Hvöt - 01.02.1939, Qupperneq 34

Hvöt - 01.02.1939, Qupperneq 34
32 HVÖT tveimur. Þær eru að ýmsu leyti fullkomnari en þær fyrri. Hafa )neiri flughæfni. I þeim situr flugmaðurinn inni í straumlínu- löguðu húsi, en þeir nefna það nú samt bát! 1 stað teygjurásar er hér notuð svonefnd vindu- rás. Fyrst fljúga nokkrir byrj- endur í þessum flokki. Pað eru menn, sem nú í fyrsta. skipti á að treysta til að fljúga í vand- aðri svifílugu, en þeim, er þeir hingað til hafa æft sig á og tekið A-próf sitt á. Nú er sett- ur stálvír í stað teygjunnar í sviffluguna cg gamla bifreiðin okkar vindur vírinn upp á spól- una, sem sett var í stað annars afturhjóls'ns. Allt gengur hér að óskum. Svifflugan ) ennur nokkra stund eftir vellinum, en lyftist síðan upp cg svífur létti- lega yfir höfðum okkar allra. Hún fjarlægist og smá minnk- ar, en að nokkrum tíma liðnum snýr hún við og lendir. Næsti byrjandi tekur við og þannig er aft fram að hádegi. Að loknum hádeg'sverði ætía beztu svifflugmenn félags- ins að fljúga. Golan er að auk- ast,, og eftir því sem jörðin hitn- ar meira, verður meira upp- streymi. Við sjáum að reyndari svifflugmenn eru farnir að líta í kring um sig og dreymandi gleðibros fer um andlit þeirra, meðan þeir fylgjast með hinni hröðu myndun skýjabólstranna allt í kring. Það lítur út fyrir að flugveður verði ágætt, í dag, því neoan við þessa bólstra er appstreymi, en á því byggist allt svifflug. — En nú eru matreiðslumenn- irnir tilbúnir með miðdegisverð- inn, og þegar gengið hefur ver- ið frá svifflugunum á öruggan hátt, jiigg'um við heimboð þessara glöðu félaga og við borð- um vel, eins og hinir. — Að því búnu lítum við í nokkrar flug- kennsiubækur og finnum þar margt fróðlegt, en við höfum ekki langani tíma til lesturs. Eftir stutta, miðdegishvíld er gengið út að svifflugunum aft- ur. Tveir beztu svifflugmenn telagsins búa sig nú hlýjum klæðum innan undir flugbún- inginn. Þeir setjast hvor í sína svifflugu og bifreiðarvélin dreg- ar þá eftir vellinum, einn í einu. Nokkur ób-líð högg við jörðina, en síðan þjóta þeir upp. Vindurinm ber þá enn hærra og brátt komast þeir yfir í upp- vindasvæðið við fjallshlíðina. Þar fljúga þeir fram cg aftur og hækka smátt og smátt Frá sér numdir af hrifningu horfa byrjendurnir á þessa glitrandi fugla þarna hátt uppi. Þeir fljúga stöðugt, í »8«-laga beygj um við fjallsbrúnina og brátt eru þeir komnir í 100 til 150 metra hæð. Aðeins þegar þeir í beygjunum fljúga yfir æfinga-

x

Hvöt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.