Hvöt - 01.02.1939, Síða 39
i
Eftir Áreiíus Níelsson.
»Oj, hvað þú getur verið
»sveitó« cg leiðinlegur«.
Þessi orð voru sögð í ertnis-
legum róm af ungri og fallegri
kaupmannsdóttur. Á róslitum
vörum hennar vottaði fyrir brosi
og beiskju í ,senn. Sá, sem hún
talaði við, var dökkhærður mað-
ur, fríður sýnum, Roði hreysti
og æsku logaði a vöngum hans.
Þunglyndisleg augu cg þróttmik-
ill líkami sýndi festu og afl.
»Dúdú, því læturðu svona«,
sagði hann. »Mér finnst, að þú.
getir naumast borið mér rudda-
skap á brýn, þó ég vilji ekki
blanda »wiský« út í glasið mit,t«.
Dolli er of lærður cg skáldleg-
ur til þess að geta. verið eins og
venjulegt fólk«. Það var Bjarni
vinur þeirra, sem, greip fram í.
Þetta \ ar á, gamlaárskvöld, og
þau sátu öll kringum stórt borð
á Hótel Borg ásamt fleiri kunn-
íngjum. Vínið freyddi í glösum
allra, nema Adolfs Leifssonar,
sem aldrei hafði bragðað vín,
þrátt fyrir eggjanir margra,
skemmtilegra vina, og frjáls-
lyndra félaga, sem alltaf voru
umhverfis hann. Það var samt
algjörlega óréttmæt ásökun, sern
Sigrún hafði borið fram gagn-
Árelíus Níelsson, stud, theol.
vart honum. Fáir þóttu skemmti-
legri, fyndnari og kátari en
hann í vinahóp, þrátt fyrir hin
litlu kynni af Bakkusi, sem hann
hafði.
Það var því ekki laust við
gremju í orðum hans, þegar
hann,svaraði Bjarna:
»Þarf venjulegt fclk kannske
alltaf að hafa vín, til þess að
hella í sig, svo að það geti glaðst
með öðrum? Er það ekki mikið
fremur skortur á þeirri lífsgleði,
sem venjulegt fólk á að sýna, ef