Hvöt - 01.02.1939, Page 35

Hvöt - 01.02.1939, Page 35
HVÖT 33 svæðið heyrist hinn hái þytur, hvinur vindsins í þráðunum. Vio horfum á þetta fullir eftirvænt- inga". Hver skyldi komast fyrr yfir í uppvindasvæði skýja- bóistranna? — Allt í einu fer önnur svifflugan að »skrúfa s'g upp« með því að fljúga, í krappa 'nringi. Hinn flugmaðurinn hef- ur tekið eftir þessu og flýgur til sama staðar. Þar svífa þeir lengi rg hækka stöðugt, eins og fyrir afli csýnilegs anda. Nú fljúga þeir báðir undir hinum geysistóru skýj abólstrum. — Og allt í einu! Hvað er þetta? Þeir eru báðir horfnir! Skýið hefur gleypt þá báða. Nýliðarnir standa sem þrumu lostnir og þora vart að ancla. Hvar skyldu þeir koma út aftur, -— En hinir gömlu félagar miðla fróðleik sín- um. Þeir vita að báðir þessir flugir.enn eru vel starfi sínu vaxnir, og að þeir hafa blind- flugtæki í flugunum. Annars — annars gæti það verið hættu- legt, því það er ekki eins auð- velt. og margur hyggur að segja til í hvaða átt jörðin er, þegar ský lokar algerlega útsjóninni. — En nú er farið að æfa á ný hér niðri. Við skulum vona, að þeim gangi vel líka þarna uppi. En þessi sjón hefur eflaust snortið viðkvæma strengi í huga margra nýliða, Þeir leggja sig fram við v. finguna, því »æfing skapar meistarann«. — Hver ve't — kannske einhverntíma .seinna? — En nú er orðið áliðið dags og við erum tímabundnir, svo við verðum að yfirgefa þessa skemmtkgu félaga í þetta skipti. Við kveðjum þá með þakklæti fyrir indæla samveru — við hittumst heilir seinna. »Við fliúgum án vélar«, segii svifflugmaðurinn með hreykni, og í þessum orðum hans felst þróttur og óbifandi kjarkur æskumannsins. — Er þetta ekki hættulegt, spyrja e. t. v. nokkr- ir. Auðvitað get ég ekki haldið því fram, að svifflug sé hættu- laust, því alstaðar bíða okkur hættur. En ef dæma á eftir slys- um hér á landi, er eflaust miklu hættulegra, að aka bifreið, hjóla, ferðast með skipum og jafnvel ganga. Að vísu er meira gert af öllu þessu, en að fljúga, en við á annað þúsund svifflug hefur ennþá enginn meiðst, hættulega hérlendis. I sambandi við svifflugið vil ég minnast á annað atriði. Mér finnst .svifflug, eins og reyndar líka fleiri íþróttir, eiga brýnt er- indi til þeirra, sem beita sér fyr- ir baráttunni gegn áfengis- nautn. Fortclur skýrra manna um skaðsemi áfengis geta veriö gcðar og gagnlegar, en þær eru langt frá því að vera einhlítar. Fjöldi ungra manna veit mæta vel um skaðsemi áfengra drykkja, en þeir drekka samt.

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.