Hvöt - 01.02.1939, Síða 15
HVÖT
13
Hamingja þjóðarnnar er und-
ir því komin,, að hægt sé að
svara þessum spurningum ját-
andi. Svp mikilvægar eru þær.
Það er áreiðanlegt, að nokkur
hluti æskunnar skilur hlutverk
sitt og veit að átök þarf til þess
að hefja hana til betra lífs:
Margt bendir í þá átt. Kunnug-
ir telja, að nýr gróandi sé í ung-
mennafélagsskapnum., hann hafi
Iqsnað við ýmsar veilur og herði
nú á starfinu fyrir bindindi og
siðmenntun. Skólaæskan vinnur
markvisst að bindindisstarfinu,
og má vafalaust telja bindind-
isfélög skólanna einn merkasta
þáttinn í menningarstarfsemi
þjóðarinnar. Áhugi er vaknaður
fyrir útiíþróttum, og er það
mjög gleðilegt, því að slíkt er
einn vissasti vegurinn til að efla
lífsþrótt og heilbrigði. Fleira
mætti nefna, sem sannar það.
að vakning sé að verða meðal
æskunnar fyrir heilisusamlegum
viðfangsefnum.
Aðgerðir hinna eldri til þess
að efla manndóm æskunnar eru
sízt lítils virði. Mæt-ti þar benda
á það, sem hið opinbera hefur
gert tili þess að mæta þeirri
vöntun, sem, atvinnulausir ungl-
ingar verða fyrir, er þeir ganga
um viðfangsefnalausir. En sá
hluti æskunnar, semi eingongu
lifir á vinnu handa sinna og
engrar menntunar nýtur, verð-
ur ávallt harðast úti og er hætt-
ast staddur, þegar tímarnir eru
erfiðir og að sverfur, eins og nú.
Þegar frá eru skildir nokkrir
nöldrunarseggir, sem fátt eða
ekkert nýtilegt leggja til æsku-
lýðsmálanna, þá eru það flestir,
sem vilja vel í þeim efnum, og
margir. sem skilja hvað gera
þarf, og hafa unnið og vinna
mikilsvert starf í þá átt.
Það er áreiðanlega ástæðu-
laust að örvænta um framtíð-
ina,. Töluverður hiuti æskulýðs-
ins hefur að vísu orðið ráðvillt-
ur í iðuköstum tímanna og því
ölduróti, sem nú er á öllum hlut-
um. Vegna þess hefur æskunni
yfirleitt verið brugðið um deyfð
og dáðleysi. En það er langt frá
því, að allt æskufólk sé ofurselt
þeirri synd. Margir hafa bund-
izt samtökum um að mæta örð-
ugleikunum með festu og ráð-
deild. Þeir gefa góðar vonir.
Sumir hinna eldri liáta einskis
ófreistað til þess að hefja æsk-
una upp úr deyfðinni og arung-
anum. Það styrkir hinar góðu
vonir.
Það er því áreiðanlega, á-
stæðulaust. að örvænta. Ekkert
er líkllegra en að unga kynslóðin
komist klaklaust gegnum þann
hreinsunareld., sem hún óneitan,-
lega verður að yfirstíga.
Og að því verða allir sannir
menn að vinna.
Stefán Júlkisson.