Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 96

Fréttablaðið - 19.09.2020, Side 96
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Margrétar Kristmannsdóttur BAKÞANKAR Ég elska fuglana í hverfinu sem margir dvelja í kringum húsið okkar árið um kring. Á vorin erum við vakin fyrir allar aldir með ástarsöngvum enda kviknar f ljótt líf í nálægum görðum. Fuglarnir una sér vart hvíldar við að koma upp ung- viðinu, en þegar haustar eru ungarnir f lognir á braut og hörð lífsbaráttan blasir við. Einhverjir þeirra verða vonandi í vetrar- fóðrun hjá okkur – enda á við góða hugleiðslu að sitja með kaffibolla við gluggann og horfa á þá háma í sig steiktan lauk og rúsínur. En það eru f leiri en fiðraðir ung- arnir sem f ljúga úr hreiðrinu, því nú sitjum við hjónin ein í kotinu eftir að síðasta af kvæmið f lutti að heiman. Margir fagna þessum tímamótum – það sést víða. Mið- aldra hjón verða eins og beljur á vorin – hlaupa út og suður og telja að nú sé þeirra tími loks kominn. Matreiðsla á kvöldin leggst af, enda tekur því ekki að elda fyrir tvo og matseðlar á veitingahúsum í hverfinu lærast utanbókar. Tóm herbergi og auðir skápar fyllast f ljótt af dóti hjónanna, enda loks hægt að dreifa almennilega úr sér á eigin heimili. En eftir að dóttirin f laug á vit ævintýranna nú á haustdögum, sat eftir klumpur í hálsinum dagana á eftir og engin fagnaðarlæti brutust út. En þetta er víst lífsins gangur og við eins og fuglarnir fylgjumst stolt með ungunum hefja sig til f lugs og halda út í lífið. Á þessari stundu er treyst á að uppeldið skili sér alla leið, að ungarnir plumi sig og eigi gæfuríkt líf í vændum. Hundarnir á heimilinu tóku þessum tímamótum hins vegar fagnandi enda f ljótir að leggja undir sig herbergi heimasætunnar og ólíklegt að það verði gefið eftir átakalaust. Flogið úr hreiðrinu Verslun í Kringlunni Laugarásvegur 1 Pantaðu á skubb.is OG FÁÐU HEIMSENT Fyrir svanga ferðalanga © Inter IKEA System s B.V. 2020

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.