Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 17

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 17
börn. Síðan kom greinarstúfur í sama stíl sem kom þessum samtökum nákvæmlega ekkert við. Mánudagsblaðið var að vísu frumherji í sorpblaðamennsku en þessi fréttaflutningur sýnir vel hvernig andrúmsloftið í samfélaginu var á þessum árum. Nafnið lceland Hospitality eða íslensk gestrisni kom þannig tii að einn félaganna var f sambandi við Bandaríkjamann sem gaf út vegvísi um gay staði og félög og sá benti á að í ísrael hefðu menn fundið leið fram hjá útskúfuninni með því að stofna Israel Hospitality, félag sem veitti erlendum gestum leiðsögn og hjálp ogjafnvel gistingu. Það var tekið upp hér svo samtökin væru þó hluti af einhverri hefð og auðskilið væri hvers konar félagsskapur þetta væri. //Á eigin forsendunn Vert er að vekja athygli á að tilgangur nýstofnaðra samtaka er sagður vera „að efla samskipti þeirra, sem eru sama sinnis og vinna gegn fordómum og fáfræði" en ekkert er minnst á réttindabaráttu. Það er engin tilviljun heldur var andinn í samtökum sá að vekja íslenska homma til vitundar um eigin þarfir og byggja starfið á grundvallariýðræði. Allir áttu að koma skoðunum sínum á framfæri, allir áttu aó geta bent á hvar skórinn kreppti og hvað væri vænlegt til úrbóta. Þessir allir voru þeir sem höfðu gert sér grein fyrir að þeir væru gay og ætluðu ekki að láta telja sér trú um annað. Það hét svo seinna að koma úr skápnum og heitir það enn. Réttarbætur í glötuðu kerfi voru ekki á dagskrá heldur hvorki meira né minna en vitundarvakning, breytt sjálfsmynd og breytt þjóðfélag, Það má minna á að áhrif ’68-kynslóðarinnar svokölluðu eru mikil og margvísleg og má segja aó mörg markmið hafi náðst, bara á miklu lengri tíma en síðhærtfólk í geitaskinnspelsum, með slæður og skartgripi, bæði kynin, sá fyrir. Orð eins og sjálfsmynd og samkynhneigð voru þá ekki til í íslensku en á nútímamáli mætti segja að markmið lceland Hospitality hafi fyrst og síðast miðast við að samkynhneigðir byggðu upp heilbrigða sjálfsmynd og starf samtakanna hafi miðast við samkynhneigð gildi, ekki gagnkynhneigð. //Leitaðaðlesbíum Veturinn 1976-77 hittust menn nokkuð reglulega, gjarna á fimmtudagskvöldum þegar ekki var sjónvarp. Menn þurftu að ræða margt og meðal annars var hafin skipuleg leit að lesbíum; fréttir fengust af einni í Hafnarfirði en annars reyndust þær ekki vera til. Starfið fólst þó fyrst og fremst ( því að iáta umheiminn vita að hér væri til gay fólk. Varðveist hefur fréttatilkynning á ensku sem send var gay blööum og félögum um víða veröld. Þar segir meðal annars: „lceland Hospitality is an informal group of about 30 persons. Our intentions are to improve the gay scene in lceland and assist foreign gay visitors.... There is no active gay scene in lceland, no predominantly gay bars or other meeting places, but what scene there is, is mostly restricted to private parties and going in groups to straight discotheques. The most frequented place is named “SESAR” and it is partly gay during weekends... ” Þetta gæti staðið stafrétt í tölvupósti frá MSC ísland aldarþriðjungi sfðar, nema að nú er til gay sena I landinu. í stað þess fornfræga Sesars, seinna Hollywood, kæmi Q-in og Black en markmiðin eru nákvæmlega þau sömu, bæta félagslífið ogvera erlendum gestum innan handar. Þð nokkur