Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 5

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 5
30 plús 1978 HBmH Samtökin '78 hafa marga fjöruna sopió árum. Samt eru þau í dag, sterkari og öflugri en nokkru sinni fyrr. Þau væru það þó ekki, ef ekki hefði verið til staðar bæði sköpunarkraftur og hugrekki í upphafi baráttunnar fyrir þrjátíu árum. Þótt Samtökin '78 hafi verið áberandi í íslensku þjóðlífi í rúman áratug hefur það ekki alltaf verið svo og saga félagsins framan af er á fárra vitorði. Þetta tímarit sem er gefið út í tilefni af 30 ára afmæli Samtakanna '78 er ekki hefóbundið tímarit, heldur er uppistaða þess að megninu til tvær sögulegar greinar. Sagan á erindi við okkur öll og segir okkur ekki bara hver við vorum heldur líka hver við erum og hvaðan við komurn. En það má ekki gleyma því að sagan ergædd þeim eiginleikum að breyta um lit og lögun eftir því hver horfir og f gegnum hvaða gleraugu. Það sem birtist hér er því hvorki upphaf né endir slíkrar söguskoðunar en vonandi góð viðleitni sem lesendur hafa gaman af. Um leið biðst ég velvirðingar á því að margt annað sem hefði átt erindi í þetta blað varð að bíóa betri tíma og eftir öörum vettvangi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ritstjóri blaðsins og greinarhöfundur hefur starfað sem blaða og fréttamaður frá 1990, á dagblöðum, vikublöðum og tímaritum. Síðustu tíu árin starfaði hún á Stöð tvö og Fréttastofu Ríkisútvarpsins. Bára Kristinsdóttir Ijósmyndari blaðsins hefur starfað að Ijósmyndun í meira en tvo áratugi. Hún vinnur nú að mestu að sinni eigin listsköpun. Ragnhildur Sverrisdóttir var blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu í rúma tvo áratugi en hefur auk þess komiö að þáttagerð í sjónvarpi. Fyrir nokkrum árum söölaði hún um og lærði lögfræði við Háskólann í Reykjavík og starfar nú sjálfstætt við ritstörf. Veturliöi Guðnason einn greinarhöfunda er einn kunnasti þýðandi landsins en hann hefur snarað sjónvarpsþáttum úr þýsku, ensku og norðurlandamálum fyrir Ríkissjónvarpið í tæpa þrjá áratugi. Veturliði var einn stofnenda samtakanna lceland Hospitality en þau samtök voru fyrirrennari Samtakanna '78. Böðvar Björnsson einn greinarhöfunda starfar sem forstöðu- maður neyðarvistunar á meðferðarheimilinu Stuðlum. Böðvar gaf út Ijóðabókina Dagbók Önnu Frík á síðari hluta níunda áratugarins en Ijóðin lýsa hlutskipti hommans og tíðarandanum einkar vel. Hilmar Magnússon er menntaður í arkitektúr og starfar á teiknistofu jafnhliða því að stunda meistaranám í alþjóðasamskiptum. Hann er stjórnarmaður í Samtökunum '78 frá 2007. Hann veltir fyrir sér skemmtanalífi homma og lesbía í Reykjavík í gegnum tíðina hér í blaöinu. Árni Heimir Ingólfsson starfar sem tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands og dósent við Listaháskólann. Þótt tónlist sé hans sérsvið skrifar hann um bókmenntir að þessu sinni. Halla Kristín Einarsdóttir myndlistarmaðurteiknar myndasögur sem birtast hér í blaðinu og birta svipmyndir heimi homma og lesbía á íslandi.

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.