Hvöt - 01.02.1939, Side 4
o
HVÖT
Hvöt cskar lesendum sínum
allra heilla og væntir þess, að
efni hennar megi vekja þá til
umhugsunar um þau menning-
armál, sem hún vill berjast fyr-
ir. Hún vill og hvetja þá til
starfa og til stórra átaka fyrir
bindindishugsjónina. Hún vill
benda þeim á þá staðreynd, að
í kjölfar áfengisnautnarinnar
fylgir margt, sem er gróandi
þjóðlífi Þrándur í götu. En fyrst
og fremst vill Hvöt beina orð-
um sínum til æskunnar. Æskan
verður stöðugt að vera á verði
gegn þeim Níðhöggum, sem
naga vilja rætur lífstrésins. Hún
á, að gera sér ljóst, í hverju
hætturnar liggja, og á að her-
væðast gegn þeim og aldrei
semja frið.
Hún á að taka áfengismálin
til rækilegrar athugunar. Hún á
að kynna sér rök andstæðing-
anna og gera sig hæfa til að
verja mál sín af þekkingu. Og
þeirrar þekkingar getur hún auð-
veldlega aflað sér, því saga lífs-
ins er skráð skýrum stöfum og
auðlesnum. Og þar má lesa þau
sannindi, að áfengið færi lífinu
enga heill. Æskunnar er fram-
tíðin og forráð þjóðarinnar. Á-
íengið lamar einstaklingana.
skerðir vilja þeirra og þor. En
glæst framtíð krefst heilbrigðra,
ákveðinna og ;sta:rfsamra ein-
staklinga, sem fórnað geti miklu,
þá nauðsyn krefur. Sá, sem
neitar sér um áfengi. færir ekki
fórn. Hann hafnar hættulegri
venju, sem fátt gott færir, en
ótalmargt ilit. En hann styrkir
sjálfan sig með þessu og um leið
þjóð sína- og eflir þannig frelsi
hennar og fullveldi.
Stofnun og starfsemi S. B. S.
byggist á þeirri megin hvöt, sem
hver heilbrigð og djarfsýn. æska
hlýtur að hylla, og hún er að
brjóta í sundur fjötur áfengis-
nautnarinnar. Hún vill afnema
þessa hættulegu og eyðileggj-
andi venju, sem mörgum glæsi-
legustu börnum þjóðarinnar hef-
ur grand búið, sem hefur merg-
sogið heilbrigði og viðnámsþrótt,
lamað fjör og frelsi, fórnað lífi
og vonum.
S. B. S. hefur hlotíð mikið
fylgi meðal æskulýðsins, en það
þarf á fylgi allrar œsJmnnar
að halda. Þið, sem enn hafið
eigi gjörzt félagar, gangið sem
fyrst inn í félagsstarfsemi Sam-
bandsins. Réttið því örvandi
hönd. Styrkið það í baráttunni.
Gefið því stærri sigra. Látið
drauma þess rætast. Veitið því
beggja skauta byr. Það er Sam-
bandinu, en einnig þjóð ykkar og
ykkur sjálfum fyrir beztu.