Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 53

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Side 53
j^ÝrÍrhermenn*? * 'Þeirvirðastaðminnstakosti * nokkuð nánir þessi bresku hermenn uppi á Fróni í síðári heimsstyrjöldinni. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur // Mótunarár reykvískrar æskumenningar Heimsstyrjölclinni lýkur og sigurvegararnir skrifa nýja mannkynssögu með köldu stríði og kjarnorkuvá. Og amerískri hersetu. Árið 1951 fer reykvíska ungskáldið Elías Mar að leita að Könunum og íslenskum lagskonum þeirra, en hann hyggst gera samskiptum þeirra skil t sinni næstu bók. í þessum tilgangí fer hann á kaffihúsið við Laugaveg 11, þar sem í dag er veitingahúsið Italía. Þarfinnur hann hvorki Kanana né stelpurnar, en í þeirra stað fær hann ódýrt kaffi með ábót, og brátt aukast vinsældir staöarins til muna. Hommi og fyrrum tíður gestur á kaffihúsinu lýsir stemmingunni: Þetta var mjög góður staður og þótt einungis væri selt kaffi man ég nú eftir gestum að pukrast með áfengi undir borðum. Þarna komu margir mætir andans menn og mikið skrafað um listir og bókmenntir. Elías Mar, Dagur Sigurðarson skáld og félagar voru þaulsetnir þama. Enda máttu menn sitja eins lengi og þeir vildu. Og það eru ekki einungis ungskáldin og listamennirnir sem sitja á kaffihúsinu dagana langa við sköpun hinnar nýju og hinsegin Reykjavtkursögu: Gestirnir voru ágætis blanda af hinu og þessu fólki. Menntskælingarnir úr MR og Verzló voru til dæmis afar áberandi og svo vorum við hommarnir þarna náttúrulega líka. Margir okkar voru í skápnum en það kom nú ekki í veg fyrir að hægt væri að gera sér dælt við aðra stráka þarna. // Hafnarkrár og heiðarbúllur Og þeir eru skammt undan. Á þessum árum blómstra nefnilega mat-stofurnar Hvoii í Hafnarstræti 15 og Heitt og kalt í Veltusundi 1. Þetta eru vinsælir viðkomustaðir og mikið stundaðir af hommunum. Hvoll er staðsettur í því sögufræga húsi sem á 3. og 4.áratugnum hýsti hinn skuggalega Bar Reykjavík, en við þann stað eru „Bar-rónarnir“ eða bara „rónarnir" kenndir. Þar er veitingastaðurinn Hornið í dag. Þórir hefur orðið: Hvoll var alveg sérstaklega þægilegur. Þar gátu menn gengið inn frá höfninni, reynt að koma auga á einhvern áiitlegan svo lítið bæri á um leið og þeir gengu í gegn, og farið svo út Hafnarstrætismegin. Einir eða við annan mann. Matstofurnar njóta líka nálægðarinnar við höfnina. Hér er urmull báta, skipa og sjómanna og mikið líf og fjör. í námunda vió Eimskipafélags-húsið eru líka almenningssalernin. Já, þetta „pissoir" var dularfullur staður og þar komust ungu einhleypu strákarnir í kynni við útlenda hermenn í skjóli nætur. Og þarna var líka meira en nóg af harðgiftum íslenskum karlmönnum. Ekki síst þeim eldri. Fimmti áratugur20.aldar. Folkaröltieftirbæjarbryggjunni. Eimskipafélágshúsið gnæf ir tilkomumikið yfir, en lengst til vinstri má sjá Hafnarstræti 15 þar sem matstofan Hvoll er til húsa. ■* samt alltaf eitthvað. Það var nú bara þannig að þar sem hermennirnir voru, þar var alltaf von á einhverju. Þetta var algjör hörmung á tímabili, maður hreinlega óð í karlmönnum. Og ef ekkert var þar að hafa mátti jafnvel bregða sér í langferð upp í Baldurshaga, sem var steinsnar frá einum braggakampi hermannanna, rétt við Rauðavatn. Þórir lýsir veitingastað í stóru húsi: Þetta var bara búlla. Þarna var hægt að tylla sér við borð, en þó var einnig boðið upp á músik og hægt að dansa. Inn slæddist svo alls konar lýður, þar á meðal amerísku hermennirnir og það sem þeim fylgdi. 1950-1960 Ef menn eru ekki þeim mun fengsælli við höfnina má bregða sér á Vesturgötu 45, þar sem veitingastofan Westend ertil húsa. Þangað venja hermenn líka komur sínar. Og unga fólkið eltir: Sko, þessi staður var ekki beint gay, ekki frekar en Borgin, en þarna var nú RÆTTUM LISTINAOG LIFIÐ Gestir á Laugavegi 11 á 6. áratug 20. aldar. Frá vin leikara; Elías Mar, skáld; Kristin Gestsson, píanólé og Dag Sigurðarson, skáld. stri má sjá Jón Laxdal Halldórsson, ? j kara;Stu rl u Tr yggva son, víóluleikara

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.