Hvöt - 16.03.1948, Page 3

Hvöt - 16.03.1948, Page 3
• • 2. tbl. — ftvk. 16. marz 1 948 — XVI. árg. OTGEFANDI: SAMBAND BINDINDISFÉLAGA I SKOLUM GUÐMUNDUR SVEINSSDN: Samband bindindisfélaga í skólum 15 ára. (Þessi sciga átti að koma i „Hvöt“ i fyrravetur, en það fórst fgrir, og þess vegna kemur hún nú). Ég hafði drégizt á það við stjórn S.B.S. að skrifa „sögu sambandsins“ fyrir næstliðin fimmtán ár. í upphafi var þetta helzt hugsað þannig, að ég prjónaði aftan við þann sögubol, sem til varð í sámbandi við tíu ára af- mælið, og næði sú viðbót yfir fimm síðustu ár með smá inngangi, sem hefði að geyma ofurlitlar fróðleiks- glefsur um fyrri daga. Þegar ég fór að hugsa nánar um þetta og að þvi skyldi koma, að efndir yrðu á lof- orðinu, þótti mér þetta öllu óað- gengilegra en í upphafi. Fyrst er það, að ég er næsta óánægður með tíu ára söguna og tel þá frásagnar- aðferð, sem þar er höfð, sízt til fyr- irmyndar. Hef ég fullan hug á því að bæta um þá smið, ef mér gcfst tóm til. Aðra mótbáru tel ég þó veigameiri. Það er óviðkunnanlegt, að svo ungt félag, sem S.B.S. er, eyði miklum kröftum og pappírskosti til þess að kunngjöra sögu sína, sizt af öllu, að hver fimm ár gefi tilefni til slíks. Á hinu tel ég, að mun meiri þörf sé að kynna þeirri æsku, sem nú stundar nám í skólum landsins, Guðmundur Sveinsson. livernig samband okkar er til orðið, hvað ráðið hafi um stofnun þess. Mér finnst vel við eigandi, að það blað, sem helgað er fimmtán ára afmæli þess, gefi mönnum nokkra hugmynd um upphafið og líti þá gjarnan um leið til dagsins í dag án þess að

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.