennan fýr hugsa ég, en ör- fáum mínútum síðar er Siggi bú- inn að spila og vinna tvö spil á of- urhraða, en sænsku stórstjörnurnar eru hreint ekki sáttar og komnar í hár saman. Hvað ósköpunum skeði hér hugsaði ég og elti síðan Sigga restina af mótinu. Árið 1980 fer ég að vinna með Sigga á Flutningadeildinni í Straumsvík. Það var mikið gæfu- spor fyrir mig briddslega séð að hafa aðgang að honum, en þau eru ansi mörg spilin sem ég bar undir hann og hann skýrði út á góðan hátt fyrir mér. Siggi var ótrúlega góður spilari og hvergi veikan blett að finna hjá honum. Hann var oft í landsliði Íslands í bridge, en gaf því miður ekki alltaf kost á sér. Hún er góð sagan af því þegar við Íslendingar höfðum unnið Bermuda Bowl í Yokohama og fréttamaður spyr Jón Baldurs- son hvort sá góði árangur hafi komið á óvart. Jón svarar: „Já, sérstaklega útaf því að þann besta vantaði.“ Þarna átti Jón við að Siggi var ekki í liðinu. En þetta snerist ekki allt um bridge hjá Sigga. Hann var snjall skákmaður og reyndar góður í öllum spilum. Það var t.d. næstum ómögulegt að vinna hann í Rússa, enda titlaði hann alltaf sjálfan sig sem „Rússakeis- ara“. Músík skipaði stóran sess í lífi Sigga. Hann spilaði afbragðs vel á gítar og tók vel í það ef beð- ið var um óskalög, en það mátti þó hvorki vera Bee né Gees í þeirri setningu. Við ræddum mikið um tónlist, höfðum fremur ólíkan smekk fyrstu árin, en eftir því sem tíminn leið vorum við meira sammála. Árið 2011 fórum við Siggi á tónleika með gítarsnillingnum Tommy Emmanuel. Við vorum frekar seinir fyrir og hálfhlupum síðasta spölinn í Háskólabíó. Þetta tók ótrúlega á Sigga, hann náði varla andanum og ljóst var að eitthvað mikið var að. Við horfðum samt á þessa góðu tón- leika en í kjölfarið fór Siggi í miklar rannsóknir og þá kom í ljós að hann var að glíma við nýrnabilun. Það var svo í desem- ber 2015 að ég fylgdi Sigga til Svíþjóðar og hann fékk nýtt nýra. Það var gaman að vera með Sigga í þeirri ferð. Hann tókst á við þessa áskorun af miklu æðruleysi og með bros á vör, ásamt því að heilla allar hjúkrunarkonurnar upp úr skón- um á sinn húmoríska hátt. Botn- uðu eflaust lítið í sumu af bullinu hans og höfðu örugglega aldrei heyrt um veiðimann sem bjarg- aði silungum frá drukknun! Siggi hafði lítið spilað bridge frá 2004 til 2018, en með batn- andi heilsu og starfslokin fram undan var hann farið að kitla smá í puttana og ætlaði að sýna sig meira við græna borðið. Ég hlakkaði til að spila við minn gamla mentor einhver mót, en því miður verður það ekki. Bestu kveðjur í iðjagrænu sef- tjörnina þína. Aðalsteinn Jörgensen. Sigurður Halldór Sverrisson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA KOLBRÚN BJARNADÓTTIR, Bleiksárhlíð 18, Eskifirði, lést laugardaginn 11. apríl á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands. Kristinn Guðmundsson Stefán Kristinsson Helga Katrín Leifsdóttir Guðmundur B. Kristinsson Hrafnhildur Gróa Atladóttir Jóhann Magnús Kristinsson Margrét Karlsdóttir Ingibjörg L. Kristinsdóttir Sigurður Tómas Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR, Boðaþingi 14, áður Maríubakka 32, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans 11. apríl. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður útförin aðeins fyrir nánustu aðstandendur en minningarathöfn verður haldin síðar. Fjölskyldan þakkar starfsfólki 11G fyrir dásamlegt viðmót og kærleiksríka umönnun. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélag Hringsins. Gretar Franklínsson Kristinn Gretarsson Valgerður Vigfúsardóttir Steinunn Gretarsdóttir Steinar Geir Agnarsson Franklín Gretarsson Jóhanna Fríður Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN PÉTUR KJARTANSSON, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 5. apríl. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Helga Stefánsdóttir Kjartan Sveinsson Anna María Elíasdóttir Ásgeir Sveinsson Helga Sævarsdóttir Hanna Lára Sveinsdóttir Magnús Sveinsson Sólveig Krista Einarsdóttir Stefán Sveinsson Ragnhildur Sigurbjartsdóttir Guðmundur Sveinsson Vala Hrönn Guðmundsdóttir afabörn og langafabörn Ástkær sonur okkar, pabbi minn, bróðir okkar og mágur, GUÐLAUGUR SIGURGEIRSSON, Jörfabakka 2, lést laugardaginn 11. apríl. Í ljósi aðstæðna verður útförin aðeins fyrir nánustu aðstandendur en minningarathöfn verður haldin síðar. Í undirbúningi er minningarsjóður í nafni Lauga en tilgangur hans er að styrkja eftirlifandi dóttur hans í komandi framtíð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning 513-14-403714, kt. 230281-4599. Sigríður Guðlaugsdóttir Sigurgeir Þór Sigurðsson Kolbrá Mjöll Guðlaugsdóttir Anna Sigurgeirsdóttir Jóhann Loftsson Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Hlöðver Már Brynjarsson Sindri Sigurgeirsson Guðrún Lilja Ingólfsdóttir Sólrún Sigurgeirsdóttir Reynir Jónsson Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.