Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 20

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 20
Myndir: Sóla Frosti JónssonformaðurSamtakanna '78 var: EINIHOMMINNIKLAUSTRINU Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur „Samtökin '78 standa fyrir sýnileika," segir Frosti Jónsson 35 ára hommi í Reykjavík ogformaður Samtakanna '78. „Það verður alltaf þörf fyrir samtökin í samfélaginu. Þau vinna gegn fordómum og ranghugmyndum um samkynhneigð sem því miður eru enn til staðar ísamfélaginu. Samtökin '78 eru líka ogverða félagslegur vettvangur. Það er mikilvægt fyrir alla að tilheyra samfélagijafningja ogdeila sameiginlegri reynslu. Síðast en ekki síst eiga Samtökin '78 að styðja við bakið á hinsegin fólki íöðrum löndum sem ídag glímir við sömu fordóma og við gerðum fyrir þrjátíu árum." Sjálfur segist Frosti hafa alist upp viö aö samkynhneigð væri eðlilegur þáttur af mannlegu eðli. „Ég er alinn upp á fordómalausu heimili á Kirkjubæjarklaustri, þar sem pabbi minn var skólastjóri og mamma var kennari. Uppeldisbróðir mömmu var hommi og það var ekki tabú á mínu heimili. Ég man að hann dvaldi einu sinni hjá okkur um jól þegar ég var lítill polli ásamt kærastanum sínum. Ég var auðvitað ekki með það á hreinu þá hvað það þýddi að vera hommi og hafði trúlega aldrei heyrt það hugtak þá. Og þó. Þegar mér óx vit skynjaði ég að þessi vinátta var sérstök og engu ööru lík. Ég hef alltaf laðast að strákum en rak mig fljótlega á það að ég var eini homminn t klaustrinu. Þegar ég fór í Menntaskólann á Akureyri tók ekki betra viö.“ „Ég hafði alltaf meiri áhuga á strákum og horfðist í augu við það. En ég var þó með stelpum í menntaskóla. Aðallega til að sýnast. Kannski til að prufa mig eitthvað áfram. Það var ekki í boði að koma út úr skápnum í menntaskóla á árunum 1988 til 1992. Þar var samkynhneigð einfaldlega ekki til. Ég einsetti mér að klára skólann, flytja svo til Reykjavíkur og stíga skrefiö til fulls.■ //Frelsi meðábyrgð En það grúfði skuggi yfir tilveru homma á þessum tíma. Alnæmisumræðan var í algleymi. „Það hafði vissulega áhrif. Það krafðist hugrekkis að vera samkynhneigður og alnæmi ógnaði í raun allri tilverunni. Það má þó ekki að gleymast að á þessum tfma þegar samfélag samkynhneigðra er að glíma við þessa miklu krísu fara að berast sterk skilaboð um hvað fylgi því að vera hommi. Ekki bara frelsið til að njóta annarra karlmanna heldur líka ábyrgðina sem það hefur í för með sér. Þungamiója þessara skilaboóa var að menn áttu að taka ábyrgð á sjálfum sér og lífinu. Ekki að varpa þeirri ábyrgð yfir á aðra. Þetta voru mikilvæg skilaboð fyrir homma sem var að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum. í dag getum við verið stolt af því frumkvæði sem 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.