Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 47

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 47
án samvinnu viö stærsta áhættuhópinn og án þess að nefna homma á nafn. Sumir vildu takast á við útbreiðslu sjúkdómsins með lögum, þ.e. með tilskipunum og þvingunaraðgerðum. Niðurstaöan var samt óumflýjanleg og það var samvinna við samkynhneigða. En þaö var bara eitt hænuskref í einu og samfélagið gaf ekkert eftir baráttulaust. //Margir veikir og deyjandi Þegar hér var komið við sögu veturinn 1986 til 1987 var alnæmi í algleymingi. Staða samkynhneigóra hafði versnað til muna. Nú vorum við svo sannarlega sjúkir, sekir og syndugir eins og svo oft hafði verið bent á f gegnum tíðina. Það var eins og álagamyrkur legóist yfir gayheiminn. Það voru margir veikir og deyjandi í vinahópnum. Hvert sem við horfðum blasti við ósigur og hörmungar. Fjölmiölar veltu okkur uppúr sorpblaðamennsku af verstu sort og almenningur var okkur mjög andsnúinn. Við bættist að fólk umgekkst okkur nú með varúð sökum smithættu. Sorpblaðamennskan fór á flug með órökstuddar smitleiðir og sáði ótta, og það gekk svo langt að á tímabili kom upp umræða meðal vagnstjóra SVR að neita aö taka við skiptimiðum sökum ótta við smithættu. Geðheilsa okkar var ekki uppá sitt besta, menn urðu þunglyndir og kvíðnir og áfallastreita sagði til sín. Þá komu kristnir söfnuðir á mikilli ferð til að strá salti í sárin og deyða alla von. Það varð okkur mjög þungbært, þ.e. allur sá hatursfulli málflutningur sem forsvarsmenn kristinna trúfélaga dældu yfir samfélagið árum saman. //Kristinn hatursáróður Þessi skipulagði kristni hatursáróður átti uppruna sinn í Bandaríkjunum. Ameríkumenn hafa aldrei kunnað aö fara með trúarbrögð, eins og sumt fólk kann ekki að fara með áfengi. Þessir kristnu hópar höfðu mikil áhrif í þá átt að afvegaleiða umræðuna um alnæmi og samkynhneigð.og það hve litlu fé var varið til alnæmisrannsókna í Bandaríkjunum og kyntu þannig undir lífshættulegu hatri í garð samkynhneigðra. Hér á landi fóru mörg kristin trúfélög líka á flug með „refsingu guðs“ skilaboðin. Það var eins og það væri ekki nóg að veikjast og lifa skelfilegar stundir og deyja ungur úr illskæðum sjúkdómi. Kristin trúfélög þurftu líka að hella úr skálum reiði sinnar yfir þá deyjandi og formæla þeim og láta þá formlega vita að sjúkdómurínn væri refsing guós fyrir illt líf. Að því kom að þjóðkirkjan lét málið til sín taka og á prestastefnu í Borgarnesi sumarið 1987 var eftirfarandi ályktað: „...að skora á alla kristna menn, gagnkynhneigða sem samkynhneigða, að sýna ábyrgð í kynlífí sínu, að fordæma engan og sýna fórnarlömbum eyðni og aðstandendum þeirra sannan náungakærleika." Þetta þótti mörgum djarft og stórt skref hjá þjóðkirkjunni og spunnust deilur um þessa yfirlýsingu og sýnir það best stöðu samkynhneigðra á þessum árum. Þrátt fyrir að vió fyndum lítið fyrir náungakærleik kirkjunnar verður aó nefna að einstaka prestar skrifuðu framúrskarandi greinar í blöð okkur til stuðnings og má þar nefna Ólaf Odd Jónsson sóknarprest í Keflavík og Baldur Kristjánsson sóknarprest á Höfn í Hornafirði, svo einhverjir séu nefndir. //Sjúkdómur einmanaleikans Ég ætla ekki að þykjast vita hvernig ungum deyjandi manni líður, en á þessum árum sagöi eitt sinn rúmlega tvítugur smitaður vinur minn við mig: „Veistu, ég hef viðbjóð á sjálfum mér. Ég er sýktur og enginn vill snerta mig. Það sér mig enginn lengur." Alnæmi var sjúkdómur einmanaleikans og aðskilnaðarkenndarinnar. Hvernig er að vera ungur maður og ekki ástar verður? Upplifun þeirra sem fyrstirvoru lagðir inn á sjúkrahús var skelfileg. Umgengni við þá var svo undirlögð af smitvörnum að þeir upplifðu sig sem lífshættulega og óhreina. Það var þó ekki viö starfsfólkið á sjúkradeildunum að sakast, það reyndi eftir megni að láta mönnum líða 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.