Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 29

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 29
Kaupmannahöfn bara vegna þess að ég var einmana og langaði að tala við aðra homma og lesbíur í dagsbirtu," segir Þorvaldur sem sneri tímabundið heim til íslands árið 1981. “Ég leit við í Samtökunum sem höfóu þá misst húsnæði sitt og voru varla meira en pósthólf og fundirnir voru haldnir í stofunni hjá Guðna Baldurssyni formanni og Helga manninum hans. Þangað vargott aö koma." Þorvaldur sneri svo alkomin heim til íslands árið 1982 og hefur síðan þá verið einn ötulasti talsmaður Samtakanna ‘78 eins og allir vita. „Ég stundaði Óðal og Klúbbinn eins og flestir hommar á þessum tíma og kynntist skemmtilegum mönnum. Samfélagið var þó lokað og feluleikurinn mikill. Menn slepptu fram af sér beislinu viö og við en heilsuðust síðan ekki daginn eftir. Ég varð fljótlega sýnilegur í samtökunum hér heima. Ekki þó vegna þess að ég hefði einhverja sérstaka þörf fyrir að vera sýnilegur baráttumaður heldur var ég frekar að svara kalli samfélagsins. Ég var einfaldlega óánægður með feluleikinn sem einkenndi allt lífiö hérna heima." //Veit hvernig leikara líður Þorvaldur Kristinsson byrjaði sitt starf í samtökunum á þvi að taka þátt í skólafundum og skipuleggja fræðslustarfið en þar nýttist vel reynsla hans frá Kaupmannahöfn þar sem hann hafði verið einn brautryðjenda í slíku starfi. „Ég sendi bréf í alla skólana og bauð fram krafta okkar. Við fengum yfirleitt mjög góðar viðtökur. Ég lagði áherslu á persónulega nálgun. Það var árangursrfkast aó segja söguna út frá eigin reynslu með einlægnina að leiðarljósi en það er erfiðara en margan grunar. Ég náði þó talsveröri leikni í þessu. Sumir fundirnir urðu gríðarlega stórir, allt upp í fimmhundruð manns þegar mest var. Ég dáðist líka að félögum mínum, hvað þau voru flott og sannfærandi. Það var mikilvægt að þessi litli hópur gæti sent svona glæsilega fulltrúa. Þarna á fyrstu metrunum man ég eftir Guðna Baldurssyni, Böðvari Björnssyni, Katli heitum Guðmundssyni, Lilju Steingrímsdóttur, Ragnhildi Sverrisdóttur, Láru Marteinsdóttur og fleirum. Það má segja sem svo að ég viti hvernig leikara Ifður að aflokinni góðri sýningu þegar hann heyrir lófatakið. Mér fannst ég tilheyra heiminum og rödd mín heyrðist. En þetta tók stærri toll af lífinu en æskilegt var. Þessu fylgdu líka mjög persónuleg og nærgöngul viðtöl í blöðum og einu sinni sem oftar sátum við Guðni Baldursson fyrir svörum í útvarpinu. Við voru kynntir með fullu nafni en af tillitssemi við þá sem hringdu inn gátu þeir talað í skjóli nafnleysis. Og þegar ég hugsa um allt það níð og sóðaskap sem dembt var yfir okkur velti ég því fyrir mér hvernig okkur tókst aó halda fullú viti." Skólafundir að ósk nemendafélaga hafa alla tíð verið margir og fjölsóttir en í byrjun var mikil andstaða meðal skólayfirvalda og dæmi um að þeir væru hreinlega bannaðir. „Ég hugsa að skólafundirnir hafi ekki síst átt þátt í þeirri hugarfarsbreytingu sem varð hjá íslensku þjóðinni,” segir Eysteinn Traustason sem gekk til liðs við Samtökin árið 1987.“ Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er einn þeirra sem notaði skólafund til að koma fram og tala um tilfinningar sínar. Hann greindi frá samkynhneigð sinni á skólafundi þegar Samtökin ‘78 heimsóttu Menntaskólann við Hamrahlíð. Palli var þá einungis sextán ára en hann varð mörgum ungum hommum og lesbíum fyrirmynd í ungliðastarfi Samtakanna ‘78, þá og enn þann dag í dag. //Af róttæklingum Þorvaldur lét einnig mjög til sín taka í útgáfumálum. Tímaritið Úr felum sem kom fyrst út árið 1981 var selt í öllum helstu bókaverslunum landsins, auk þess sem félagsmenn seldu það í lausasölu fyrir utan útsölur ÁTVR, og blönduðu sér þar í hóp happdrættis- og merkjasölufólks og róttæklinga sem seldu blaðið Neista og fleiri vinstrisinnuð rit. Það má reyndar geta þess að Þorvaldur og Böðvar Björnsson brutu um blaðið á skrifstofu Neista og nutu þar sérstakrar velvildar byltingarmannsins Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings eða bara Ragga skjálfta eins og hann var kallaður. Þetta samstarf varði þartil Tómas Hjálmarsson tók við umbrotinu. Þrátt fyrir að félagsmenn hittu þarna fyrir róttæka vinstri menn gerðist ekki það sama hér og hjá norsku systursamtökunum árið 1977. „Þá fjölgaði mjög skyndilega í Samtökunum og þau nær tvöfölduðu félagatal sitt,“ segir Guðni Baldursson. „Félagar okkar í Noregi urðu mjög hissa og glaðir þegar málin tóku þessa óvæntu stefnu. Þeir ákváðu að kalla strax til aðalfundar svo hægt yrði að kjósa nýja stjórn í þessu stóra og öfluga félagi. Það var gert. Þegar kosningu var lokið tók fulltrúi hinna nýju félagsmanna til máls og tilkynnti að hér eftir yrði starfsemi samtakanna helguð kínversku menningarbyltingunni og lestri á verkum Maós.“ Það mátti heyra saumnál detta í salnum eftir þessa tilkynningu. Þótt Maóistar hefðu þannig hertekið samtökin tókst að snúa þeirri óheillaþróun við og endurheimta félagið. Norsku félagarnir þerruðu svitann af enninu og voru reynslunni ríkari. Skemmtistaðurinn Óðal var vinsæll meðal homma og lesbía snemma á níunda áratugnum. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.