Fréttablaðið - 19.09.2020, Síða 96

Fréttablaðið - 19.09.2020, Síða 96
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Margrétar Kristmannsdóttur BAKÞANKAR Ég elska fuglana í hverfinu sem margir dvelja í kringum húsið okkar árið um kring. Á vorin erum við vakin fyrir allar aldir með ástarsöngvum enda kviknar f ljótt líf í nálægum görðum. Fuglarnir una sér vart hvíldar við að koma upp ung- viðinu, en þegar haustar eru ungarnir f lognir á braut og hörð lífsbaráttan blasir við. Einhverjir þeirra verða vonandi í vetrar- fóðrun hjá okkur – enda á við góða hugleiðslu að sitja með kaffibolla við gluggann og horfa á þá háma í sig steiktan lauk og rúsínur. En það eru f leiri en fiðraðir ung- arnir sem f ljúga úr hreiðrinu, því nú sitjum við hjónin ein í kotinu eftir að síðasta af kvæmið f lutti að heiman. Margir fagna þessum tímamótum – það sést víða. Mið- aldra hjón verða eins og beljur á vorin – hlaupa út og suður og telja að nú sé þeirra tími loks kominn. Matreiðsla á kvöldin leggst af, enda tekur því ekki að elda fyrir tvo og matseðlar á veitingahúsum í hverfinu lærast utanbókar. Tóm herbergi og auðir skápar fyllast f ljótt af dóti hjónanna, enda loks hægt að dreifa almennilega úr sér á eigin heimili. En eftir að dóttirin f laug á vit ævintýranna nú á haustdögum, sat eftir klumpur í hálsinum dagana á eftir og engin fagnaðarlæti brutust út. En þetta er víst lífsins gangur og við eins og fuglarnir fylgjumst stolt með ungunum hefja sig til f lugs og halda út í lífið. Á þessari stundu er treyst á að uppeldið skili sér alla leið, að ungarnir plumi sig og eigi gæfuríkt líf í vændum. Hundarnir á heimilinu tóku þessum tímamótum hins vegar fagnandi enda f ljótir að leggja undir sig herbergi heimasætunnar og ólíklegt að það verði gefið eftir átakalaust. Flogið úr hreiðrinu Verslun í Kringlunni Laugarásvegur 1 Pantaðu á skubb.is OG FÁÐU HEIMSENT Fyrir svanga ferðalanga © Inter IKEA System s B.V. 2020
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.