Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 59

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Síða 59
1990-2000 //Út á gaddinn, inn á Gull og upp á Myllu Veturinn 1990-91 er hinsegin fólk þvt enn og aftur sett út á gaddinn með skemmtanalíf sitt. Þegar komið er fram í febrúar og hýrir orðnir leiðir á því að þreyja Þorrann úti í skafli, viröist samkvæmisdrunganum þó eitthvað létta. The Golden Gay opnar. Ingi Rafn er einn af aöstandendum og lýsir staðnum svo: Já, nú stóðum við uppi án nokkurs gay staðar, sem var alveg ferlegt. í þessu millibilsástandi fengum við þó afnot af efstu hæðinni á Gullinu, þar sem Óðal er nú. Þessi rekstur stóð nú ekki lengi, kannski I tvo, þrjá mánuöi og reyndar bara um helgar. En það var þó reynt. RAUÐA MYLLAN OPNAR DYRNAR Boðskort á opnunarkvöld Myllunnar 2. mars 1991 Já, sannarlega er reynt. Gullið hefur nefnilega ekki starfað lengi þegar mikil sprenging verður í skemmtanalífinu. í byrjun mars er dyrunum hrundið upp á Rauðu myllunni og byltingunní fram haldið. Starfsfólkið á Myllunni erferskt og tekst á við verkefni sitt af miklum metnaði. Boðið er upp á mikiar skrautsýningar og oft er salurinn umhverfis dansgólfið þéttsetinn fólki sem komið er til að dást að, og fá jafnvel einn lítinn fingurkoss frá fjöðrum skrýddum dragdrottningunum. Staðsetningin? Gamla Brabra. Ingi mætir sem gestur og fer svo að vinna á staönum: Svo opnar Moulin Rouge með miklum látum og Páli Óskari og Marlusi á útopnu. Á staðinn kom alls konar fólk, samkyn-hneigðir, vinir og kunningjar og sjóin voru frábær. Það var mjög þægilegt að fylgjast með þeim og stundum tók maður líka þátt sjálfur. BOÐÍBOÐ Myllan fagnaði eins árs afmæli sínu 10.-11. apríl 1992. Myllan verður fljótt fræg að endemum fyrir sýningarnar. Þær þykja óvenjulegar og sumar svo frumlegar að þær snúast jafnvel um fiskflökun. Fagmennska ungu drottninganna spyrst líka hratt út og fjölmiðlarnir mætajafnvel á staðinn til að gera herlegheitunum skil. En eins og systirin í París lifir þessi Mylla líka hátt, hratt og með stæl og samkvæmt Inga veróa geðsveiflurnar ansi djúpar þegar hún loks kemur niður í hálftómann kjallarann: Það háói staðnum alltaf mikið hvað hann virkaði sem gríóarlega mikill geymur. Stundum var hann hreinlega eins og rússneskt kaupfélag á krepputímum. Með hillurnar gapandi tómar. Haustið 1992 kemur svo að því að kreppan verður viövarandi og enn á ný er dyrunum niður í kjaliarann við Hlemmtorg skellt í lás. //Hlemmur-Lækjartorg Frá Hlemmi er því haldiö niður á Laugaveg 22 sem um þetta leyti réttir aftur úr kútnum. Nýir eigendur hleypa lesbíum og hommum inn á ný og staðurinn fær andlitslyftingu. Þá verða fimmtudagskvöldin aftur mikil stemmingskvöld og um helgar er fullt út úr dyrum. Næstu árin lifir staðurinn svo eins og blómi í eggi og gegnir áfram aóalhlutverki á leiksviði hinsegin fólks. Eða allt þar til samkeppnin lætur á sér kræla. Snemma árs 1997 eiga sér stað hræringar á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis og í kjölfarið opnar Nellý’s Café dyr sínar fyrir gestum. Nellý's býður upp á gamla diskótónlist í bland við nýrri danstónlist og þrífst ágætlega næstu árin sem „gay friendly" skemmtistaður. Þangað kemur töluvert af hinsegin fólki, drottningar halda dragsjó um helgar, Herbert Guðmundsson gerir „comeback" og staðurinn verður meira að segja vettvangur hinnar geysivinsælu Dragkeppni fslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.