Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 37

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 37
Hópurinn myndaði stóra, ósamstæða fjölskyidu samkynhneigðra á íslandi sem fyrst í dag er orðin það stór að það er hægt að koma á samkomur á þessum vettvangi og segja með góðri samvisku: „Ég þekki bara ekki helminginn af þessu fólki." //Veistu hver ég er Samtökin ‘78 fengu í fyrsta sinn opinberan styrk til útgáfumála árið 1987 en hann var nýttur til útgáfu bókarinnar Veistu hver ég er, sem kom út árið 1989. Bókin var þýdd úr ensku og löguð að íslenskum veruleika. Bókin er fræðsla fyrir foreldra og aðstandendur um hvernig það er aó koma úr felum og lifa sem hommi eða lesbía. Um þetta leyti eða árið 1988 var stofnaður ungliðahópur, en þar fékk yngsta fólkið kærkominn vettvang en starfsemi hópsins hefur jafnan verið með líflegasta móti. Frá fyrstu tíð buðu Samtökin upp á ráðgjöf í sfma fyrir samkynhneigða, fyrst var slfk símaþjónusta veitt í heimasíma Guðna Baldurssonar en Helgi Viðar Magnússon eiginmaður hans varð yfirleitt fyrir svörum og veitti umbeðna ráðgjöf. Seinna fékk félagið sinn eigin síma. Um aldamótin síðustu var farið að bjóða upp á faglega félagsráðgjöf fyrir fólk í húsakynnum Samtakanna en Anni Haugen og Guðbjörg Ottósdóttir hafa hana með höndum. Undir lok níunda áratugarins voru Samtökin ‘78 með í Útvarpi Rót sem var athyglisverð tilraun með grasrótarútvarp á íslandi. Þar var fjallað um samkynhneigð, lesið úr bókum um samkynhneigða, talað við homma og lesbíur og leikin tónlist. Meðal umsjónarmanna þáttarins á útvarpi Rót voru Eysteinn Traustason, undirrituö Þóra Kristín Ásgeírsdóttir, Lilja Sigurðardóttir sem síðar varð fyrsti framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 og Lana Kolbrún Eddudóttir. „Það var alveg magnað að upplifa viðbrögðin við þessum þætti, en það var einsdæmi að við fengjum að tala svona aigerlega á okkar eigin forsendum," segir Eysteinn um útvarpsþáttinn. „Stundum fannst mér á viðbrögðunum að við værum BBC World að senda út fréttir í seinni heimsstyrjöldinni." En Samtökin fóru einnig aó huga að málgagni en Úr felum hafói þá ekki komið út síðan árið 1985. Blaðið, Sjónmál var metnaðarfullt en það kom út til ársins 1994, síðustu eintökin reyndar undir nafninu Sjónarhorn. Útgáfunni var þá hætt bæði af fjárhagsástæðum og eins var ritstjórinn Þorvaldur Kristinsson þrotinn af kröftum enda hafði hann þurft að skrifa mestmegnis af efninu sjálfur. Farið var að gefa út fréttabréfið, Samtakafréttir í staðinn. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.