Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 66

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Qupperneq 66
Það helgast náttúrulega af því að menn eru komnir út á þetta sósíal parkett og ef þeir ætla sér að vera eitthvaö áfram á þessari fámennu gay senu og taka einhvern þátt í þessu lífi, þá gera þeir ekki svoleiöis. Það gengur náttúrulega ekki neitt. En það er ekki bara að það sé munur á gagnkynhneigðum og samkynhneigðum. í tímans rás hafa nefnilega sprottið upp ýmsar staðalmyndir varðandi muninn á skemmtanamynstri homma og lesbía: í einu horni skemmtistaðarins stendur brothætt drottningin og sýgur hanastélið með röri upp úr regnhlífarskreyttu glasinu. Svo bandar hún höndunum út í loftið, lausir úlnliðirnir þyrlast í hringi og hún má hafa sig alla við til að svelgjast ekki á veigunum í öllum kjaftaganginum. í öðru horni situr þögul, sjóaraleg lesbía í þykkri peysu og tæmir hvert viskíglasið á fætur öðru í einum teyg. Og auðvitað talast þau ekki við. Hinar persónulegu sögur ríma samt ekkert alltaf við þjóðsögurnar. Og þó. Lára segirfrá sinni upplifun: Hommar og lessur hafa oft verið frekar sundurlaus hópur og þó að sumir hommar haldi eitthvað annað vorum við lesbíurnar að sjálfsögðu líka þarna að skemmta okkur. Hommarnir voru bara allt annar þjóðflokkur. Og í allt öðrum pælingum. Að þetta gæti bara hreinlega verið mjög skemmtilegt og fínt og huggulegt fólk og allt þetta... það var... mér varð virkilega um! Það veröur að segjast eins og er. Veturliði kemst þó yfir menningarsjokkið og þegar fram í sækir fer hann að átta síg á líkindunum sem almennt má finna með borgum þegar kemur að hinsegin menningu: Þaó er alltaf einn staður í hverri borg sem er bestur á hverjum tíma. Þar er allt úrvalið og maður þarf ekki að leita neitt annað. Þetta þýðir einfaldlega að það gildir einu hversu stór borgín er. Gaylífið veróur alltaf tiltölulega afmarkað og þú munt alltaf hitta sama fólkið. Það er alveg lygilegt. Og ég hef hvað eftir annað komið inn á bari í útlöndum og hitt íslendinga. Jens Fjalar er hugsanlega einn af þessum íslendingum. Hann hefur að minnsta kosti kíkt á nokkra staði í London, Kaupmannahöfn og Barcelona og skemmt sér konunglega: Það getur verið yfirþyrmandi að fara á gay staðina í stórborgunum þegar maður er vanur senunni hérna heima. Það er allt önnur upplifun, umhverfið öðruvísi og fjöldinn alveg gífurlegur! Stórir geymar fullir af ölvuðum hommum í trylltum dansi. Þórir er sammála Láru um muninn: Hommar og lesbíur voru oft hreinlega upp á kant. Okkur datt ekki stelpur í hug, fannst þær leiðinlegar og voðalega fáir okkar sem vinguðust við þær. Ég man til dæmis eftir að hafa verið neitað um far í leigubíl með lesbíum með orðunum: „Enga homma hér!“ Ég gapti, ég var svo undrandi. Andrea horfir á málið með dálítið öðrum gleraugum: Við erum náttúrulega öll á sama skemmtanabáti og þess vegna eiga að vera til staðir sem bjóða alla velkomna. Mér finnst hins vegar tónlistarsmekkur margra homma dálítið áhugaverður. Þessi sérstaka hommatónlist. Eru þeir virkilega allirað hlusta á þetta? Það erverulega verðugt rannsóknarefni. Annars eru þeir nú algjörir heimsmeistarar í að búa til skemmtanir og góða stemmningu. //ísland í samanburðinum við útlönd íslendingar eru þó lengi framan af engir heimsmeistarar í hinsegin menningu og samkvæmt Veturliða er grasió oft töluvert grænna Evrópumegin við girðinguna á 8. áratugnum: Það var rosalegur og áberandi munur á meginlandi Evrópu og Islandi. Við sögðum að það væri svona 10 ára time-lag og það sem væri orðió eðlilegt í Kaupmannahöfn, Amsterdam og London tæki að minnsta kosti tíu ár að berast til íslands. Auðvitað var þetta alltaf til hérna og Borgin auglýst sem slík í hommabæklingnum Spartacus. „Hótel Borg-the rear bar.“ Aftari barinn. En þetta voru ekkert eðlileg samskipti og án þess að ég gerði mér grein fyrir því sat það alltaf fast í mér að þetta gaylíf hlyti allt að vera eitthvað undarlegt og skrítið. Eitthvað svona hálf-dirty og guð má vita hvað. Þess vegna varð það hálfgert kúltúrsjokk að koma á staði erlendis og sjá unga og sæta stráka skemmta sér. Aldís nefnir líka stærðina: Við erum náttúrulega færri hérna heima og því ekki hægt að gera eins stóra hluti og maður sér annars staðar. En að mörgu leyti er senan samt svipuð því sem gerist í útlöndum. Ingi Rafn vill meina að vissir kostir felist í fámenninu: I útlöndum er senan oft fjölbreyttari og þar geta staðirnir jafnvel sérhæft sig eftir aldri kúnna eða tónlistarsmekk. Hér fer maður aftur á móti bara á þennan eina stað og lætur sig hafa það. En þetta þjappar okkur áreiðanlega betur saman. Ég er til dæmis mjög þakklátur fyrir það hvað ég hef kynnst ofboðslegum mýgrút af lesbíum sem mér þykir alveg rosalega vænt um. Það hefði ekki endilega gerst í einhverri stórborg. Flest veitingahús- anna opin til kl. 3 á föstudags- og laugardagskvöldum NOKKUÐ ei- mismunandi að hve miklu leyti einstök veitingahús ætla að nýta sér *hinar nýju reglur um opnunartíma veitinga- húsanna, sem gengu í gildi sl. mánudag. Flest veitingahúsanna í Reykjavík verða opin til kl. 3 fimmtudögum og sunnudögum verður opið til klukkan 1 eftir miðnætti, aðra daga til klukkan 11.30. Sigtún verður opið til klukkan 3 eftir miðnætti á föstudags- og laugardagskvöldum en næstu miðvikudags- og fimmtu- EINAFBYLTINGUNUM ÍSKEMMTANALÍFINU íjúli 1979 var stöðunum leyft að hafa opið til 3 um helgar. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.