Hvöt - 01.02.1939, Side 42
40
HVöT
alla sína slæmu félaga og’ helga ;
fiístundir sínar henni og börn-
unum, heimilinu sínu, framtíð
þeirra allra. Einu sinni í ölæði
liafði hann ásakað hana fyrir að
hún hefði kennt, sér að drekka
áfengi. Guð vissi, að í því var
of djúpur sannleiki. En. nú
skyldi hún bæta það
upp með því, að hætta ekki fyr,
en hún hefði hjálpað honum að
sigra ástríðuna. Þá yrði sólskin
hamingjunnar aðe'ns enn þá
bjartara, þegar skuggarnir
lægju að baki. Aldrei hafði hún
elskað hann eins heitt og nú,
þegar l ann þurfti á hjálp henn-
ar að halda. Þetta hlaut allt að
ganga vel. Hann, var ekki orð-
inn neinn ofdrykkjumaður.
Klukkan var mikið gengin í
níu. Enn kom enginn. Sigrún gaf
börnunum að borða og háttaði
þau. »Hvar er pabbi?« spurði
Elsa litla, elzta telpan. Hún var
ofurlítið óróleg. »Hann er ein-
hversstaðar úti„ kann-:ke hefir
verið svo mikið að gera á skrif-
,stofunni«, sagði Sigrún og brosti
dapurlega, því hún var nægiiega,
sannfærð um, að hún væri að
segja barninu ósatt og sjálfri sér
líka.
Klukkan var búin, að slá ell-
efu og ekki kom Adolf.
Sigrún hafði setið í gamla
hægindastolnum. Hún reyndi aö
lesa, en þegar hún var að ljúka
blaðsíðunni, vissi hún ekki, hvað
hún hafði lesið. Hún reyndi að
sofna, en minningarnar um lið-
in gamlaárskvcld, þar sem Adolf
var adt, í öllu, liðu fram hjá í
skýrum myndum, sem bægðu
svefninum, burtu, því að nú —
hvar var hann nú, kannske
dauðadrukkinn úti á götu,
kannske með einhverri annari
að skemmta sér. Þegar hann
hringdi fyrir hádegi, var hann
3vo undarlegum í orðum og
rödd. Hún mundi það núna, þótt
hann hefði afsakað sig með ann-
ríki frá að koma til miðdegis-
verðar.
Sigrún gekk hljóðlega inn í
svefnherbergið. Sofandi börnin
sefuðu æsingu hennar lítið eitt.
En hve þau brostu fallega og
barn,straustið skein af hverjum
andlitsdrætti.
En hvað hún var heimsk. Auð-
vitað var hann niðri á, skrif-
stofu. Hann gat ekki brugðizt
trausti barnanna sinna til pabba
á svona kvöldi.
Hún gekk hratt fram í for-
stofu, lét. á ,sig hattinn og fór
í kápuna. Að augnabliki liðnu
var hún á, leið til skrifstofunn-
ar að leita Adolfs. Hann varð að
fara að koma heim.
Göturnar voru fullar af fólki.
Flugeldar, púðurkerl ngar. Allir
úti á gamlaár,skvöld. Sigrún
tróð sér áfram, þögul og alvar-
leg. Þarna var skrifstofan.
Myrkur. Þetta myrkur úr glugg-