Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 39
Nýja félagið fékk sér skrifstofu nánast við hlið Samtakanna ‘78 og
starfrækti þar fjörugar útlagabúðir en mikið af ungliðum fylgdi Félaginu að
málum. Þetta var ekki síst blóðtaka fyrir Samtökin ‘78 meðan á þessu stóð
vegna þess að Eysteinn Traustason kröftugur liðsmaður sem hafði unnið
að því hörðum höndum að byggja upp bókasafn Samtakanna, var meðal
þeirra sem gekk út. Margir voru félagsmenn í báðum félögum og höfðu
gaman af. Meðal annars félagsmaður númer eitt í Samtökunum ‘78,
sem þarna var kominn um áttrætt. Eysteinn var gagnrýninn á Samtökin
þegar þarna var komið sögu fyrir marga aðra
hluti. „Sum umræðuefni voru einfaldlega tabú og
einstaklingar innan Samtakanna vildu hreinlega
stjórna því hvernig fólk hugsaði," segir Eysteinn.
„Mér fannst þetta aðeins of langt gengið."
Eysteinn sagði að það væri ekki gott að banna
fólki að taka þátt í félagsstarfi Samtakanna
þegar þau hefðu að markmiði að berjast fyrir
jafnrétti. Menn ættu að fá aö skilgreina sig sjálfir
án þess að félagið vildi ráða því. „Ég fór ekki
afturtil starfa í Samtökunum 78, aöallega af
því að mér fannst ég orðinn nátttröll í þessum
félagsskap, hálfgeröur atvinnuhommi."
Árið 1993 gaf Hörður Torfason kost á sér sem
formaður félagsins en gegn honum fóru bæði
Lana Kolbrún Eddudóttur og Sigurður Einarsson.
Lana Kolbrún fór meö sigur af hólmi og sat í eitt
ár. Hörður Torfason segir að samúð hans með
málstaö tvíkynhneigðra hafi ráðið mestu um það
að hann féll í kjörinu.
n
MAÐUR i
ER I
MANNS I
GAMAN I
//Skemmtiklubburi
útjaðrinum
Margrét Pála
Ólafsdóttir verður
formaður Samtakanna
‘78 árið 1994. „Þá
voru breyttir tímar í
samfélaginu og loksins
kominn grundvöllur
fyrir því að ná fullum
mannréttindum,"
segir hún. „Samtökin ‘78 fengu hlutverk í baráttunni gegn alnæmi en
það krafðist þess jafnframt að þau gengust undir naflaskoðun og tækju
breytingum. Samtökin höfðu á skömmum tíma breyst frá því að vera
hálfgerð huldusamtök í að takast á við mjög erfitt hlutverk og rækja
það stórkostlega vel. Þau unnu eiginlega kraftaverk I forvarnarstarfi
vegna sjúkdómsins og það aflaði þeim virðingar. Það var ekki I boði
fyrir Samtökin að vera áfram fámennur skemmtiklúbbur, í útjaðri
samfélagsins."
Margrét Pála segist hafa lagt á það mesta
áherslu í upphafi að ná að halda aigerlega
um stjórnartaumana sjálf en það hefði reynst
konum erfitt. Þá hafi hún óskað þess fyrir sjálfan
sig að geta síðar meir gengið ósködduð frá
formannsembættinu en ekki bitur og sár. „Ég
setti mér það takmark að gera Samtökin ‘78
að faglegum félagasamtökum en ég hafði mikla
reynslu af félagsmálum þótt ég þekkti ekki innviði
Samtakanna mjög vel. Þá var ég upptekin af
ímynd og sýnileika en ég vildi festa þau I sessi
sem mannréttindasamtök. I þriðja lagi stefndi
ég að því aó Samtökin 78 fengju nýtt og betra
húsnæði, helst í hjarta borgarinnar."
Alnæmi hafði nú vikið fyrir öðrum áherslum.
Þótt baráttan gegn sjúkdómnum væri hluti af
starfsemi félagsins höfðu Alnæmissamtökin tekiö
yfir mikið af því forvarnar- og fræðslustarfi sem
áður var unnið innan Samtakanna ‘78.“
KONA AN
KAR LSc/
t’JfíS og
FISKUR'AN
REIÐHJOLS
//Utmeðklámið
Og Margrét Pála hóf ímyndarstarfið meðal annars með þvt að hreinsa
út allt klám af bókasafni Samtakanna en leyfa I staðinn sérstakan
skiptimarkað með klám. Þá bjó hún til skrifstofu úr herbergi í kjallara
hússins við Lindargötu sem hafði
áður hafði haft það hlutverk aó vera
myrkraherbergi á herrakvöldum.
Húsið var svo málað gult og glaðlegt
og miðhæöin fékk á sig yfirbragð
venjulegrar félagsmiðstöövar. „Þessu
fylgdi auðvitað ágreiningur og ég get út
af fyrir sig skilið það. En við vorum komin
í samræður við stofnanir, embættismenn
og stjórnmálamenn út af kröfu okkar
um mannréttindi og við þurftum