Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 10

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 10
borð. I fyrstu var ekki hægt að greina hvaðan reykurinn kom, en talið var að það væri kviknað í bænum Júnkaragerði. Fljótlega varð Ijóst að reykurinn steig upp frá Kotvogi en þar stóð íbúðarhúsið i björtu báli. Faðir Sjafnar kom fyrstur að landi og hljóp upp að bænum. „Hann braust inn í eldinn til að bjarga Þórdísi hálfsystur minni, sem þarna var sjö ára. Þau fórust hinsvegar bæði í eldinum og auk þeirra vinnumaður sem bjó hjá okkur." //Fermd frá Fríkirkjunni Bærinn Kotvogur brann til kaldra kola, ekkert stóð eftir nema lítið pakkhús, austast á jörðinni. Enn einu sinni stendur Sjöfn Helgadóttir uppi ein og bíður þess að verða send á næsta áfangastaó. Daginn sem pabbi hennar og litla systir eru jörðuð á Sjöfn að halda aftur til Reykjavíkur. En þegar til á að taka finnst ekki stelpan. Það er gerð mikil leit en loksins finnst hún sitjandi I rústunum. Kolkrímótt í framan af öskunni. Hún ruggar álút fram og til baka, með litla dúkku í fanginu. Eina leikfangið sem hún á eftir. Jörðin Kotvogur er seinna sett á uppboð og slegin fyrir tíu þúsund krónur. Upphæðinni er skipt milli systkinanna en Sjafnar hlutur fer til að greiða fyrir ferminguna sem er gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík. //Bærinn fyllist af lífi Sjöfn verður unglingur, gengur í Austurbæjarskólann og býr hjá systur sinni og manni hennar á Njaróargötu i Reykjavík. Tilfinningar sem áður voru barnslegar og flöktandi, sækja nú á að meiri þunga eftir að skólagöngunni lýkur. „Mér var alltaf strítt fyrir að vera öðruvísi. Ég var alltaf skotin í stelpunum." Hún fer að skrópa í skólanum. Kveóur systur sína á morgnana með skólatöskuna í hendinni en felur hana jafnskjótt og húsið er úr augsýn. „Ég eyddi dögunum í að skoða í búðarglugga, rápa um göturnar eða selja Vísi.“ Þegar Sjöfn er orðin sextán ára er bærinn fullur af lífi. Erlendir hermenn fylla göturnar, það voru böll og hljómsveitir, bæði í Oddfellow, Alþýðuhúsinu, Rauða Kross bragganum við Snorrabraut og Listamannaskálanum þar sem hljómsveit Bjarna Bö hélt uppi fjörinu. „Á þessum árum var talsvert um að unglingsstelpur drykkju og ég fann strax að það létti á mér að drekka og mér fannst ég eiga meiri samleið með krökkunum ef ég gerði það.“ Sjöfn hafði djúpa og hljómmikla rödd og langaði aö vera söngkona. Og hún hafði hæfileika. Bjarni Bö reyndi að fá hana til að syngja með hljómsveitinni en hún var feimin og stakk af úr borginni, þegar hljómsveitin átti að spila í útvarpinu. //Fyrsta ástin Og fyrsta stóra ástin er handan við hornió. Hún ræður sig í vist úti á landi hjá hjónum sem eiga tvo syni og tvíburasystur á líku reki. Það var glatt á hjalla í húsinu og atvikin höguðu því þannig að annar sonurinn varð ástfangin af Sjöfn en hún varð hinsvegar ástfangin af annarri tvíburasysturinni. Sú hrifning var endur- goldin að einhverju leyti og í ferðalagi með tvíburasystrunum og ástsjúka bróðurnum svaf hún í fyrsta sinni hjá stelpu. „Við vorum í aftursætinu á bílnum og breiddum yfir okkur kápu. Við þóttumst vera að fíflast en vorum í raun og veru að kyssast. Um kvöldið og nóttina þegar allir aðrir voru sofnaðir sváfum við svo sarnan." Sjöfn veður í skýjum þegar hún kemur aftur til Reykjavíkur. Loksins brosir lífið við henni. „Þegar hún var væntanleg til Reykjavíkur keypti ég hatt og nýja kápu. Daginn sem hún kom var ég stödd í húsi á Laugavegi 74 og beið þess uppábúin og spennt að hún kæmi að hitta mig. Ég fann strax að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Hún var í fylgd með kærastanum og sagði að hún vildi kynna mig fyrir honum. Þegar hún sá hvað mér var brugðið tók hún mig á eintal og sagði að henni þætti þetta leiðinlegt. Auðvitað þætti henni líka vænt um mig. En hún sagði líka, „Það er ekki hægt að vera svona eins og þú.““ Sjöfn kvaddi fyrstu ástina sína fremur þurrlega en dyrnar höfðu ekki fyrr lokast á eftir henni en hún kastaði sér á legubekk og hágrét. „Þegar ég stóð upp aftur, öll útgrátin og kápan mín krumpuö og hatturinn skakkur á höföinu, þrýsti ég nefinu að rúðunni sem sneri út aö Laugaveginum. í því kom ástfangið par og hélst í hendur þar sem það gekk niður götuna. Og ég man ég andvarpaði: „Afhverju get ég ekki bara verið eins og allir hinir.““ /f\ meðferð við ástinni Eftir þessa reynslu jók Sjöfn drykkjuna og skemmtalífið, þjáðist af rótleysi og almennu tilgangsleysi og þráttfyrir að það væri aldrei rætt berum orðum í fjölskyldu hennar, hvað gerði hana utanveltu, þá var hún það bara. Og hún fór einförum. „Ég leigði mér herbergi ein í bænum og hafði lítil samskipti við systkini mín. Eitt kvöldið var ég þó mjög langt niðri af þunglyndi og búin að drekka. Þá fór ég til systur minnar sem bjó ein og reyndi að tala við hana um líðan mína. Ég reyndi að útskýra fyrir henni tilfinningar mínar til annarra stelpna og henni var all- mikiö brugðið. Hún reyndi þó að hugga mig og sagði að við yrðum að tala um þetta við lækni. Daginn eftir stormuðum viö til læknis sem hét Níels Dungal og hann skrifaöi upp á einhverjar pillur sem mig minnir að hafi átt að vera kvenhormónar. Það læknaöi ekki tilfinningar mínar. En hinsvegar gerði það mér gott að hafa talað við systur mína og hún setti mér þá reglu að ég kæmi til hennar á kvöldin, boróaói og væri í reglulegu sambandi og það bjargaði líðan minni á þessum tíma.” Laugavegurséðurfrá Grettisgötu um1930

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.