Hvöt - 16.03.1948, Page 38

Hvöt - 16.03.1948, Page 38
36 H V Ö T dragasl niður í sorpið og heimilin lögð í auðn. Og þær konur, sem ekki liafa af eigin raun kynnst hinum siðspillandi álirifum vínsins, munu sjá hvert stefnir, ef félags- og skemmtanalíf i landinu verður að spillingar-uppsprettu og framtíð þjóðarinnar þar með bersýnilega stefnt í voða. Islenzkar konur liafa nú bundizt samtökum, til þess að vinna að á- fengisvörnum, knýja fram heilbrigt almenningsálit gegn drykkjutizk- unni, vinna að þvi, að öll kvenfélög, unglinga- og æskulýðsfélög, taki hindindismálið á stefnuskrá sína og vinni að því af alefli. Það hefur sýnt sig oft áður, ef konur taka sér fyrir hendur að vinna að einhverju máli, þá halda þær því til streitu af þolinmæði og þraut- seigju og liætta ekki fyrr en því er i höfn borgið. Það liefur ekki alltaf verið svo, að hugsjónir og lirifning, sem skotið kafa skyndilega upp kollinum, Iiafi verið „af vindi vak- in, alda, sem verður til, og deyr um Ieið.“ Mætti tilfæra mörg dæmi ]>essu til sönnunar. En mig langar aðcins að segja frá einni, einstæðri og einkennilegri hreyfingu, sem átti sér stað í Banda- ríkjunum árið 1873, hinum svo- nefndu „Kvennakrossferðum". Hreyfing þessi hófst í smábæ ein- um i Ohiofvlki, með þvi, að konurn- ar tóku sig saman um það að útrýma knæpunum. Þær gáfu út ávarp, sem i raun og veru var stríðsyfirlýsing á liendur knæpueigendunum. Þeir gerðu í fyrstu ekki annað en að henda gaman að þessu, en brátt sáu þeir að alvara var á ferðum. T. d. bauð vinframleiðandi einn, sem ekki leizt á blikuna, 5000 dollara verð- laun, hverjum þeim, er tæki að sér að kæfa lireyfinguna .En það tóksl ekki. Konurnar fylktu liði, fóru i hópgöngum að knæpunum og kröfð- ust þess, að þeim yrði lokað tafar- laust. Ef eigandinn þrjózkaðist við, tólcu þær sér stöðu við dyrnar og viku ekki þaðan, fyrr en liann gafst upp. Stundum stóðu þær þannig sól- arhringum saman. Almenningsálitið lagðist á sveif með konunum, og má máske þakka því, að konur emhættismanna og annarra áhrifamanna stóðu þar fremstar í flokki. Kirkjufélögin lögðu einnig blessun sína yfir hreyf- inguna, enda hafði hún á sér trú- ræknisblæ, því að „krossferðirnar“ liófust jafnan með hænalialdi, sálmasöng og klukknahringingum. Átökunum lauk með algjörum sigri kvennanna.. Síðasti knæpueig- andinn gafst upp eftir 8 daga um- sát. Hreyfingin barst eins og eldur í sinu út um allt Ohiofylki og þaðan um öll Norðurríkin og víðar. Upp úr þessum merkilegu samtökum var stofnaður einhver öruggasti og' heil- steyptasti menningarfélagsskapur heimsins, „Hvítabandið", sem ætíð hefur haft bindindismálið ofarlega á stefnuskrá sinni. Síðan þetta gerðist eru liðin 75 ár, og enn eru áfengismálin eitt af vandamálum þjóðanna. Óskándi væri, að sá áhugi, sem nú virðist vera vaknaður fyrir þessu máli hér á landi, ekki sízt meðal kvenþjóðar- innar, ætti fyrir sér að aukast og

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.