Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 KRINGLAN · LAUGAVEGUR 91 · SMÁRALIND Ronja og Rökkvi Nú kr. 7.493.- Kr. 9.990.- og Már kr. 14.243.- .990.- Mía Nú Kr. 18 Wild Hiker MD GTX Nú kr. 18.743.- Kr. 24.990.- Shiver Nú kr. 14.993.- Kr. 19.990.- 25% AFSLÁTTURafvöldumvörum icewear.is fríheimsendig Pantanir í s. 558 0000 og info@matarkjallarinn.is Aðalstræti 2, 101 Rvk. |www.matarkjallarinn.is MATARPAKKI 1 Koníaksbætt humar- og kóngakrabbasúpa m/steiktum humar og kryddjurtarjóma Grilluð nautalund m/piparsósu, tvíbakaðri kartöflu, steiktum villisveppum og rótargrænmeti Súkkulaði ganache m/hindberjum, heslihnetum og saltkaramellu 4.990 á mann fyrir 2 rétti 5.990 á mann fyrir 3 rétti MATARPAKKI 2 Nauta carpaccio m/trufflu majónesi og reyktummöndlum Hægeldað andarlæri m/heimagerðu rauðkáli, tvíbakaðri kartöflu, steiktum villisveppum og rótargrænmeti Súkkulaði ganache m/hindberjum, heslihnetum og saltkaramellu 4.990 á mann fyrir 2 rétti 5.990 á mann fyrir 3 rétti Matarpakkar heim að dyrum 30% AFSLÁTTUR af TAKE AWAY matseðli ef sótt eða sent heim *Panta þarf matarpakka með dags fyrirvara Eftir hundrað ár, fimm hundruð ár mun fólk sitja og rifja upp farsóttir þær sem geisað hafa á jörðinni, rifja upp svartadauða, stórubólu og fleiri slíkar. Þá mun fólk minnast þess að árið 2020 hafi geisað farsótt sem nefndist kórónuveira og rifja upp hvernig fólk tókst á við veikina dags dag- lega og hvernig lækning fannst. Og fólk mun þá – eins og nú – skilja að við er- um aðeins sandkorn á sjávarströndu. En líf hvers og eins er stórt og merkilegt, fullt af náð og miskunn, – mikilsvert. Eftir hundrað ár Eftir Elísabetu Jökulsdóttur Elísabet JökulsdóttirHöfundur er skáld. Með auknu sjálf- stæði skóla eru sköp- uð tækifæri til að efla gott skólastarf; festa í sessi það sem reynst hefur vel og að sama skapi koma með nýjungar sem vert er að gefa tæki- færi. Námsáætlanir nemenda eru verk- færi til að efla sam- vinna nemenda, foreldar/ forráðamanna og skóla um leið og nemandinn lærir vinnulag sem nýtist honum allt lífið. Sjálfsagi nemenda Oft heyrum við rætt um aga- leysi í okkar ágæta samfélagi. Ef til vill er einhver sannleikur í þessum vangaveltum manna. Við erum blessunarlega herlaus þjóð og höfum því ekki kennt ungu fólki þann aga sem sem talinn er nauðsynlegur í hernaði. Engu að síður getum við kennt ungu fólki sjálfsaga og vanið það við vinnulag með ákveðnum og hóflegum aga. Námsáætlanir Námsáætlanir sem unnar eru af nemendum sjálfum er ein þeirra nýjunga sem hefur lengi verið greinarhöfundum hugleikin. Hug- myndin er að allir nemendur geri námsáætlanir frá að minnsta kosti 7. bekk grunnskólans til loka framhaldsskóla. Námsáætlanirnar séu unnar með tímasettum mark- miðum á hverju hausti fyrir hvert námsár eða önn í hverri náms- grein. Nemendur vinni þessar áætlanir í samvinnu og með sam- ráði foreldra/forráðamanna. Um- sjónarkennarar yfirfari síðan áætl- anirnar og samþykki þær í nafni skólans þegar þær eru fullgerðar. Námsáætlanirnar verði notaðar í viðræðum umsjónarkennara við nemendur og forráðamenn þeirra. Umræðuefnið gæti verið hvernig hverjum nemanda sækist námið