Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 62
bara inn í rokkstjörnuhlutverkið, spiluðum allar helgar og
vorum alltaf með seðlabúnt í vasanum. Algjörlega í takt við
konseptið. Svo fylgdu okkur náttúrulega líka grúppíur.
Árið 2005 fannst okkur þetta svo komið gott. Konseptið hefur
bara ákveðinn líftíma og átti aldrei að standa svona lengi.
Viö gátum heldur ekkert verið að semja eigin tónlist inn í
það, kaldhæðnin sem fylgdi því var einfaldlega of mikil.
//Frá Kósýá Qúbu
Að Nonna homma og Rokkslæðunni gengnum ákveður fólk að
þrauka þrengslin á Kósý næstu árin. Á þessum tíma viröist Kósý
líka vera eina skjól hinsegin fólks, en þegar grannt er skoðað
má sjá að þrátt fyrir að vera sá eini á almennum markaói
merktur gay fólki, er hann alls ekki einn um hitunaa.
MSC hefur til dæmis verið starfræktur allt frá árinu 1985 og
þrátt fyrir að vera einkaklúbbur leðurhommanna hafa þeir oftast
tekið óbreyttu hommunum opnum örmum þegar harðnað hefur
á skemmtanadalnum. Það á líka við f núverandi hallæri.
Lesbíurnar halda annað. Árið 2004 er nefnilega stofnaður
tónlistarbar f gömlu timburhúsi við Laugaveg 30 sem fær nafnið
Dillon. Andrea Jónsdóttir gerist plötusnúður og upp frá því verður
hann einskonar óopinber lesbíustaður íslands. Lára segir frá:
Já, Andrea er þarna í fararbroddi, á sinn trygga aödáendahóp
og það má segja að þetta verði einskonar Staupasteinn
lesbíanna. Þarna koma ákveðnar barflugur sem allar
þekkjast, líður vel og eiga þarna sitt örugga skjól.
í lok febrúar 2007 er svo nýjum stað hleypt af stokkunum við
Ingólfsstrætiö. Ekki er laust við ákveðna tortryggni í garð staðarins
meðal senufólks sem minnist allra staðanna sem f gegnum tíðina hefur
verið breytt í hinsegin hálmstrá að grípa í korteri fyrir gjaldþrotið.
Þrátt fyrir fyrirvarana ákveður senan þó að mæta á hinn nýja Q-bar og
sannreynir brátt að starfsfólkið hér leggur allan sinn metnað í að halda
uppi fjöri og góðri þjónustu. Gestirnir fara því á Qúbuna og kunna að
meta það. Vinsældirnar aukast fljótt og nú getur fólk aftur valið um tvo
hinsegin staði. Eða allt þar Kósý lendirí húsnæðis-hrakningum um mitt
ár og leggur upp laupana.
Qúban stendur hins vegar af
sér reykingabann, kvartanir
og hótanir um styttan
opnunartíma og réttu ári
eftir opnun sýna hvorki hún
né gestir hennar á sér neitt
fararsnið. f desember 2007
fær hún líka samkeppni frá
staónum Black sem er þar
sem Litli Ijóti andarunginn var
áður til húsa í Lækjargötunni.
Þá er spurningin
bara: Eru þessir staðir komnirtil að vera og verða 2 staðir
samtímis regla fremur en undantekning? Eða munu þeir
hljóta sömu örlög og öndin Brabra forðum daga? Nú, eða 22?
Eða Spotlight? Eða Moulin Rouge? Eða Gestur? Eða...
Um það getur víst enginn spáð.
SAMTAKABÖLL OG
SKEMMTANIR TENGDRA FÉLAGA
//Mikilvægi mannamóta
Eftir þessa skemmtistaðayfirreið er ekki úr vegi að víkja að
skemmtunum á vegum Samtakanna ‘78 og skyldra aðila. Að loknu
fyrsta balli sínu á Manhattan í Kópavogi 1981, sem gerð eru skil annars
staðar í þessu blaði, halda Samtökin mörg eftirminnileg böll. Þau koma
víða við og ferðast á 9. áratugnum um staði eins og Hreyfilshúsið
við Grensás-veg, Félagsheimilið Drangey í Stakkahlíð og Snorrabæ
f Austurbæ. Risið á Hverfisgötu kemur einnig við sögu en þar treöur
lesbíubandið Jarþrúður til að mynda upp við góðan orðstír. Tónlistin á
böllunum er yfirleitt í höndum aðkeyptra plötusnúða en stundum er hún
heimatilbúin og þá oft í formi sýninga. Ingi Rafn lýsir mikilvægi ballanna:
Þau sköpuðu eðlilegan vettvang til að hittast og skemmta sér á
og fylltu því alveg gríðarlegt tómarúm. Og þar sem þetta var eini
vettvangurinn sem margir hættu sér út á reyndust þau mörgu fólki
mjög mikilvæg. Svo voru þau bara líka oft svo ótrúlega skemmtileg.
Hann rifjar í framhaldinu upp „Þjóhátíð" í Risinu:
Hún var skipulögó alveg eins og Þjóðhátíð. Fyrst var ávarp
forsætisráðherra og svo tróö ég upp í skautbúningi, með álímt
yfirvaraskegg og hélt ræðu í bundnu máli. Ein lesbían stóð
svo heiðursvörð við hlió mér í skátabúningi og hélt yfir mér
regnhlíf til að skapa alvöru Þjó(ð)hátíðarstemmningu.
Lára lýsir böllunum á eftirfarandi hátt:
Samtakaböllin voru fólki mjög mikilvæg. Að sjálfsögðu. I
byrjun snerust þau oft um ofurdrukkið fólk í leit að einhverri
sálrænni spennulosun og útrás og auðvitað að félaga.
mam
1*1