Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 60
Fyrri hluta árs 1998 er ferðínní svo heitið f Lækjargötuna þar sem
Nýja bíó og Tunglið voru áður tii heimilis. Húsið öðlast nú nýtt iíf
og Heaven, dansstaður að fyrirmynd erlendra klúbba, opnar meö
fjólubláu Ijósi við barinn. Staðurinn tekur nokkur spor, en gamanið
verður stutt og hann andast skömmu síðar. I lokjúlí brennur svo
sjálft húsið til kaldra kola og er rifið. í dag er þar verslunin Iða.
//Kastljósið á Hverfisgötunni
Þetta sama haust verða enn á ný vatnaskil í sögunni. Á horni Hverfisgötu
og Ingólfsstrætis, þar sem í dag er 101 Hótel, hefur nýr gaystaður
rekstur í kjallara Ingólfscafés sáluga. Og nú er samkeppnin svo öflug
að 22 sem í áratug hafa staðið af sér öll áhlaup mega lúta í lægra haldi
fyrir hinum unga samkeppnisaðila, Spotlight Club. Ingi Rafn segir frá:
Fólk rokkaði dálítið á milli f fyrstu, en svo lenti 22 fljótlega
í rekstrarlegum hremmingum, varð mjög sjúskaður og
fékk á sig nafnið Subban. Gayliðið hætti svo að sækja
Subbuna og henni blæddi út hægt og rólega.
UNDIR REGNBOGANUM
Dyraverðir SpotligHtstandaS/aktina á Hverfisgötunni.
Mikill eldmóður einkennir hins vegar rekstur Spotlíght Club, enda eru
rekstraraðilarnir að stórum hluta ungt og kraftmikið
hinsegin fólk. Hannes Páll Pálsson er einn þeirra:
Okkur fannst eitthvað vanta þarna í skemmtanalífið og vorum nægilega
ung og ævintýragjörn til að taka bara af skarið gera eitthvaö f málunum.
Hópurinn fær til liðs við sig reynt fólk úr bransanum, ákveður
strax að bjóöa upp á dansvænt umhverfi og vinnur ávallt
út frá skýrri hugmyndafræði. Hannes heldur áfram:
Já, það var á hreinu alveg frá byrjun að Spotlight væri gay. Staðurinn
var auglýstur sem slíkur og þótt stefnan væri tekin á heitustu
danstónlistina vorum við líka óhrædd við að taka klisjuna með Donnu
Summer og félögum. Þetta lagðist líka svona rosalega vel í fólk.
Spotlight á líka velgengni að fagna næstu árin. Staðurinn rúmar
nokkur hundruð manns, er bæði sóttur af hommum og lesbíum
og verður einnig gríðarlega vinsæll meðal gagnkynhneigðra.
Klúbbastemmingin er allsráðandi á stærsta dansgólfi miðbæjarins,
mikið um þemakvöld og allskyns uppákomur og kátínan er
smitandi. Og á milli dansa má setjast niður og slaka á, nú eða
ganga hringinn um reykfyllta og dularfulla ranghala staðarins
og vonasttil að koma auga á álitlegan mann eða konu.
Með tímanum fer
stemmingin þó að
breytast. Tónlistin verður
harðari, kúnnahópurinn
breytist og nú fer
líka að bera á því
að bjórdrekkandi og
Abbadansandi hommar
og lesbíur hitti fyrir fólk
í stjörfu fíkniefnastuöi.
Og þegar þessir ólíku
kraftar mætast verða
óneitanlega árekstrar, en
áfram heldur reksturinn.
200^008
//Upprisa ogdauði
íupphafi aldar
Á haustdögum ársins
2000 bætist svo enn í
skemmtistaðaflóruna
þegar nýr staður
opnar í húsnæðinu sem í dag hýsir Ölstofuna við Vegamótastíg.
Staðurinn er allur hinn glæsilegasti, en kúnnahópurinn er heldur
þrengri en á öðrum stöðum. Mannsbar einskorðar sig nefnilega
við karlmenn. Staðurinn öðlast töluverðar vínsældir meðal homma
á öllum aldri, enda andrúmsloftið þægilegt. Og þar sem setið er
hringinn í kringum barinn má auðveldlega komast í augnsamband
við manninn á móti. Sé vilji til þess. Sniðug útfærslan á barnum
virðist þó ekki nægja til að tryggja reksturinn og lokast dyrnar
endanlega í upphafi árs 2002. Saga Mannsbars er þar með öll.
Um svipað leyti flytur Spotlight í húsnæði Café Thomsen við
Hafnarstræti 17. Boðið er upp á bari og tónlist á 1. hæð og í
kjallara og þar sem hinsegin fólk er trútt sínum kæra stað fylgir
það honum á nýtt heimilisfang. Jens Fjalar Skaptason er á
þessum tíma að stíga sín fyrstu skref í hommaheiminum:
Ég var 17 ára, rétt náði í skottið á staðnum og skemmti
mér bara mjög vel. Þótt mér hafi náttúrulega nokkrum
sinnum verið vísað út vegna ungs aldurs!
Brátt fer þó að halla undan fæti. Tónlistin fer í sama harða farið og
á Hverfisgötunni, efnin verða á ný áberandi og gleðin hverfur. Og