Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 40
líka að taka til í eigin ranni til að hraða því ferli. Það má kalla þetta
einskonar normalíseringu en þetta var aðeins hluti af heildaraðgerð. Við
stækkuðum líka bókasafnið og réðum framkvæmdastjóra til að annast
daglegan rekstur og þjónustu fyrir gesti og gangandi í félagsmiðstöðinni
alla daga. Allra stærsta atriðið í hinni breyttu ímynd var þó stóraukinn
sýnileiki; pólitísk fjölmiölaumfjöllun undir gunnfána mannréttinda svo
og mjög áberandi og opinber stóratburður á hverju ári þar sem leitaö
var eftir stuóningi allra þeirra sem vildu virða mannréttindi. Þetta
taldi ég nauðsynlegt til að ná víðtækri samstöðu meðal þjóðarinnar
sem þurfti til að ná fram réttindum og viðurkenningu." Margrét Pála
//Lögreglukórinn sló ígegn
Þann áttunda desember árið 1995 birtu
Samtökin ‘78 heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu
þar sem fjöldi þjóðkunnra einstaklinga
lýsti yfir stuðningi við mannréttindabaráttu
homma og lesbía. Auglýsingin birtist í tilefni
af Mannréttindahátíð Samtakanna ‘78 sem
var haldin í íslensku óperunni í tilefni af
afmæli Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir
listamenn lögðu hátíðinni lið og að öðrum
ólöstuðum vakti þátttaka Lögreglukórsins
einna mesta athygli. Tveir lykilmenn í baráttu
samkynhneigðra á íslandi voru sæmdir
frelsisverðlaunum Samtakanna að þessu
tilefni, þeir Guðni Baldursson og Hörður Torfason. Þá var í fyrsta sinn
haldin kvikmyndahátíð homma og lesbía hér á landi, Hinsegin bíódagar
en sú hátíð hefur verið haldin í þrígang, þar af tvisvar í samstarfi
við Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigöra stúdenta. í bígerð er
slík kvikmyndahátíð í fjóróa sinn og þá í samstarfi við Alþjóðlega
kvikmyndahátið í Reykjavík. En sumum þótti nóg um sýnileikann.
Aðalhátíð Hinsegin bíódaga var í Háskólabíó en veitingahúsið Café
Reykjavík lánaði húsakynni sín undir stuttmyndahátíð sem átti að standa
yfir tvö kvöld. „Fyrra kvöldið urðum við vör við að allir þjónarnir hurfu úr
salnum og furðuóum okkur dálítið á því. Um það leyti sem kvöldinu er að
Ijúka tekur framkvæmdastjórinn mig út undir vegg og
biðst undan því að vió komum aftur síðara kvöldið.
Hann gaf þá skýringu að þjónustufólkið hefði þurft
áfallahjálp vegna atriða í myndunum sem hefðu ekki verið
neitt nema viðurstyggilegt klám,“ segir Margrét Pála.
//Tvöhundruð mannns í staðfestri samvist
Nefndin, sem þingið samþykkti að yrði skipuð,
var eitt og hálft ár að störfum en árangurinn
að nefndarstarfinu varð gríðarmikil skýrsla um
stöðu samkynhneigðra í þjóðfélaginu, sem kynnt
var á opnum borgarafundi Samtakanna ‘78 á
Hótel Borg. Á grundvelli vinnu nefndarinnar var
lagt fram lagafrumvarp um staðfesta samvist
samkynhneigðra og verndarákvæði fyrir homma og
lesbíur í refsilöggjöfinni. Frumvarpið um staðfesta
segist hafa talið að það væri komin tími til að
skemmtistaðir borgarinnar tækju að mestu við
skemmtihlutverki Samtakanna. Hún segir að
félagsmenn hafi í raun aldrei verið sammála
um hvernig húsió ætti að líta út. í formannstíð
Þorvaldar Kristinssonar hefói verið kvartað yfir
því að félagsmiðstöðin væri eins og „biðstofa hjá
geölækni." Félagsmenn hefðu alltaf verið beittir
gagnrýnendur." Og Margrét Pála segist sannfærð
um að þetta hafi verið réttar ákvarðanir. Hún
hafi einungis verið að hlýóa kalli tímans. „Ég
bretti upp ermarnar og hreinsaði til og tel í dag
að öðruvísi hefði ekki verið hægt að taka á móti
öðrum tíma og nýjum kynslóðum."