Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 30

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 30
//Fjölsótt Fjólukaffi Rithöfundasamband íslands leigði félaginu stórt og bjart herbergi haustið 1982, við Skólavörðustíg 12. Skömmu síðar fékk félagið leigt annað herbergi við hliðina og var þar meö komið með eiginlegt féiagsheimili. Selt var kaffi og hvítvín á opnum húsum og f daglegu tali gekk staðurinn undir nafninu Fjólukaffi og var við lýði fram til ársins 1984. „Þetta var oft og tíðum fjölsótt kaffihús og talsvert vinsælt ekki sfst hjá ungu fólki og margar konurfóru þegar þarna var komið sögu að koma reglulega við og taka þátt í starfinu," segir Þorvaldur Kristinsson, Það varð fljótlega fremur útbreiddur misskilningur að Samtökin ‘78 rækju einhvers konar kynlífsþjónustu, lánuöu heim fólk eða kæmu skikki á einkalíf þess. Slíkar símhringingar voru mjög algengar. Á Fjólukaffi komu fjölmargir kynlegir kvistir og sumir komu bara einu sinni. „Ég man eftir fjörgömlum karli sem vann í Ölgerð Egils Skallagrímssonar," segir Guðni Baldursson. „Hann studdist við staf vegna aldurs en lét sig hafa feröalagið. Eða eins og hann sagði sjálfur: „Ég bara varð að koma. Ég var orðinn svo þreyttur á að gera allt sjálfur. „Þótt mikið af ungu og glöðu fólki legði leið sína á Fjólukaffi var líka mikið um sjúkt fólk, bæði langt gengna aikóhólista og geðsjúka," segir Þorvaldur. „Samkynhneigðir lifðu undir gríöarlegri pressu og minnstu veikleikar sem hefðu kannski ekki látið á sér kræla í venjulegu samfélagi hittu fólk fyrir af margföldu afli í þeim sjúka feluleik sem hafði viðgengist gagnvart samkynhneigðum. Þetta gerði mig talsvert dapran og eftir á að hyggja þá held ég að þetta hafi slitið mér meira út en ég gerði mér grein fyrir. En þarna var líka mikið af kraftmiklu fólki sem vissi hvað það vildi í lífinu og lagði áherslu á að afla sér góðrar menntunar." Hinum megin við götuna var Hegningarhúsið og gestir Fjólukaffis horfðust í augu við lögreglumennina sem áttu leið inn og út úr fangelsinu. „Um frekari samskipti var ekki að ræða og þótt veitt væri hvítvín á kaffihúsinu var það látið afskiptalaust," segir Þorvaldur. //Hjartaknúsari af Vellinum Guðni Baldursson kann að segja frá föngulegum yfirmanni á Keflavíkurflugvelli sem fór að venja komur sínar á Skólavörðustíginn. „Hann var afar fríður enda ættaður frá einhverri Kyrrahafseyjunni, hávaxinn og geðþekkur. Hann var búinn að koma nokkrum sinnum þegar hann trúði okkur fyrir því að hann væri í raun kaþólski presturinn á flugvellinum. Eflaust hefur hann átt mikinn sjens í hernum, og leiðin frá skriftastólnum i rúmið verið greið. Hann hélt sér einnig í formi, lyfti lóðum í íþróttahúsi Vallarins og kynntist ófáum strákum þannig. En einn daginn kom hann heim til sín á flugvellinum og hitti fyrir sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.