Hvöt - 01.02.1939, Page 7
HVöT
5
verið notað til þess að útrýma
snýkjudýrum, sem aækja að
ýmsum nytjajurtum. Læknis-
fræðin segir að nikotinið í tó-
bakinu hafi laman,di á,hrif á
taugakerfið, og þá ekki sízt á
hið ósjálfráða taugakerfi (sym-
athieus). En menn venjast þessu
eitri að vissu marki. Þó er þaö
svo, að stór skammtur af því er
ávallt banvænn. Fyrir nokkrum
árum vildi það tili að mikill tó-
baksmaður saup í cgáti á sterk-
um tóbakslegi, sem hann hugði
vín. Maðurinn féll niður stein-
dauður á sama augabragði.
Margir munu hafa séð hinar
hröðu eiturverkanir tóbaksins á
börn eða unglinga. Þær llýsa sér
í því að köldum svita slær út um
hörundið, þá gera, svimi, ógleði
og uppköst vart við sig, jafnvel
bráður niðurgangur. Menn
verða aflvana. Æðin verður vart
finnanlleg. Síðast falla menn í
svefn. Dæmi eru til þess að börn
hafa dá'ð af slíkri bráðri tó-
bakseitrun. Meðan á svefninum
stendur vinnur lífs-aflið sitt
miki’.sverða hreinsunarstarf að
losa llíkamann við eitrið.
Hin langvinnu áhrif tóbaks-
notkunarinnar á menn eru nokk-
uð mismunandi eftir því hve
hraustir þeir eru fyrir. Sumir
menn þola þetta og aðrar eitur-
tegundir miklu betur en aðrir,
eins og Sigmundur Völsungs-
son þoldi eitrið betur en Sin-
f jötlli sonur hans. Konur þola að
jafnaði miklu lakar eituráhrif
tóbaksins en karlar. Stafar það
af því, að taugakerfi þeirra og
kirtilstarfsemi er ekki í svo föst-
um skorðum og hjá karlmönn-
um.
Hin langvinnu áhrif tóbaks-
nautnar lýsa sér á margan hátt.
Einna ákveðnust: eru áhrifin á
taugarnar og þar með á hjarta
og æðar. Langvinn tóbaksnautn
veldur því að kalk setzt í æð-
arnar. Það er hinni algengu æða-
kölkun.
f sumurn löndum eru sjúk-
dómar í hjarta og æðum talin
tíðasta dánarorsökin. Efalaust
á tóbaksnautnin allmikinn þátt
í þessum dánarorsökum, þó þess
sé sjaldnast getið. Fáir munu
þeir tóbaksmenn, er ná háum
aldri, sem sleppa með öllu við
þann kvalafulla sjúkdóm, sem
kallaður er Angina pectoris sem
er beinlínis afleiðing kolkunar í
æðaveggjum hjartans, og þá sér-
staklega í æðumi þess. Langvinn
tóbaksnautn dregur úr starfs-
þrótti allra líffæra. Hún veikir
meltinguna;, veldur kyrrstöðu í
þörmum og flýtir einnig á þann
hátt fyrir æðakölkun, Hún
sljófgar þann hluta heilans, sem
ræður yfir dómgreind og viti.
Hún sljófgar starfsþrótt horm-
onmyndandi kirtla, svo sem
skjaldkirtilsi, nýrnahettanna og
kynkirtlum. Jafnvægið á þess-