Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 35

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 35
Þetta skapaði mikið álag á það fólk sem valdist í forystu fyrir samtökin og var það þó ærið fyrir. „Það stóð félaginu fyrir þrifum hversu margir voru tilbúnir að standa á bremsunni hvað varðaði ýmis framfaramál," segir Guðni. „Fólk var einfaldlega hrætt við að missa það litla sem það hafði. Og auðvitað var þessi ótti mjög skiljanlegur. Ég hafði það fram yfir marga aðra að eiga eigin íbúð og starfa hjá hinu opinbera. Það gerði að verkum að þaö var ekki jafn auóvelt aó troða mér um tær og mörgum öðrum.“ huggulegt í Brautarholti | //Deilurvalda uppgjöri Frá byrjun voru uppi deilur innan Samtakanna ‘78. Ágreiningurinn var oft persónulegur enda skilin milli einkalífs og félagslffs óljósari en í öðru félagsmálastússi. En hann snerist líka að hluta til um hvaða stefnu ætti að taka. Einn armur félagsins vildi að það einbeitti sér meira að skemmtana- og félagslífi en annar armur hafði fyrst og fremst áhuga á pólitík. Einhverjir félagar þóttu hafa gengið of langt, til að mynda hafói verið reynt að nota pósthólf Samtakanna til að smygla hassi til landsins, og voru sakaðir um að spilla fyrir málstaðnum. Það sauð svo endanlega upp úr á fyrstu menningarviku samtakanna í desember árið 1985 Þar kom til uppgjörs sem að leiddi til þess að Guðni Baldursson lét af störfum sem formaður og sneri baki við Samtökunum ‘78. „Ég varð fyrir árásum þarna eitt kvöldið þar sem hver og einn viðstaddur var dreginn fram til að gagnrýna mig sérstaklega og þetta var kornið sem fyllti rnælinn," segir Guðni. „Það var gríðarlega mikið álag sem fylgdi þessu starfi þótt það væri líka gefandi og skemmtilegt. Ég fékk einfaldlega nóg af þessu stöðuga vanþakklæti. Ég var meðal annars gagnrýndur fyrir að standa í vegi fyrir skemmtanahaldi en að mínu mati var það óréttmætt þótt mitt áhugasvið væri annað. Þeir sem vildu halda skemmtanir gátu vel gert það og gerðu það þótt mín nyti ekki við. Niðurrifsöfl verða þreytandi til lengdar og það kemur að því að maöur á ekki meira að gefa.“ Guðni Baldursson var þó ekki horfinn af sjónarsviðinu. Hann hefur tekið virkan þátt í starfi Alnæmissamtakanna frá stofnun þeirra. Hann kom einnig að undirbúningsvinnu þeirra lagabreytinga sem samkynhneigðir njóta góðs af í dag. //Þekkist á peysufötunum „Margt af því fólki sem starfaöi í félaginu vildi að samtökin væru heilagri en páfinn og töldu að þannig myndu þau á endanum fá viðurkenningu samfélagsins," segir Þorvaldur Kristinsson. „Þetta lýsti sér í afar litlu umburðarlyndi og tilhneigingu til að loka augunum fyrir blæbrigðum mannlegs eólis. Stundum gaus upp andúð hjá dagfarsprúöum hommum ef ungir strákar mættu skrautlega klæddir og málaðir í Óðal. Ég vildi vera með báðum þessum hópum. Ég 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.