Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 28

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 28
í desember árið 1981 héldu Samtökin 78 ball á Manhattan í Kópavogi sem varð hið fyrsta af mörgum, enda þótti ýmsum félögum sem félagslífið væri orðið full mikið bundið við fjölritunarvélina. Ballið var gríðarlega vel sótt en því miöur þá lokaði lögreglan staðnum klukkan eitt um nóttina þar sem skipuleggjendum hafði láðst að sækja um framlengingarleyfi, en slíkt leyfi var nauðsynlegt á þessum árum ef það átti að vera hægt að hafa opið lengur en til eitt. Þá höfðu einhverjir samið við tímaritið Samúel um að láta því í té myndir frá samkomunni sem birtust snemma árs 1982. Einhverjir tóku þetta óstinnt upp og skemmtistaðurinn fékk að ósekju á sig nafnið Sveiattan. Deilur vegna myndbirtingarinnar rötuðu í fjölmiðla og urðu til þess að tveimur félagsmönnum var vikið úr Samtökunum 78. En þetta kom þó ekki í veg fyrir að þeir sem mættu skemmtu sér bærilega þar til löggan kom og skellti í lás. Ballið var einsdæmi, vakti feykilega athygli og þangað kom fólk á öllum aldri. „Meðal annars brá einn félagi sem var fæddur árið 1909, undir sig dansfætinum, skellti sér gömlu samkvæmisfötin sín sem voru sjálfsagt frá millistríðsárunum og flutti revíusöngva sem hann hafði sjálfur sarnið," segir Guðni Baldursson. //Verndarhönd útvarpsstjóra í um það bil ár héldu Samtökin 78 fundi og stundum opin hús heima hjá Guðna Baldurssyni og Helga Viðari Magnússyni, þartil nýtt félagsheimili kom til skjalanna. Á þessum árum ráðast Samtökin 78 í blaðaútgáíu með tfmaritinu Úrfelum. Farið er að halda reglulega fræðslufundi í skólum og fjallað er um félagið í fjölmiðlum ekki síst vegna deilu félagsins við Andrés Björnsson, útvarpsstjóra sem bannaði orðin hommi og lesbía á öldum Ijósvakans. Nokkrir tugir einstaklinga eru orðnir viðloðandi Samtökin þegar þarna er komiö sögu, þar á meðal margar konur. „Á Borgarskjaiasafninu er að finna bréf sem segir meira en mörg orð um deiluna við útvarpsstjóra," segir Guðni Baldursson. „Égfór með auglýsingu frá Samtökunum í Útvarpshúsið um opinn fund í safnaóarheimili Langholtskirkju. Auglýsingin átti að hefjast á orðunum hommar og lesbíur. Konan á auglýsinga deildinni tók við auglýsingunni, las fyrstu orðin, fölnaði upp og sagðist því næst þurfa að ráðfæra sig við útvarpsstjóra. Hún kom ábúðamikil fram aftur, tók penna og strikaði út fyrstu oröin og byrjaði að skrifa: Kynvill....Ég sá hvaða stefnu málið var að taka, tók auglýsinguna og hélt í burtu.“ Ríkisútvarpið bar jöfnum höndum fyrir síg almennt velsæmi og málræktarstefnu. Þegar Guðni Baldursson og Böðvar Björnsson fóru sfðar á fund Andrésar Björnssonar útvarpsstjóra vegna málsins sat hann fastur við sinn keip og bar fyrir sig góðmennsku. „Hann sagðist vera að vernda okkur og það stoðaði ekki að biðjast undan þessari vernd", segir Guðni Baldursson. Útvarpsstjóri „verndaði“ homma og lesbíur þar til hann lét af störfum. Einokun Ríkisútvarpsins var aflétt um miðjan níunda áratuginn, þá tóku aðrar stöðvar til starfa sem ekki höfðu sömu stefnu gagnvart samkynhneigðum. Það leiddi að lokum til þess að hin stirðnaöa verndarhönd varð að láta undan síga. //Óánægður með feluleikinn Þorvaldur Kristinsson var búsettur í Kaupmannahöfn þegar Samtökin 78 voru stofnuð. Hann var þá kvæntur maður en skildi við konu sína árió 1980 þegar hann horfðist í augu við tilfinningar sínartil karla. Hann aflaói sér talsverðrar reynslu af félagsmálum samkynhneigðra í borginni, til að mynda starfaði hann með stjórnleysingjasamtökunum Bössernes Befrielsesfront í Kristjaníu, skömmu áður en það félag leystist upp og líka dönsku samtökunum frá 1948. Milli þessara félaga voru þó engir kærleikar. „Ég hafði trú á aðferðum beggja og gerði ekki upp á milli borgaralegra aðferða og uppreisnar frekar en síðar á ævinni. Ég hafði þó vit á að þegja um þessa tvöfeldni mína til að styggja engan. Ég kynntist hommunum í Kristjaníu fyrst en rakst svo inn á skrifstofu dönsku samtakanna eitt kvöldið og bauð fram krafta mína í skólahóp. Því var vel tekið. Þannig endaði ég sem aktívisti t 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.