Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 33

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 33
íslensk lesbíska, starfaði um hríð með öðrum kvennasamtökum á Hótel Vík. Þarna takast Þóra Kristín og Lára Marteins í sjómann. //Tylft af rauðvíns og hvítvínsglösum Árið 1986 var félagið Íslensk/Lesbíska stofnað á Hótel Vík þar sem Kvennalistinn hafði bækistöðvar sínar ásamt öðrum róttækum kvennasamtökum og kvenfrelsisritinu Veru. Á stofnfundinum voru í fararbroddi konur sem voru orðnar virkar í starfi Samtakanna og störfuðu einnig innan Kvennalistans eða annarra kvennahreyfinga í húsinu. Ekki var einhugur um þetta samstarf meðai félagskvenna Kvennalistans og annarra samtaka hússins og olli það miklum taugatitringi. Hússtjórnin var lengi að afgreiða umsóknina en sumar konurnar töldu sér ógnaó af nábýlinu við lesbíur. Fundarherbergi Íslensk/Lesbíska var stundum notað undir fundi stjórnmálasamtakanna og einhverjar óprúttnar lesbíur gerðu sér það að leik að láta liggja frammi lesbísk klámblöó sem höfðu borist félaginu frá Bandaríkjunum meira í gamni en alvöru. „Það voru einhverjar kvennalistakonur ósáttar við þetta en ég svaraði bara sem svo að þær hefðu innst inni bara gaman af því að fletta þessum blöðum," segir Stella Hauksdóttir einn stofnenda Íslensk/Lesbíska. Snemma í starfi félagsins fór að bera á sömu brestum og í starfi Samtakanna ‘78. Meirihluti kvennanna hafði áhuga á sameiginlegum partíum en mun minni á eiginlegu félagsstarfi. Félagið hélt þó allmarga fundi, lét útbúa dreifibréf og stóð fyrir skemmtikvöldum. Tekin var ákvörðun um að leggja félagið niður og skömmu seinna fóru konur að gera sig meira gildandi í Samtökunum ‘78. „Það eina sem félagið lét eftir sig af veraldlegum eigum, var tylft af rauðvíns og hvítvínsglösum, hvorki sérlega dýrum né heldurvoru giösin samstæð, en þessar eigur runnu óskiptar tíl Samtakanna ‘78,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir. Hún segisttelja að Íslensk/Lesbíska hafi orðið þess valdandi að karlar urðu fúsari til að víkja úr vegi fyrir konum innan Samtakanna ‘78 og hleypa þeim til meiri áhrifa. Félagsskapurinn KMK eða konur með konum tók síóan til starfa áriö 1993 og hefur haldið úti öflugu blakliði, séð um vefsíðu fyrir lesbíur auk þess að standa fyrir margvíslegum uppákomum, þar á meðal árlegri Góugleði. Þá hafa konur á öllum aldri hist reglulega á sumrin á Miklatúni til að leika knattspyrnu um áratuga skeið. tnl/i $ 'iéUaÍeiÍ iigákvenn; //Niðurlæging Norðurlandaráðs Mök samkynhneigðra voru refsiverð samkvæmt íslenskum lögum frá 1869 til ársins 1940. Lagagreinin sem um er að ræða var að danskri fyrirmynd og tók jafnt til kynmaka einstaklinga af sama kyni og kynmaka við dýr. Á tuttugustu öldinni var einn íslendingur dæmdur fyrir mök vió aðra karlmenn en það var Guðmundur Hofdal, landskunnur íþróttamaður og gltmukappi sem var dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvinnu árið 1924. Guðmundur fékk uppreisn æru með konungsbréfi árið 1935, fimm árum eftir aö hliðstæð ákvæði voru afnumin úr dönskum hegningarlögum. íslenska lagaákvæðið var þó ekki afnumið fyrr en árið 1940. Sambærileg lagaákvæði var að finna á öðrum Norðurlöndum en ísland var annað Norðurlandanna til að nema það burt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.