út frá markmiðum sínum og hvernig honum líður í þeirri vinnu. Innleiðing námsáætlana með þessum hætti hefur engan kostnað í för með sér, en er öflugt tæki fyrir nemandann til að átta sig betur á stöðu sinni í hverri náms- grein á hverjum tíma. Hún hvetur einnig nemandann til að hugleiða eigið áhugasvið, átta sig betur en áður á því í hvaða námsgrein hon- um gengur vel og hvernig það tengist ástundun og áhuga. Tilgangur og ávinningur Megintilgangur þessa fyrir- komulags er að nemandinn taki nám sitt alvarlega, axli ábyrgð á eigin námsframvindu í samræmi við aldur og þroska og læri jafn- framt snemma að gera áætlanir og standa við þær af fremsta megni. Nemendur og foreldrar/ forráðamenn munu með þessu vinnulagi kynna sér vel námsefni og námsframboð á námstímanum og hafa það hlutverk að styðja við barn sitt til að það geti náð mark- miðum sínum. Hver nemandi þarf ávallt að hafa skýr markmið að keppa að. Með því móti er hugs- anlegt að nemendur læri snemma að bera virðingu fyrir áætlunum, geti nýtt sér þetta vinnulag þegar þeir verða fullorðnir og eru komnir til mikilvægra starfa í samfélaginu. Nauðsynlegt er að hver og einn læri að bera ábyrgð á störfum sínum og skila hverju sinni þeim árangri sem viðkom- andi hefur sett sér. Þetta gildir raunar um allt fullorðið fólk í samfélaginu. Enn um sóknarfæri í góðu skólastarfi Eftir Þorstein Þor- steinsson og Gunn- laug Sigurðsson »Megintilgangurinn er að nemandinn taki nám sitt alvarlega, axli ábyrgð á eigin náms- framvindu í samræmi við aldur og þroska og læri að gera áætlanir. Gunnlaugur Sigurðsson Þorsteinn er fv. skólameistari Fjöl- brautaskólans í Garðabæ og Gunn- laugur er fv. skólastjóri Garðaskóla. thorsteinn2212@gmail.com Þorsteinn Þorsteinsson Sóttvarnir eru og hafa mikið verið í um- ræðunni að undanförnu enda ekki vanþörf á. Í verslunum sem og víð- ar hafa sótthreinsi- vökvar sem drepa bakt- eríur, vírusa og sveppi verið á borðum til af- nota og eru enn þegar þetta er ritað. Allflestir fara eftir tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, enda er líf og heilsa í húfi. Þakka ber allar þessar góðu og gagnlegu ráðstaf- anir. Ég hef leitt hugann að því ef við mennirnir gættum sálna okkar fyrir andlegu smiti, á viðlíka hátt og líkamans. Því sótt- kveikjur eru líka til, sem eru andlegri heilsu og lífi skaðlegar og margar hverjar lífshættulegar - sóttkveikur sem sýkja hugi manna og valda þeim og öðrum skaða. Ýmislegt í lífsstíl manna og umhverfi er sálinni skaðlegt, engu síður en sóttkveikjur sem líkamann sýkja. Áminningar því viðkom- andi væri ekki síður van- þörf á, þar sem vegir manna liggja. Í heilagri ritningu stendur skrifað: „Hlýðið minni raustu. Þá skal ég vera yðar Guð og þér munuð vera mín þjóð og gangið jafnframt á þeim vegi, sem ég býð yður til þess að yður vegni vel.“ (Jeremía 7:23) Þakka ber það. Sóttkveikjur Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon »Allflestir fara eftir tilmæl- um yfirvalda um sóttvarnir, enda er líf og heilsa í húfi. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. einar_ingvi@hotmail.com Allt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.