viðbrögð urðu við þessu erlendis og vegvísirinn Spartacus birti nafn og pósthólf lceland Hospitalityí útgáfunni 1978. Einnigvar þó nokkuð um að ferðamenn hefðu samband; þeir voru kynntir fyrir fólki og lentu beint í hringióu partía og skemmtana í bænum. Gay blaðaútgáfa var þá á byrjunarstigi, jafnt í Evrópu sem Ameríku, en gestir komu fréttunum áfram og meðal annars kom hingað maður frá Ástralíu sem skrifaði síðan grein um ísiand í ástraiskt biað og þótti merkilegt. //Landflótti Á áttunda áratugnum fluttust margir samkynhneigóir af landi brott ogtil þess lágu sjálfsagt margar ástæður. Ein var ábyggilega sú að í nágrannalöndunum hafði þó nokkuð miðað í frjálsræðisátt en íslenskt samfélag var töluvert eftir á og munurinn á því að lifa sem gay hér og erlendis var orðinn mjög áberandi. Það er þó ekki svo að skilja að hér hafi sérstaklega verið traðkað á réttindum samkynhneigðra heldur ríkti hér enn haftastefnan frá kreppu- og strfðsárunum því þeir sem höfðu hag af henni héldu f hana með kjafti og klóm. Óðaverðbólga gerði illmögulegt að búa hérna og allt samfélagið var einhvern veginn stirt og steinrunnið og þaö tók ekki að þiðna í menningarlegum og félagslegum efnum fyrr en eftir 1980. Menn minnast ólíkra hluta frá 8. áratugnum; sumum finnst sjáfsagt merkilegt að 1976 var árið sem Maó formaður dó og öðrum að það var árið sem ísland vann þorskastrfðió við Breta en tískunnar um miöjan áttunda tuginn verður Ifklega fyrst og fremst minnst fyrir geysistór gleraugu, jafnt sólgleraugu sem önnur. Venjuleg gleraugu voru gjarna örlítið skyggð svo alls konar fólk, fullorðnar og virðulegar manneskjur, voru með þessa hlemma fyrir augunum. Kannski var það á einhvern hátt táknrænt og þess vegna svona ótrúlega vinsælt. //Gagnkynhneigð gildi I ársbyrjun 1978 fluttust svo helstu frumkvöðlar og driffjaðrir í lceland Hospitality til útlanda. Þeir afhentu þekktum forvígismanni gay hreyfingarinnar öll skjalagögn félagsins og lykilinn að pósthólfi þess og seldu honum sjálfdæmi um hvað gert yrði vió þetta. Hann kallaði svo saman fólk og stofnaði Samtökin '78 um vorið. Hvað varð af skjalagögnunum er ekki vitað. Það er svo mikillar athygli vert að Samtökin '78 byggðust á allt annarri hugmyndafræði en lceland Hospitality. í staö grundvallarlýðræðislegra aðferða tóku menn einfaldlega lög dönsku samtakanna Forbundet af 1948, þýddu þau á íslensku og fengu þau samþykkt. Það voru sem sagt félagslög frá fyrra helmingi síðustu aldar, byggð á hugmyndagrundvelli sem rekja má langt aftur ogjafnvel alla leið til upplýsingarmanna 18. aldar. Menntaðir yfirstéttarnmenn skyldu fræða og upplýsa alþýðuna, kenni henni góð vinnubrögð og góða siði og hollustu við guð, kóng og föóurland. Þá yrði allt gott. I stað þess að vekja almenna félaga til vitundar, hlusta hver á annan og skapa samvinnuvettvang þar sem allir nytu virðingar og gætu komið sjónarmiöum sínum á framfæri, var stofnaður vinnuhópur sjálfskipaðra umbótasinna sem ákvað einn hvar skórinn kreppti, hvað þyrfti að gera og hverja þyrfti að upplýsa. Skemmst er frá því að segja að starf Samtakanna '78 miðaðist fyrstu árin algjörlega við gagnkynhneigð gildi; markmiðið var að upplýsa gagnkynhneigða um aðstæður samkynhneigðra og heimta réttindi þeim til handa svo þeir gætu aðlagast gagnkynhneigðu samfélagi. 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.